Flokkur

Umhverfið

Greinar

Bílaþjóðin
Úttekt

Bíla­þjóð­in

Ís­lend­ing­ar eyddu rúm­lega 440 millj­ón­um á hverj­um degi á síð­asta ári í einka­bíl­inn, og þá eru eldsneytis­kaup ekki tal­in með. Gam­alt borg­ar­skipu­lag neyð­ir okk­ur til að eiga bíl, jafn­vel tvo, ólíkt íbú­um á Norð­ur­lönd­un­um, en sam­kvæmt neyslu­við­miði stjórn­valda er gert ráð fyr­ir að fjög­urra manna fjöl­skylda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eyði 1,44 millj­ón­um á ári í einka­bíl­inn.
Ákvörðun Trump mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir allt mannkyn
ErlentLoftslagsbreytingar

Ákvörð­un Trump mun hafa skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir allt mann­kyn

Þóra Ell­en Þór­halls­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands, seg­ir ákvörð­un Don­alds Trump um að draga Banda­rík­in úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu koma á af­ar vond­um tíma, nú þeg­ar þjóð­ar­leið­tog­ar heims hafi loks­ins ver­ið farn­ir að axla ábyrgð á lofts­lags­mál­um. Lík­lega muni ákvörð­un­in leiða til þess að sam­drátt­ur á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda verði minni en þjóð­ir heims höfðu lof­að, enda er um þriðj­ung­ur af los­un jarð­ar frá Banda­ríkj­un­um.
Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur
Úttekt

Græða á því að rukka fólk ólög­lega fyr­ir að sjá nátt­úruperl­ur

Þrír land­eig­end­ur svæða á nátt­úru­m­inja­skrá rukka fyr­ir að­gang án heim­ild­ar rík­is­ins eða Um­hverf­is­stofn­un­ar, sem er á skjön við nátt­úru­vernd­ar­lög. Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að hefja svo­kall­aða „skyn­sam­lega gjald­töku“ á ferða­mönn­um og bú­ist er við frum­varpi frá um­hverf­is­ráð­herra fyr­ir haust­þing í þeim til­gangi, en þang­að til er lög­mæti gjald­töku óviss.
Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu
ÚttektFerðaþjónusta

Frið­lýst nátt­úra óvar­in fyr­ir nið­ur­níðslu

Um 70 til 80 frið­lýst nátt­úru­svæði eru óvar­in af land­vörð­um vegna áherslu yf­ir­valda. Land­vörð­um hef­ur ekki fjölg­að nánd­ar nærri jafn­mik­ið og er­lend­um ferða­mönn­um og segja sér­fræð­ing­ar hjá Um­hverf­is­stofn­un að frið­lýst svæði liggi und­ir skemmd­um vegna ágangs. Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að land­vörð­um verði fjölg­að.
Íslendingar eru hinir verstu umhverfissóðar
ÚttektLoftslagsbreytingar

Ís­lend­ing­ar eru hinir verstu um­hverf­is­sóð­ar

Ís­lensk stjórn­völd hafa aldrei sett lofts­lags­mál­in í for­gang þrátt fyr­ir al­þjóð­legt ákall um að bregð­ast hratt við hlýn­un jarð­ar. Metn­að­ar­full­um að­gerðaráætl­un­um hef­ur ekki fylgt fjár­magn, upp­bygg­ing í stór­iðju held­ur áfram og að öllu óbreyttu mun­um við ekki standa við al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar. Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda á hvern íbúa á Ís­landi er þre­falt með­al­tal íbúa á heimsvísu og nær tvö­falt meiri en á hvern íbúa í Evr­ópu.

Mest lesið undanfarið ár