Fréttamál

Pressa

Greinar

Gagnrýni á Samkeppniseftirlitið hafi breyst með eignarhaldi fjölmiðla
FréttirPressa

Gagn­rýni á Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hafi breyst með eign­ar­haldi fjöl­miðla

For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir að breytt eign­ar­hald fjöl­miðla hafi haft áhrif á gagn­rýni í garð eft­ir­lits­ins. Hann seg­ir að stærstu og öfl­ug­ustu fyr­ir­tæk­in séu gagn­rýn­ust á SKE. Það séu þau sem hafi sterk­ustu rödd­ina, eigi stund­um fjöl­miðla og hafi best­an að­gang að stjórn­mála­mönn­um.
„Fólk sem hefur ekkert að fela vill hafa svona hluti uppi á borðum“
FréttirPressa

„Fólk sem hef­ur ekk­ert að fela vill hafa svona hluti uppi á borð­um“

Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, seg­ir að stofn­un­in hafi ekki fjár­hags­legt bol­magn til þess að hafa yf­ir­sýn yf­ir stjórn­un­ar- og eign­artengsl sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Ís­landi. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hóf ný­ver­ið rann­sókn á tengsl­um Sam­herja og Sílda­vinnsl­un­ar, en SKE hef­ur rann­sak­að tengsl þeirra í rúm­lega tíu ár.
Útlendingamál eina sem kemst fyrir í umræðunni: „Þetta er umræða sem sogar allt súrefni til sín“
FréttirPressa

Út­lend­inga­mál eina sem kemst fyr­ir í um­ræð­unni: „Þetta er um­ræða sem sog­ar allt súr­efni til sín“

„Þetta er bara elsta smjörklípa ver­ald­ar, að taka jað­ar­sett­ann minni­hluta hóp og skrímslavæða hann í sam­fé­lag­inu,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata. Um­ræðu­efni Pressu var út­lend­inga­mál og það væri ekki út­lend­ing­un­um að kenna að inn­við­ir séu sprungn­ir.
Magnús beið eftir langvarandi meðferð þegar hann dó
FréttirPressa

Magnús beið eft­ir langvar­andi með­ferð þeg­ar hann dó

Móð­ir 19 ára drengs og syst­ir konu sem lét­ust í fyrra af völd­um lyfja­eitr­ana segja að hugs­an­lega hefði ver­ið hægt að bjarga þeim ef hér hefði ver­ið starf­rækt bráða­þjón­usta fyr­ir fíkni­sjúk­linga. Þau hafi bæði ver­ið að bíða eft­ir að fá lækn­is­hjálp þeg­ar þau dóu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir alltof mörg dæmi um það á Ís­landi að fólk deyi með­an það bíði eft­ir að fá hjálp.
Bróðir Lúðvíks skilur ekki hvers vegna rannsóknarnefnd almannavarna var lögð niður
FréttirPressa

Bróð­ir Lúð­víks skil­ur ekki hvers vegna rann­sókn­ar­nefnd al­manna­varna var lögð nið­ur

Elías Pét­urs­son, bróð­ir Lúð­víks Pét­urs­son­ar sem féll of­an í sprungu í Grinda­vík fyr­ir fimm vik­um síð­an, seg­ir í sam­tali við Heim­ild­ina að hann skilji ekki hvers vegna rann­sókn­ar­nefnd al­manna­varna var lögð nið­ur. Hefði sú nefnd ver­ið til stað­ar hefði fjöl­skylda Lúð­víks mögu­lega getað feng­ið skýr­ari svör við mörg­um spurn­ing­um sem enn hef­ur ekki ver­ið svar­að.
Varaþingmaður VG segir að mál dvalarleyfishafanna strandi á Bjarna
FréttirPressa

Vara­þing­mað­ur VG seg­ir að mál dval­ar­leyf­is­haf­anna strandi á Bjarna

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, sitj­andi vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir þing­flokk sinn sam­stíga í að vilja sækja dval­ar­leyf­is­haf­ana sem fast­ir eru á Gaza. Það sé þó ekki hlut­verk for­sæt­is­ráð­herra að stíga inn á valdsvið annarra ráð­herra. Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir að mál­ið snú­ist um sið­ferð­is­lega skyldu – ekki bara laga­lega ábyrgð.
„Fólk sem að þarf ekki á þessari vernd að halda heldur er að leita að betri lífsgæðum“
FréttirPressa

„Fólk sem að þarf ekki á þess­ari vernd að halda held­ur er að leita að betri lífs­gæð­um“

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, seg­ir mark­mið­ið vera að fækka um­sókn­um um vernd á Ís­landi. Guð­rún var við­mæl­andi Helga Selj­an í tí­unda þætti af Pressu. Um­fjöll­un­ar­efn­ið var út­lend­inga­mál og af­leið­ing­ar jarð­hrær­ing­anna í Grinda­vík. Hún seg­ir mála­flokk­inn vera stór­an og knýj­andi.
„Það er ágætis taktík bara að láta þá klóra augun úr hvoru öðru“
FréttirPressa

„Það er ágæt­is taktík bara að láta þá klóra aug­un úr hvoru öðru“

Í tí­unda þætti Pressu mættu al­manna­tengl­arn­ir Björg­vin Guð­munds­son og Andrés Jóns­son til þess að ræða þá sér­kenni­legu stöðu sem nú er uppi í stjórn­mál­um. Rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið virð­ist vera stirt og óljóst hvort að stjórn­inni tak­ist að koma sér sam­an um mörg að­kallandi póli­tísk stefnu­mál það sem eft­ir er kjör­tíma­bils. Á sama tíma hef­ur stjórn­ar­and­stað­an bætt við sig miklu fylgi í könn­un­um án þess þó að þurfa blanda sér mik­ið í erf­iða um­ræðu.

Mest lesið undanfarið ár