Svæði

Suðurland

Greinar

Fatlaður maður sækist eftir réttlæti eftir vistun í fangelsi
Fréttir

Fatl­að­ur mað­ur sæk­ist eft­ir rétt­læti eft­ir vist­un í fang­elsi

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son, lög­blind­ur mað­ur, var vist­að­ur í lok ní­unda ára­tug­ar­ins í opnu kvennafang­elsi á Suð­ur­landi þar sem hann upp­lifði nið­ur­læg­ingu og harð­ræði og leið eins og hann væri fangi. Hann hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna vist­un­ar full­orð­ins fatl­aðs fólks á vistheim­il­um.
Fatlaður maður var vistaður í kvennafangelsi
Rannsókn

Fatl­að­ur mað­ur var vist­að­ur í kvennafang­elsi

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son var, í lok ní­unda ára­tugs­ins, vist­að­ur í opnu kvennafang­elsi á Suð­ur­landi þar sem fang­ar sem höfðu með­al ann­ars fram­ið mann­dráp afplán­uðu dóma sína. Þar upp­lifði hann nið­ur­læg­ingu og harð­ræði, og leið eins og hann væri fangi. Ólafi leið svo illa að hann strauk úr fang­els­inu og gekk til Reykja­vík­ur, en hann er lög­blind­ur. Hann kall­ar eft­ir rann­sókn Al­þing­is á vistheim­il­um sem voru starf­rækt á þess­um tíma.
Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur
Úttekt

Græða á því að rukka fólk ólög­lega fyr­ir að sjá nátt­úruperl­ur

Þrír land­eig­end­ur svæða á nátt­úru­m­inja­skrá rukka fyr­ir að­gang án heim­ild­ar rík­is­ins eða Um­hverf­is­stofn­un­ar, sem er á skjön við nátt­úru­vernd­ar­lög. Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að hefja svo­kall­aða „skyn­sam­lega gjald­töku“ á ferða­mönn­um og bú­ist er við frum­varpi frá um­hverf­is­ráð­herra fyr­ir haust­þing í þeim til­gangi, en þang­að til er lög­mæti gjald­töku óviss.
Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu
ÚttektFerðaþjónusta

Frið­lýst nátt­úra óvar­in fyr­ir nið­ur­níðslu

Um 70 til 80 frið­lýst nátt­úru­svæði eru óvar­in af land­vörð­um vegna áherslu yf­ir­valda. Land­vörð­um hef­ur ekki fjölg­að nánd­ar nærri jafn­mik­ið og er­lend­um ferða­mönn­um og segja sér­fræð­ing­ar hjá Um­hverf­is­stofn­un að frið­lýst svæði liggi und­ir skemmd­um vegna ágangs. Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að land­vörð­um verði fjölg­að.
Sjálfboðaliði segir Sólheimum stjórnað eins og konungsríki
FréttirÁstandið á Sólheimum

Sjálf­boða­liði seg­ir Sól­heim­um stjórn­að eins og kon­ungs­ríki

Rúm­en­inn Stef­an Geor­ge Kudor, sem starf­aði sem sjálf­boða­liði á Sól­heim­um ár­ið 2014, tek­ur und­ir frá­sagn­ir sjálf­boða­liða sem störf­uðu á staðn­um ár­ið 2015, sem lúta að slæmri stjórn og skipu­lagn­ingu á starfi sjálf­boða­liða. Hann seg­ist hafa horft upp á Sól­heima missa fjölda hæfi­leika­ríks starfs­fólks af þess­um sök­um. „Hann kom fram við okk­ur eins og þræla,“ seg­ir hann um fram­kvæmda­stjóra Sól­heima.
Sjálfboðaliðar þögul verkfæri stjórnenda
FréttirÁstandið á Sólheimum

Sjálf­boða­lið­ar þög­ul verk­færi stjórn­enda

Mayl­is Gali­bert kom til starfa sem sjálf­boða­liði á Sól­heim­um í árs­byrj­un 2015, full vænt­inga. Hún varð hins veg­ar fyr­ir mikl­um von­brigð­um með reynsl­una. Þeg­ar henni varð ljóst að gagn­rýni ein­stak­linga leiddi ekki af sér úr­bæt­ur lagði hún spurn­inga­könn­un fyr­ir aðra sjálf­boða­liða. Hún leiddi í ljós að marg­ir þeirra höfðu svip­aða sögu von­brigða að segja.

Mest lesið undanfarið ár