„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg vill byggja verksmiðju sem er á stærð við fyrirhugaðan þjóðarleikvang inni í miðri Þorlákshöfn. Framkvæmdin er umdeild í bænum og styrkveitingar þýska Heidelbergs til félagasamtaka í bænum hafa vakið spurningar um hvort fyrirtækið reyni að kaupa sér velvild. Bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir vill ekki að Þorlákshöfn verði að verksmiðjubæ þar sem móberg úr fjöllum Íslands er hið nýja gull.
Viðtal
1
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Tveir drengir hafa verið á vergangi ásamt föður sínum í Reykjavík frá því síðasta sumar og hafast nú við í hjólhýsi. Félagsráðgjafi kom því til leiðar að þeir fengju að vera þar áfram eftir að vísa átti þeim af tjaldsvæðinu í október. Axel Ayari, faðir drengjanna, segir lítið um svör hjá borginni varðandi hvenær þeir komist í viðunandi húsnæði. „Þetta er ekkert líf fyrir strákana mína.“
Viðtal
Fann ævistarfið óvænt í blómabúð
Danil hefur unnið í blómabúð í átta ár og sér fyrir sér að vinna alltaf með blómum.
Fólkið í borginni
1
Fannst ég aftur eiga heima
Síðustu jól voru önnur jól Eyad Awwadawnan á Íslandi. Hér finnst honum hann velkominn og eiga heima, eftir að hafa skilið líf sitt og drauma eftir þegar hann flúði Sýrland.
Viðtal
Brýnt að ná til karla: Áfengi og þunglyndi er eitruð blanda
Þunglyndi skeytir engu um stétt, segir Högni Óskarsson geðlæknir. Í störfum sínum hefur hann séð að karlar sækja sér síður aðstoðar og tala minna um tilfinningar en konur. Tíðni sjálfsvíga karla hefur ekki lækkað hér á landi, líkt og á Norðurlöndunum.
Nægur og góður svefn er nauðsynlegur til að líkaminn starfi sem best vegna þess að það gerist mikið í líkamanum á meðan sofið er. Ákveðin kerfi geta raskast ef svefninn er ekki eins og hann ætti að vera til lengri tíma og þá geta komið fram ýmis einkenni og sjúkdómar.
Viðtal
7
„Ég lifði í stöðugum ótta“
Stundum er allt í lagi að verða sár og reið, segir Edda Falak, sem var gerð að svartri skessu á þrettándagleði ÍBV í Vestmannaeyjum og uppnefnd flak. Skessan var birtingarmynd á því áreiti sem hún hefur þurft að þola, líflátshótanir og refsiaðgerð, sem átti að felast í því að lokka hana inn í sendiferðabíl þar sem hópur karla myndi brjóta á henni.
Viðtal
„Nú fæ ég annan séns“ - Elísabet Jökuls fagnar nýju ári með nýju nýra
Eftir áralanga þrautargöngu Elísabetar Jökulsdóttur um heilbrigðiskerfið, sem kostaði hana nærri lífið, gekkst hún undir nýrnaígræðslu á þrettándanum. Aðgerðin gekk vel og nýrað, sem ku fyrsta flokks, starfar vel. Elísabet er þakklát og sæl með aðgerðina. Unnur, systir hennar, les fyrir hana milli læknaheimsókna.
Viðtal
2
„Á Íslandi get ég andað“
Systurnar Zahraa og Yasaeen Hussein flúðu heimaland sitt ásamt móður sinni og bræðrum, eftir að faðir þeirra var pyntaður og myrtur. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands og þaðan til Íslands í von um vernd, öryggi og frið. Íslensk stjórnvöld neituðu því ítrekað og fluttu þau svo með lögregluvaldi aftur til Grikklands. Þar höfðu þau áður verið nánast allslaus og án húsnæðis.
Viðtal
4
Bræðurnir urðu munaðarlausir á aðventunni: „Maður minnist foreldra sinna á þessum tíma“
Ár er liðið frá því að bræðurnir Elías Aron, Gunnlaugur Örn og Brynjar Pálmi Árnasynir urðu munaðarlausir á aðventunni. Enn eru aðstæður þeirra í lausu lofti og óljóst hvað verður.
Viðtal
Annaðhvort ertu lesandi eða ekki
Glæpaskáldin Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson njóta bæði alþjóðlegra vinsælda. Þau hafa á sinn hátt skrifað nýjan veruleika inn í íslenskan bókmenntaheim, rétt eins og ísbrjóturinn Arnaldur Indriðason. Kannski má segja að þau séu kynslóðin sem hélt áfram að brjóta ísinn, þó að Yrsa hafi fyrir löngu hlotið nafnbótina glæpasagnadrottning.
Viðtal
1
Fátækar mæður í samfélagi allsnægta
Mæður sem glíma við fátækt segja jólin átakanlegan tíma því þær geti lítið sem ekkert gefið börnum sínum. Til að sogast ekki inn í sorg vegna bágrar stöðu sinnar forðast þær umfjöllun fjölmiðla sem þær segja snúast um fólk sem geri vel við sig og fjölskyldur sínar í aðdraganda jóla. Fleiri hafa þurft neyðaraðstoð hjálparsamtaka fyrir þessi jól en í fyrra.
Viðtal
Nýr færeyskur fjölmiðill: „Löngu tímabært“
Þrír fyrrverandi starfsmenn Kringvarpsins í Færeyjum hættu hjá ríkismiðlinum og stofnuðu sinn eigin miðil í samstarfi við danskan rannsóknarblaðamann. Í samtali við Stundina segja þau þörfina á gagnrýninni og öflugri rannsóknarblaðamennsku sjaldan meiri en einmitt núna.
Viðtal
Rígföst í ritmáli bókara
Þetta er skoðun á sjálfum mér sem kennara og um leið er ég að rannsaka myndasöguformið og húmor; hvernig það nýtist okkur til að læra, skilja og afla okkar þekkingar, segir hinn þjóðkunni teiknari, Halldór Baldursson, sem nýverið gaf út bókina Hvað nú? – myndasaga um menntun. Bókin er meistaraverkefni hans úr listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands. En Halldór er yfirkennari teiknideildarinnar í Myndlistaskólanum í Reykjavík.
ViðtalHamingjan
Hamingjan í flæðisástandi listamannsins
Þrándur Þórarinsson listmálari talar um að hamingjan sé boðefni í sálarfylgsninu og að það þurfi að leggja reglulega inn í gleðibankann. Hann nefnir góð áhrif hreyfingar á sálartetrið og það hvernig líðanin smitar inn í málverkin hans.
Viðtal
Bókabræður – í minningu skapandi bókaútgefanda
Á unglingsárum fékk ég vinnu á bókalager Vöku-Helgafells fyrir jólin. Þar var eldri maður í bláum vinnusloppi sem prílaði eins og apaköttur upp himinháa bókarekka og tefldi þess á milli. Þarna voru líka tveir bræður, oft í eins fötum, sem aðstoðuðu hann við að moka bókum út í jólabókaflóðið: Kjartan Örn og Ragnar Helgi. Foreldrar þeirra ráku Vöku-Helgafell; Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi fréttamaður, og Elín Bergs, sem var svo smart í buxnadragt að mér fannst hún vera Marlene Dietrich.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.