Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Töfrahús í sagnastíl

Lista­kon­an Elísa­bet Krist­ín Jök­uls­dótt­ir býr í litlu húsi á Fram­nes­veg­in­um í gamla Vest­ur­bæn­um. Hús­ið var keypt fyr­ir ljóða­bæk­ur fyr­ir 25 ár­um síð­an og hef­ur í gegn­um tíð­ina hlot­ið nafn­bót­ina Töfra­hús­ið.

Elísabet Kristín, stundum kölluð Ella Stína, situr á tröppunum fyrir utan húsið þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Húsið samanstendur af nokkrum litlum rýmum og hver krókur og kimi er í senn persónulegur og á stundum kaótískur. 

Garpur og Jökull
Garpur og Jökull Þrátt fyrir tíðar breytingar á heimilinu eru sumir hlutir rótgrónir. Þar á meðal þessar fígúrur sem prýða annan stofugluggann. „Sonur minn Jökull bjó til þennan íþróttamann og Garpur bjó til fanga og þetta er kannski ég í miðjunni, einhver skrítin galdrakerling á einum fæti í engum kjól.“

Ákveðið stjórnleysi
Ákveðið stjórnleysi Víða á veggjum má finna stutt skilaboð sem Elísabet hefur skrifað til sjálfrar sín. Hún segist oft fá þörf til að koma hugsunum sínum frá sér, en þær komist ekki alltaf fyrir í bók. Þá er gott að eiga laust pláss á veggjunum. „Þetta er ákveðið stjórnleysi, sem er líka nauðsynlegt,“ útskýrir hún.

Gullfoss
Gullfoss Þetta skilti, merkt Gullfossi, er í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu en það fann hún falið og rykfallið á vinnustofu sem hún fékk afnot af um tíma.

„Þetta er töfrahús,“ segir Elísabet á meðan hún hellir upp á kaffi fyrir gestina og notar til þess hraðsuðuketil og pressukönnu. Hún útskýrir orð sín og segir krakkana í hverfinu gjarnan kalla þetta Töfrahúsið, sem ræðst væntanlega af töfraþráhyggju húsráðanda. Stíll heimilisins er að sögn Elísabetar svokallaður sagnastíll. Hún hefur unun af því að breyta og endurraða og í hvert skipti sem hlutirnir fá nýjan stað verður til ný saga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár