Norður yfir Vatnajökul er ein af allra bestu ferðasögum sem skráðar hafa verið um ferðir á Íslandi. Bókin fjallar um fyrsta leiðangurinn sem farinn var yfir Vatnajökul. Það var árið 1875 þegar William Lord Watts lagði í þessa hættulegu ferð, þvert yfir jökulinn og hálendið ásamt íslenskum aðstoðarmönnum. Bókin kom fyrst út á ensku, ári eftir ferðina, og hét þá Across the Vatna Jökull. Árið 1962 kom hún síðan út í frábærri þýðingu Jóns Eyþórssonar. Í litríkum textanum er lýst bæði landi og fólki með þeim hætti að lesandinn er kominn langt aftur í aldir að berjast um íslenska náttúru á vegleysum og um óbyggðir, þvert yfir hálendi Íslands, fram og til baka. Bókin er fyrir löngu illfáanleg og því tímabært að gefa hana aftur út. Þessi seinni útgáfa er undir merki útgáfunnar Eldjökuls. Það er fjallagarpurinn Gerður Steinþórsdóttir sem skrifar nýjan formála.
Bókin lýsir fyrstu ferð manna yfir Vatnajökul. Bretinn William Lord Watts leiddi för. Leiðangursmenn þurftu að glíma við ófærð og kulda.
Athugasemdir