Rannsókn sýnir hvernig atvinnuleysi fylgist að með fjölbreyttum skorti í lífi fólks. Atvinnulausir eru ólíklegri til að hafa tekið sér gott sumarfrí árin á undan, þeir eru líklegri til depurðar og helmingur atvinnulausra eiga erfitt með að ná endum saman. Vísbendingar eru um að þeir sem voru í veikustu stöðunni verði frekar atvinnulausir í Covid-kreppunni.
RannsóknHeimavígi Samherja
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
Hvaða áhrif hefur það á 20 þúsund manna samfélag á Íslandi þegar stærsta fyrirtækið í bænum, útgerð sem veitir rúmlega 500 manns vinnu og styrkir góð málefni um allt að 100 milljónir á ári, er miðpunktur í alþjóðlegri spillingar- og sakamálarannsókn sem teygir sig víða um heim? Stundin spurði íbúa Akureyrar að þessari spurningu og kannaði viðhorf íbúa í Eyjafirði og á Íslandi öllu til Samherjamálsins í Namibíu. Rúmt ár er liðið frá því málið kom upp og nú liggja fyrir ákærur í Namibíu gegn meðal annars Samherjamönnum og embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri eru með málið til meðferðar á Íslandi.
FréttirSamherjaskjölin
Áhrif Samherjamálsins í Namibíu: 92 prósent Íslendinga telja Samherja hafa greitt mútur
Marktækur munur er á afstöðu fólks til útgerðarfélagsins Samherja eftir því hvort það býr í Eyjafirði eða annars staðar á landinu. Í Eyjafirði starfa rúmlega 500 manns hjá Samherja sem er stærsti einkarekni atvinnurekandinn í byggðarlaginu. Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar á stöðu Samherja á Akureyri og á Dalvík.
Aðsent
Elín Kona Eddudóttir
Reglan „að vera skrítin“
Grunnskólakennarinn Elín Kona Eddudóttir skrifar um það sem gerðist þegar nemendur fengu að semja sér sínar eigin bekkjarreglur.
Viðtal
Vann í Jeopardy! og flutti til Íslands
Bandaríkjamaðurinn Ryan Fenster þakkar sigurgöngu sinni í spurningaþættinum Jeopardy! að hann hafi getað látið draum sinn um að læra miðaldasögu við Háskóla Íslands rætast. Á sama tíma glímdi hann við veikindi, en vonast nú til að vera áfram hérlendis að rannsaka víkingatímann næstu árin.
MyndirCovid-19
Fólkið á bak við grímuna
Í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg vinnur náinn hópur fólks. Gestir hússins, sem þurfa að dvelja þar í einangrun vegna COVID-19 smits, segja þau jákvæð, umhyggjusöm og skemmtileg. Staðan í húsinu er oft alvarleg en starfsfólkið reynir eftir bestu getu að hafa gaman í vinnunni.
Viðtal
Áskorun að halda brúðkaup í COVID
Árið 2019 ákváðu Aldís og Njörður að ganga í hjónaband. Þau völdu sér dagsetninguna 10.10.20 og höfðu því nægan tíma til að skipuleggja. Það sem þau vissu ekki þá var að ári síðar myndi heimsfaraldur geisa og skipulagið myndi breytast á nánast hverjum degi.
Fréttir
Ellefu ára drengur brosir hringinn eftir að hafa fengið stuðning frá fjölda fólks vegna eineltisins
Björgvin Páll Gústavsson, Aron Einar Gunnarsson, Ingó veðurguð, Ævar vísindamaður, Jón Daði Böðvarsson, Aron Pálmarsson og Lilja Alfreðsdóttir höfðu öll samband til að stappa stálinu í Óliver, ellefu ára dreng, eftir að móðir hans sagði frá alvarlegu einelti í hans garð.
Fréttir
Kynna samfélagsábyrgð með mynd af Júlíusi Geirmundssyni
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi nota myndefni af togara sem útgerðin neitaði að kalla í land þrátt fyrir víðtækt COVID-19 smit hjá áhöfninni sem kynningarefni um ábyrga samfélagsstefnu sína. Hraðfrystihúsið Gunnvör sem gerir togarann út er eitt fyrirtækjanna sem skrifað hefur undir sáttmálann.
Pistill
Illugi Jökulsson
Þegar ég ákvað að skrifa pistil um lögguna
Illugi Jökulsson varð vitni að atburði sem mótaði skoðun hans á lögreglunni.
Fréttir
„Ég heyri barnið mitt segja: „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja““
Móðir 11 ára drengs í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir einelti sem fær drenginn hennar til að vilja deyja.
FréttirStjórnarskrármálið
„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
Þorsteinn Pálmarsson, eigandi Allt-af ehf, fyrirtækisins sem fjarlægði vegglistaverkið „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ segist oft upplifa sig á milli steins og sleggju í deilumálum milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verkin verði fjarlægð. Hann vann við að hreinsa til eftir mótmæli í Búsáhaldabyltingunni.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
6
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.