Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Sósíalistar hafa náð fram flestum þeim réttindum og lífskjörum sem við búum við

Sósíalistar hafa náð fram flestum þeim réttindum og lífskjörum sem við búum við

Sósíalismi snýst um að þróast áfram, sósíalistar trúa að hægt sé að skapa betra og réttlátara samfélag.

Fólk sem hefur kallað sig sósíalista, anarkista og kommúnista er fólkið sem hefur með baráttu sinni náð fram flestum af þeim réttindum og lífskjörum sem við búum við í samfélaginu. Það er nákvæmlega vegna þess sem þessi orð "sósíalisti" og "kommúnisti" hefur verið notuð gegn okkur. Reynt hefur verið að breyta merkingu þeirra og sósíalistar gerðir að einhverju til að óttast. Sósíalistar hafa verið ofsóttir og sósíalisminn skrímslavæddur af hægrinu og atvinnurekendum sem hafa hag af því að viðhalda kapítalismanum. Við eigum ekki að snúa baki við sögunni eða orðunum okkar bara vegna þess að auðvaldinu hefur tekist að gera fólk hrætt við þau. Það væri uppgjöf. Það er uppgjöf að afneita hugmyndafræðinni sem hefur fært okkur alla þessa sigra, það er uppgjöf að hörfa inn á miðjuna og gangast við kapítalismanum og halda að það sé raunverulega hægt að breyta einhverju sem skiptir máli með smáskammtalækningum og undirgefni. Það er misskilningur að það sé hægt að beisla kapítalismann. Það er ekki raunverulega hægt eins og sagan sýnir okkur. Enda hefur ójöfnuður og misskipting á vesturlöndum aukist verulega síðustu áratugi og völd hinna ríku hafa sjaldan verið meiri.

Við þurfum að vera dugleg að rifja upp söguna. Ég var að lesa um Mother Jones, konuna sem barðist nærri allt sitt líf gegn barnaþrælkun í Bandaríkjunum.  Í þá daga, í byrjun síðustu aldar, var stór hluti barna undir sextán ára aldri í erfiðisvinnu. Mother Jones, sem hafði misst börnin sín og eiginmann úr veikindum einhverskonar, leiddi mótmælagöngu barna að heimili Theodore Roosevelt þáverandi forseta. Börnin voru með skilti sem stóð á: 

"Við viljum fara í skólann, ekki í námurnar." 

Börnin höfðu á þeim tíma ekki neitt frelsi til að leika sér, ekkert frelsi til að vera börn, heldur voru látin vinna myrkranna á milli. Auk þess sem mörg börn höfðu lent í vinnuslysum og vantaði á þau fingur og útlimi. Það var ekkert eftirlit á þessum árum. Auðstéttin í Bandaríkjunum notfærði sér vinnuafl barna til að  auka eigin auð. Það kostaði gríðarlega baráttu og fórnir verkafólks og sósíalista til að breyta þessu. 

Mother Jones er aðeins ein af þúsundum sósíalista sem börðust fyrir efnahagslegu réttlæti á fyrri hluta síðustu aldar í Bandaríkjunum. Á tímum þar sem sósíalistar og kommúnistar stjórnuðu verkalýðsfélögum þar í landi. Á þeim tíma fyrir McCarthy-tímabilið, áður en sósíalisminn var gerður útlægur úr Bandarísku samfélagi. Mother Jones starfaði í áratugi innan verkalýðsfélaga og sósíalistaflokksins og skildi að til þess að breyta þurfi harða baráttu, borgaralega óhlýðni og fórnir. 

Sósíalismi hefur alltaf verið farvegur og hreyfing fólks sem berst fyrir auknu réttlæti í samfélaginu. Sósíalismi er andstæðan við kapítalisma. Hugmynd um að hægt sé að byggja réttlátt samfélag þar sem allir geta lifað mannsæmandi lífi. Kapítalisminn er hinsvegar hugmynd um að lítill hópur fólks geti orðið óstjórnlega ríkur á kostnað samfélagsins. Frelsi innan kapítalismans snýst aðeins um frelsi þessa örsmáa hóps til að arðræna fólk og náttúruna. Frelsi sósíalismans snýst um að allir geti notið frelsis, ekki bara sumir. 

Sósíalismi er ekki eitthvað gamalt eða eitthvað úrelt eins og hægrið vill stanslaust halda fram. Sósíalismi er bókstaflega mannréttindabarátta og réttlætisbarátta verkafólks og jaðarsettra hópa fyrir efnahagslegu og félagslegu réttlæti. Sósíalisminn er trúin á að það sé hægt að skapa slíkt samfélag. Hægrið hins vegar stefnir ekki þangað, trúir ekki að hægt sé að skapa réttlátara samfélag. Hægrið vill viðhalda ójöfnuðu, fátækt og óréttlæti í samfélaginu til að viðhalda auð og völdum hinna ríku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Orkuráðuneytið og grænþvottahúsið
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Orku­ráðu­neyt­ið og græn­þvotta­hús­ið

Ef ekki væri svona mik­ill handa­gang­ur í græn­þvotta­hús­inu þá væri hér í gangi neyðaráætl­un vegna ham­fara­hlýn­un­ar og fyr­ir nátt­úru­vernd.
Beast
Bíó Tvíó#223

Be­ast

Baltas­ar Fe­brú­ar hefst með því að Andrea og Stein­dór fjalla um kvik­mynd Baltas­ar Kor­máks frá 2022, Be­ast.
Enn um myglu og raka í húsum
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Enn um myglu og raka í hús­um

Fyrr­ver­andi tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðju rík­is­ins seg­ir að til þess að kom­ast hjá myglu­mynd­un þurfi að­eins að gera hús leka­laus.
Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fréttir

Aldrei meira um kyn­bund­ið of­beldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.
Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Menning

Frá Berlín til Ís­lands – Út­víkk­un á formi, af­bygg­ing og póst­drama­tík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Maðurinn með ennisbandið
Fréttir

Mað­ur­inn með enn­is­band­ið

Hann er dansk­ur, síð­hærð­ur og ætíð með enn­is­band í vinn­unni. Hann hef­ur þrisvar ver­ið kjör­inn besti hand­knatt­leiks­mað­ur í heimi og aukakast sem hann tók á Ólymp­íu­leik­un­um 2008 er skráð í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans. Hann heit­ir Mikk­el Han­sen og er frá Hels­ingja­eyri.
Hver var Makbeð?
Flækjusagan

Hver var Mak­beð?

Í Borg­ar­leik­hús­inu er nú ver­ið að sýna harm­leik Shakespeares um Mak­beð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er einn efni­leg­asti leik­stjóri Evr­ópu um þess­ar mund­ir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leik­stjór­ar nú­tím­ans fara vit­an­lega sín­um eig­in hönd­um um efni­við Shakespeares en hvernig fór hann sjálf­ur með sinn efni­við, sög­una um hinn raun­veru­lega Mac Bet­had mac Findlaích sem vissu­lega var kon­ung­ur í Skotlandi?
Heilræði ömmu
Ragna Árnadóttir
PistillÞað sem ég hef lært

Ragna Árnadóttir

Heil­ræði ömmu

Það er ekki alltaf ein­falt að fylgja heil­ræði ömmu, en það hjálp­ar.
Biðin eftir aðgerð
Fólkið í borginni

Bið­in eft­ir að­gerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.
Listin að vera listamaður
Auður Jónsdóttir
Pistill

Auður Jónsdóttir

List­in að vera lista­mað­ur

Auð­ur Jóns­dótt­ir skrif­ar um list­ina að vera lista­mað­ur. Og hark­ið. Sem þarf að kunna að dansa í.
Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini
Flækjusagan

Silkimaur­ar koma til hjálp­ar gegn krabba­meini

Þótt mikl­ar fram­far­ir hafi orð­ið í bar­áttu við krabba­mein á síð­ustu ár­um og ára­tug­um veld­ur þó enn mjög mikl­um vanda hve seint og illa get­ur geng­ið að greina krabb­ann — jafn­vel eft­ir að hann er far­inn að vinna veru­leg her­virki í lík­ama manna. Marg­ar teg­und­ir krabba­meins finn­ast vart nema sér­stak­lega sé leit­að að ein­mitt því, og liggi sjúk­dóms­grein­ing því ekki...