Aðili

Þorsteinn Már Baldvinsson

Greinar

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti
FréttirSamherjaskjölin

Fé­lög Sam­herja greiddu 680 millj­ón­ir króna í mút­ur eft­ir að Jó­hann­es hætti

Sam­herji hef­ur síð­ast­lið­inn mán­uð ít­rek­að hald­ið því fram að Jó­hann­es Stef­áns­son hafi einn bor­ið ábyrgð á mútu­greiðsl­um fé­lags­ins í Namib­íu. Óút­skýrt er hvernig Jó­hann­es á að hafa getað tek­ið þess­ar ákvarð­an­ir einn og geng­ið frá mút­un­um út úr fé­lög­um Sam­herja, bæði með­an hann starf­aði þar og eins eft­ir að hann hætti, sem mill­i­stjórn­andi í Sam­herja­sam­stæð­unni.
Þorsteinn Már ætlaði að kaupa ríkisflugfélag Grænhöfðaeyja með Björgólfi
ErlentSamherjaskjölin

Þor­steinn Már ætl­aði að kaupa rík­is­flug­fé­lag Græn­höfða­eyja með Björgólfi

Ís­lenska út­gerð­in Gjög­ur er stór fjár­fest­ir í rík­is­flug­fé­lagi Græn­höfða­eyja. Flug­fé­lag­ið var nær gjald­þrota þeg­ar við­skipt­in áttu sér stað. Gjöf­ul en vannýtt fiski­mið eru fyr­ir ut­an Græn­höfða­eyj­ar og vilja yf­ir­völd í land­inu fá er­lenda fjár­festa til að hefja út­gerð.
Gripið til varna fyrir Samherja
ÚttektSamherjaskjölin

Grip­ið til varna fyr­ir Sam­herja

Stjórn­end­ur Sam­herja og vil­holl­ir stjórn­mála­menn og álits­gjaf­ar hafa gagn­rýnt við­brögð al­menn­ings og stjórn­mála­manna við frétt­um af mútu­greiðsl­um. Til­raun­ir hafa ver­ið gerð­ar til að skor­ast und­an ábyrgð eða nota börn starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem hlífiskildi. „Þyk­ir mér reið­in hafa náð tök­um,“ skrif­aði bæj­ar­stjóri.
Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
ErlentSamherjaskjölin

Bú­ið að slíta skatta­skjóls­fé­lag­inu sem greiddi laun sjó­manna Sam­herja í Namib­íu

Fé­lag­inu Cape Cod FS í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­um var slit­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Rúm­lega 9 millj­arð­ar króna frá Sam­herja fóru um banka­reikn­inga fé­lags­ins frá 2011 til 2018. Norski rík­is­bank­inn DNB lok­aði þá banka­reikn­ing­um fé­lags­ins þar sem ekki var vit­að hver ætti það en slíkt stríð­ir gegn regl­um um varn­ir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.

Mest lesið undanfarið ár