Flokkur

Stjórnmál

Greinar

Engin nákvæm dagsetning komin á ráðherraskiptin – „Auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að“
Fréttir

Eng­in ná­kvæm dag­setn­ing kom­in á ráð­herra­skipt­in – „Auð­vit­að er ég óþreyju­full og vil kom­ast að“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra skip­aði í síð­ustu viku Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sem formann nýs starfs­hóps sem fal­ið er að skoða og leggja fram til­lög­ur að því hvaða leið­ir séu fær­ar til að hraða orku­skipt­um í flugi. Að sögn Guð­rún­ar mun hún víkja úr hópn­um þeg­ar hún tek­ur við embætti dóms­mála­ráð­herra á næstu vik­um.
Segir svigrúm til launahækkana takmarkað
Fréttir

Seg­ir svig­rúm til launa­hækk­ana tak­mark­að

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ir að ef hækka eigi laun þannig að all­ir verði sátt­ir þá þýði nú lít­ið að lýsa yf­ir ein­hverj­um áhyggj­um af verð­bólg­unni. All­ir op­in­ber­ir starfs­menn eigi rétt á því að fá kjara­bæt­ur í sam­ræmi við það svig­rúm sem sé til stað­ar. Þing­mað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann út í kjara­mál hjúkr­un­ar­fræð­inga á þingi í dag.
„Verðbólgan ætlar að verða þrálátari en spáð var“
Fréttir

„Verð­bólg­an ætl­ar að verða þrálát­ari en spáð var“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ástæð­ur þrálátr­ar verð­bólgu séu marg­þætt­ar. Þær séu með­al ann­ars vegna að­stæðna – fyrst í heims­far­aldri og svo þeg­ar stríð­ið í Úkraínu skall á. „Kost­ur­inn fyr­ir okk­ur hér á Ís­landi, mið­að við ann­ars stað­ar í Evr­ópu, er að það er margt sem vinn­ur með okk­ur. Þá vil ég sér­stak­lega nefna að hér er kröft­ug­ur vöxt­ur, það eru mik­il um­svif í hag­kerf­inu og skuldastað­an er ágæt í al­þjóð­legu sam­hengi.“
Birgir tók boðsferð til Írak framyfir alþjóðastarf Alþingis
Fréttir

Birg­ir tók boðs­ferð til Ír­ak framyf­ir al­þjóð­astarf Al­þing­is

Stríð Rússa gegn Úkraínu er meg­in­þema fund­ar ÖSE-þings­ins sem fer fram í vik­unni. Formað­ur Ís­lands­deild­ar ÖSE, Birg­ir Þór­ar­ins­son, mæt­ir ekki vegna þess að hann er í Ír­ak í boði þar­lendra stjórn­valda og kanadískra hjálp­ar­sam­taka. Birg­ir þáði per­sónu­legt boð sem hann fékk frá hjálp­ar­sam­tök­un­um og eft­ir að stjórn­völd í Ír­ak tóku einnig þátt í fjár­mögn­un ferð­ar­inn­ar ákvað Birg­ir að bjóða Jakobi Frí­manni Magnús­syni með sér.
Segir hug­mynda­fræði „ofsa­trú­ar­stýri­vaxta­manns­ins“ í Seðla­bank­an­um stór­furðu­lega
Fréttir

Seg­ir hug­mynda­fræði „ofsa­trú­ar­stýri­vaxta­manns­ins“ í Seðla­bank­an­um stór­furðu­lega

Þing­flokks­formað­ur Flokks fólks­ins, Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son, lá ekki á skoð­un­um sín­um í þingi í dag en hann sagði að hin blinda trú rík­is­stjórn­ar­inn­ar á hug­mynda­fræði „ofsa­trú­ar­stýri­vaxta­manns­ins“ í Seðla­bank­an­um væri stór­furðu­leg og al­ger­lega and­stæð heil­brigð­um og eðli­leg­um efa­semd­um – og því í eðli sínu stór­hættu­leg, hvort sem um væri að ræða trú­ar­brögð, stjórn­mála­stefnu eða hag­stjórn.
Umboðsmaður Alþingis sendi forsætisráðherra bréf vegna rafbyssumálsins
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is sendi for­sæt­is­ráð­herra bréf vegna raf­byssu­máls­ins

Um­boðs­mað­ur vill að for­sæt­is­ráð­herra taki af­stöðu til þess hvort ákvörð­un Jóns Gunn­ars­son­ar um að heim­ila lög­reglu al­mennt að bera og nota raf­byss­ur hafi fal­ið í sér „mik­il­væga stefnu­mörk­un eða áherslu­breyt­ingu“ og hafi þar af leið­andi átt að ræða á rík­is­stjórn­ar­fundi áð­ur en regl­un­um var hrint í fram­kvæmd.
Las um ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að nota rafbyssur í Morgunblaðinu
Fréttir

Las um ákvörð­un Jóns um að heim­ila lög­reglu að nota raf­byss­ur í Morg­un­blað­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir fór fram á það við Jón Gunn­ars­son að hann myndi gera grein fyr­ir ákvöðr­un sinni um að heim­ila lög­regl­unni að nota raf­byss­ur í rík­is­stjórn, eft­ir að hún las um ákvörð­un­ina í að­sendri grein sem hann skrif­aði. Það var gert tveim­ur vik­um síð­ar af öðr­um ráð­herra á fundi sem Jón mætti ekki á. Svandís Svavars­dótt­ir lét bóka and­stöðu sína við mál­ið.
Vextir aldrei verið hærri, greiðslubyrði hefur stökkbreyst og staða heimila versnar hratt
Greining

Vext­ir aldrei ver­ið hærri, greiðslu­byrði hef­ur stökk­breyst og staða heim­ila versn­ar hratt

All­ir helstu lán­veit­end­ur hafa hækk­að óver­tryggða vexti sína í kjöl­far nýj­ustu stýri­vaxt­ar­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Greiðslu­byrði slíkra lána hef­ur hækk­að um 42 pró­sent frá því í maí í fyrra. Á sama tíma hef­ur hlut­fall þeirra heim­ila sem ná ekki end­um sam­an far­ið úr tíu í 18 pró­sent.

Mest lesið undanfarið ár