Flokkur

Samfélag

Greinar

Gott að geta rætt um dauðann
Viðtal

Gott að geta rætt um dauð­ann

Séra Bragi Skúla­son, sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um, veit­ir þjón­ustu þeim sem grein­ast með lífs­hættu­lega sjúk­dóma og hef­ur ver­ið við­stadd­ur mörg and­lát­in. Hann seg­ir að dauð­vona fólk tak­ist á við erf­iða, til­finn­inga­lega líð­an - fólk get­ur ver­ið ósátt, það get­ur fund­ið fyr­ir reiði og ótta og ver­ið að tak­ast á við ákveð­in upp­gjör. „Því finnst eins og líf­ið sé að hlaupa frá því og að það hafi ekki náð að gera það sem það ætl­aði sér í líf­inu. Allt þetta kem­ur inn á borð hjá mér. Það sama er að segja um trú­ar­leg spurs­mál - hvernig er dauð­inn, hvert við­kom­andi fer þeg­ar hann deyr og sum­ir velta fyr­ir sér hvort von sé um að ann­að líf taki við þeg­ar þeir kveðja.“
„Ég er hvort sem er að deyja“
Viðtal

„Ég er hvort sem er að deyja“

Ey­steinn Skarp­héð­ins­son er með 4. stigs krabba­mein í vélinda og eru reyk­ing­ar og óhóf­leg áfeng­isneysla helstu áhættu­þætt­ir. Með­al­ald­ur þeirra sem grein­ast er um 72 ár. Ey­steinn er 41 árs, hef­ur reykt frá 14 ára aldri og hef­ur ver­ið alkó­hólisti í 24 ár auk þess að vera í neyslu annarra vímu­efna. „Það er þannig með alkó­hól­isma; það er al­veg sama hvert mað­ur fer - hann kem­ur alltaf með. Hann eyði­legg­ur, eyði­legg­ur og eyði­legg­ur,“ seg­ir hann.
Maðurinn sem hætti við að sprengja sig
Erlent

Mað­ur­inn sem hætti við að sprengja sig

Hann djamm­aði, not­aði dóp, átti kær­ustu en líka æv­in­týri á homma­bör­um. Salah var langt frá því að vera strang­trú­að­ur múslimi. Ný­ver­ið láku upp­tök­ur af fyrstu yf­ir­heyrslu yf­ir hon­um eft­ir hand­töku út, en þær hafa leitt til mik­ill­ar gagn­rýni á belg­ísk stjórn­völd. Frönsk dag­blöð birtu slitr­ótta og þversagna­kennda frá­sögn hryðju­verka­manns­ins, sem stang­ast á við veru­leik­ann en gef­ur okk­ur smá inn­sýn í hug­ar­heim manns sem ekki veit hvort hann vill lifa eða deyja.
Dagfarsprúður drullusokkur leitar að fegurðinni
Fréttir

Dag­far­sprúð­ur drullu­sokk­ur leit­ar að feg­urð­inni

Bjart­mar Guð­laugs­son þekk­ir öll þjóð­in. Lög hans og text­ar hafa stimpl­að sig ræki­lega inn í vit­und henn­ar og þeg­ar val­ið var Óska­lag þjóð­ar­inn­ar í sjón­varps­þátt­um hjá RÚV sigr­aði lag hans Þannig týn­ist tím­inn með yf­ir­burð­um. Bjart­mar er líka þekkt­ur list­mál­ari og nú hef­ur þriðja list­grein­in bæst í safn­ið því í haust kem­ur út hans fyrsta skáld­saga um leið og nýr geisladisk­ur lít­ur dags­ins ljós. Hann seg­ist loks vera hætt­ur að fela til­finn­ing­ar sín­ar og neit­ar að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn. Líf hans hef­ur ekki alltaf ver­ið dans á rós­um en hann seg­ist sátt­ur í dag.
Fór í meðferð og féll fyrir ofbeldismanni
Viðtal

Fór í með­ferð og féll fyr­ir of­beld­is­manni

Thelma Berg­lind Guðna­dótt­ir var í afeitrun með dæmd­um nauðg­ara sem áreitti hana á göng­un­um. Hún féll fyr­ir mann­in­um sem kom henni til bjarg­ar þeg­ar kvart­an­ir breyttu engu. Hann átti síð­an eft­ir að beita hana of­beldi í dags­leyf­inu. Hún gagn­rýn­ir að­gerð­ar­leysi starfs­manna og bend­ir á mik­il­vægi þess að fólki sé skipt bet­ur upp í afeitrun.

Mest lesið undanfarið ár