Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Smartheit Ragnheiðar Elínar

„Ég verð að viðurkenna að mér hefði fundist smartara ef Björk hefði notað þetta tækifæri til að hvetja til samstarfs og samtals um þessi mikilvægu mál.“ sagði Ragnheiður Elín á Facebook.

Það var ekki mjög smart þegar Ragnheiður Elín gekk erinda Landsnets gegn náttúru Reykjanesskagans og landeigendum á Vatnsleysuströnd þegar hún heimilaði Landsneti eignarnám á löndum þeirra undir Suðurnesjalínu 2.

Það var ekki mjög smart hvernig öll önnur sjónarmið en Landsnets voru algjörlega  hunsuð í því máli. Þá var ekki talað um samtal eða samstarf við aðra en Landsnet enda voru rökin sem hún lagði fyrir eignarnáminu greinilega afrituð úr gögnum fyrirtækisins.

Það er heldur ekki smart hvernig Ragnheiður Elín og flokkssystkini hennar hafa æ ofan í æ reynt að eyðileggja rammaáætlun og rjúfa þá sátt sem henni er ætlað að skapa. Það var heldur ekki smart hvernig hún ætlaði að neyða Landsvirkjun til að selja orku til álversins í Helguvík. Náttúrupassinn var heldur ekki smart. Reyndar er pólitískur ferill hennar frekar ósmart.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.