Nýtt efni

„Grátbroslegt“ að málvitund þingmanna felldu Hvammsvirkjun
Mistök í orðalagi í lögum vatnamál árið 2011 leiddu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Má líklega rekja til málvitundar þingmanna á þeim tíma.

Ekki Hæstaréttar að leiðrétta mistök Alþingis: Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi af Hæstarétti Íslands í morgun. Framkvæmdaleyfið er þó enn í gildi. Í dóminum kemur fram að mistök við lagasetningu hafi leitt til þessara stöðu, en það væri ekki dómsins að leiðrétta mistök Alþingis.


Valur Gunnarsson
Opinberar aftökur á torginu
Margt hefur breyst frá því höfundur bjó í Sádi-Arabíu á unglingsárunum. Eftir að krónprinsinn Mohammed bin Salman tók við völdum voru margvíslegar umbætur gerðar, en utanríkismálin hafa reynst erfið viðureignar. Og nú hafa Ísraelar tekið lokið af púðurtunnu Mið-Austurlanda með stríðsrekstri sínum.

Vestmannaeyjar bjóða út fjarskiptainniviði
Vestmannaeyjar hafa eytt hátt í milljarð króna til þess að leggja ljósleiðara inn á heimili þar í bæ. Nú stefnir bæjarstjórn á að selja innviðina.


Svandís Svavarsdóttir
Berskjöldun er svarið
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lært það að það er allt í lagi að vera ekki fullkomin og að berskjöldun feli ekki í sér hættu, heldur snúist um tengingu.


Björn Leví Gunnarsson
Fangaklemma á Alþingi
Fyrrverandi þingmaður Pírata skrifar um málþóf á Alþingi sem stefnir í Íslandsmet.

Vilja vísa strandveiðifrumvarpi frá
Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks vilja stöðva áform ríkisstjórnarinnar um að tryggja 48 veiðidaga til strandveiða í ár. Á meðan heldur málþóf um veiðigjöld áfram á Alþingi og Íslandsmet í ræðuhöldum við það að falla.

Þingmenn vilja leiðbeiningar svo þeir fái ekki málþófsmóral
Hart var tekist á um samfélagsmiðlafærslu atvinnuvegaráðherra sem sakaði minnihlutann um málþóf. Tveir þingmenn óskuðu eftir leiðbeiningum svo þeir fengu ekki málþófsmóral.

Fleiri börnum skutlað í skólann
Færri börn í höfuðborginni löbbuðu í skólann í fyrra en árið áður og fleiri fóru í einkabíl. Foreldri segir það mikilvægt í uppeldi dóttur sinnar að hún hreyfi sig og læri að upplifa umhverfi sitt fótgangandi.

Óþarft að virkja allt í nýtingarflokki
Davíð Arnar Stefánsson, félagi í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands og oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, segir að sum líti svo á að virkja þurfi allt í nýtingarflokki rammaáætlunar. Framkvæmdir vegna rannsóknarborholna HS Orku í Krýsuvík hafa verið gagnrýndar vegna nálægðar við náttúruperlur.

Laun stjórnenda Morgunblaðsins jukust um nær fjórðung
Árvakur, móðurfélag Morgunblaðsins, tapaði 277 milljónum króna í fyrra. Félagið er að mestu í eigu helstu útgerðarmanna Íslands. Systurfélagið sem rekur einu dagblaðaprentsmiðju landsins skilaði líka tapi.

Formaður BÍ segir sýknudóm grafa undan fjölmiðlafrelsi
Sigríður Dögg Auðunsdóttir fordæmir sýknudóm Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni. „Er niðurstaða dómsins efnislega sú að heimilt hafi verið að veitast opinberlega að blaðamönnum vegna fréttaskrifa þeirra með ósönnuðum staðhæfingum um alvarlega refsiverða háttsemi af þeirra hálfu.“

Vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingarflokk
Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra vill færa eitt vindorkuver af 10 úr biðflokki í nýtingarflokk vegna jákvæðra umsagna frá faghópum. „Við tökum eitt skref í einu í vindorkunni,“ segir ráðherra.


Tryggvi Felixson
Atlaga að Þjórsárverum eða afleikur í boði ríkisstjórnarflokkanna?
Umhverfisráðherra vill taka Kjalölduveitu úr verndarflokki og setja í biðflokk. Ef það gengur eftir hefur ný ríkisstjórn glatað tækifæri til að sýna að hún tekur náttúrvernd alvarlega.

Innflytjendur á Íslandi
Ísland hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarna áratugi. Eftir að hafa löngum verið eitt einsleitasta samfélag í heimi er nú svo komið að nær fimmti hver landsmaður er af erlendu bergi brotinn. Innflytjendur hafa auðgað íslenskt samfélag á margvíslegan hátt og mikilvægt er að búa þannig um hnútana að allir sem hingað flytja geti verið virkir þátttakendur á öllum sviðum mannlífsins. Til að fræðast nánar um innflytjenda hérlendis er í þessum þætti rætt við Dr. Löru Wilhelmine Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hún tekur þátt í verkefninu “Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi.” Hún starfar einnig sem stundakennari við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Sjálf er Lara þýsk en rannsóknir hennar hverfast um fólksflutninga, dreifbýli, tungumál og listir en hún varði doktorsritgerð sína í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri árið 2022. Titill doktorsritgerðarinnar er „Aðlögun innflytjenda á Íslandi: Huglægar vísbendingar um aðlögun innflytjenda á Íslandi byggðar á tungumáli, fjölmiðlanotkun og skapandi iðkun.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var komið inn á upplifun innflytjenda af inngildingu, hlutverk tungumálsins, stærð málsamfélaga, samanburð á Íslandi og Færeyjum og börn flóttafólks.