Flokkur

Viðskipti

Greinar

Thorsil segist hafa tryggt sér orku fyrir kísilmálmverksmiðjuna
FréttirThorsil-málið

Thorsil seg­ist hafa tryggt sér orku fyr­ir kís­il­málm­verk­smiðj­una

Ey­þór Arn­alds vill ekki gefa upp stöð­una á raf­orku­samn­ingi Thorsil. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir ork­una tryggða. Lands­virkj­un seg­ir samn­inga ekki í höfn en að við­ræð­ur hafi stað­ið yf­ir. Thorsil er ná­tengt Sjálf­stæð­is­flokkn­um og hef­ur rík­inu ver­ið stefnt vegna íviln­ana til fyr­ir­tæk­is­ins sem nema um 800 millj­ón­um króna.
Fékk 1,2 milljónir frá Orku Energy 2012
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Fékk 1,2 millj­ón­ir frá Orku Energy 2012

OG Capital fékk greiðslu frá Orku Energy ár­ið 2012. Ill­ugi Gunn­ars­son hef­ur sagt að „meg­in hluti“ vinnu hans fyr­ir Orku Energy hafi far­ið fram ár­ið 2011. Ill­ugi hef­ur sagt að hann hafi ekk­ert unn­ið fyr­ir Orku Energy eft­ir að hann sett­ist aft­ur á þing í októ­ber 2011. Ill­ugi hef­ur jafn­framt sagt að hann hafi ekki feng­ið frek­ari þókn­an­ir frá Orku Energy en 5,6 millj­óna launa­greiðsl­una sem ver­ið hef­ur til um­ræðu síð­ustu daga.
Spurningar sem Illugi hefur ekki svarað: Óútskýrðar greiðslur til fyrirtækis hans
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Spurn­ing­ar sem Ill­ugi hef­ur ekki svar­að: Óút­skýrð­ar greiðsl­ur til fyr­ir­tæk­is hans

Ráð­gjafa­fyr­ir­tæki Ill­uga Gunn­ars­son­ar var með 1.700 þús­und króna tekj­ur ár­ið 2011 og greiddi út laun fyr­ir tæp­lega 1300 þús­und. Ill­ugi hef­ur sagt að hann hafi bara feng­ið greitt per­sónu­lega frá Orku Energy, 5.6 millj­ón­ir króna. Inni í ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu er auk þess rekstr­ar­kostn­að­ur upp á tæpa millj­ón.
Vilja upplýsingar um alla hugsanlega fyrirgreiðslu Orku Energy til Illuga
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Vilja upp­lýs­ing­ar um alla hugs­an­lega fyr­ir­greiðslu Orku Energy til Ill­uga

Þing­kona Vinstri grænna, Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir, lagði fram fyr­ir­spurn á Al­þingi fyr­ir Ill­uga Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra. Til stóð að Bjarkey spyrði spurn­ing­anna í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma en ekki gafst tími til þess. Spurn­ing­ar Bjarkeyj­ar eru í sex lið­um. Ill­ugi sagð­ist á þingi í morg­un hafa greitt fyr­ir veiði­leyfi í Vatns­dalsá sumar­ið 2014.
Haukur fjármagnar íbúðarkaupin af Illuga persónulega
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Hauk­ur fjár­magn­ar íbúð­ar­kaup­in af Ill­uga per­sónu­lega

Ill­ugi Gunn­ars­son greiddi 2.7 millj­ón­ir í leigu í fyrra sem er mark­aðs­verð. Árs­reikn­ing­ur OG Capital stað­fest­ir leigu­greiðsl­urn­ar og fjár­mögn­un fé­lags­ins. Tengsl Ill­uga og Orku Energy hafa ver­ið í kast­ljósi fjöl­miðla liðna mán­uði. Tæp­lega 50 millj­óna króna skuld OG Capital við Hauk Harð­ar­son.

Mest lesið undanfarið ár