Fréttamál

Plastbarkamálið

Greinar

Rannsóknarnefndin: Hugsanlega brotið gegn mannréttindum plastbarkaþeganna
FréttirPlastbarkamálið

Rann­sókn­ar­nefnd­in: Hugs­an­lega brot­ið gegn mann­rétt­ind­um plast­barka­þeg­anna

Rann­sókn­ar­nefnd­in um plast­barka­mál­ið kynn­ir skýrslu sína. Vilja að ekkja And­emariams Beyene fái skaða­bæt­ur út af með­ferð­inni á eig­in­manni henn­ar. Tóm­as Guð­bjarts­son gagn­rýnd­ur harð­lega fyr­ir að­komu sína að hluta plast­barka­máls­ins en hreins­að­ur af að­komu sinni að öðr­um þátt­um.
Paolo Macchiarini ekki ákærður í plastbarkamálinu
FréttirPlastbarkamálið

Paolo Macchi­ar­ini ekki ákærð­ur í plast­barka­mál­inu

Ít­alski skurð­lækn­ir­inn Paolo Macchi­ar­ini verð­ur ekki ákærð­ur fyr­ir mann­dráp af gá­leysi vegna plast­barka­að­gerð­anna á þrem­ur ein­stak­ling­um sem hann gerði í Sví­þjóð á ár­un­um 2011 til 2013. Fyrsti plast­barka­þeg­inn, And­emariam Beyene, var sjúk­ling­ur á Land­spít­al­an­um og sendi sjúkra­hús­ið hann á Karol­inska-sjúkra­hús­ið í Stokk­hólmi þar sem hann gekkst und­ir að­gerð­ina. Rann­sókn stend­ur nú yf­ir á plast­barka­mál­inu á Ís­landi.
Macchiarini yfirheyrður og neitar sök: Landspítalinn sendi gögn
FréttirPlastbarkamálið

Macchi­ar­ini yf­ir­heyrð­ur og neit­ar sök: Land­spít­al­inn sendi gögn

Ít­alski skurð­lækn­ir­inn Pau­lo Macchi­ar­ini neit­ar ásök­un­um um mann­dráp af gá­leysi í plast­barka­að­gerð­un­um. And­emariam Beyene var send­ur til Karol­inska-sjúkra­húss­ins af ís­lenska lækn­in­um Tóm­asi Guð­bjarts­syni í maí 2011 þar sem ákveð­ið var að græða í hann plast­barka. Eng­inn starfs­mað­ur Land­spít­ala hef­ur ver­ið tek­inn í skýrslu hjá ákæru­vald­inu. Tóm­as var svo með­höf­und­ur um að vís­inda­grein um að­gerð­ina á And­emariam þar tal­að var um að hún hefði heppn­ast vel.
Sjúkratryggingar neituðu að borga fyrir tilraunameðferðina en ekki Karolinska
FréttirPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar neit­uðu að borga fyr­ir til­rauna­með­ferð­ina en ekki Karol­inska

Karol­inska-sjúkra­hús­ið af­hend­ir samn­ing­inn sem Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands gerðu við spít­al­ann um fyrstu plast­barka­að­gerð­ina. Kostn­að­ur Sjúkra­trygg­inga vegna fyrstu plast­barka­að­gerð­ar­inn­ar á And­emariam Beyene gat mest orð­ið rúm­ar 22 millj­ón­ir króna. Tóm­as Guð­bjarts­son skurð­lækn­ir bar ábyrgð á eft­ir­með­ferð And­emariams sam­kvæmt samn­ingn­um.
Afhjúpandi tölvupóstar í plastbarkamálinu: „Ég held að það styðji upphaflegt mat okkar“
FréttirPlastbarkamálið

Af­hjúp­andi tölvu­póst­ar í plast­barka­mál­inu: „Ég held að það styðji upp­haf­legt mat okk­ar“

Tölvu­póst­ar í Macchi­ar­ini-mál­inu, sem aldrei áð­ur hafa ver­ið birt­ir op­in­ber­lega, sýna hvernig regl­ur voru brotn­ar í mál­inu. Pau­lo Macchi­ar­ini og yf­ir­lækn­ir á Karol­inska-sjúkra­hús­inu, Rich­ard Kuy­lenstierna, tóku ákvörð­un um að gera plast­barka­að­gerð­ina á And­emariam Beyene í sam­ein­ingu og reyndu svo að fá sænsku vís­inda­siðanefnd­ina og sænska eft­ir­litlits­stofn­un til að stað­festa að­gerð­ina. Sam­þykk­ið var aldrei veitt en Kuy­lenstierna gaf sér að svo hefði ver­ið.
Sænska rannsóknarnefndin rannsakar plastbarkamálið á Íslandi í næsta mánuði
FréttirPlastbarkamálið

Sænska rann­sókn­ar­nefnd­in rann­sak­ar plast­barka­mál­ið á Ís­landi í næsta mán­uði

Sænsk rann­sókn­ar­nefnd kem­ur til Ís­lands í næsta mán­uði. Kj­ell Asp­lund sem leið­ir rann­sókn­ina á plast­barka­mál­inu seg­ir að rætt verði við þá að­ila sem komu að með­ferð And­emariams Beyene. Rann­sókn­ir sænskra að­ila á plast­barka­mál­inu teygja sig til Ís­lands með bein­um hætti en plast­bark­að­gerð­ir Pau­lo Macchi­ar­in­is geta leitt af sér ákær­ur í Sví­þjóð, með­al ann­ars fyr­ir mann­dráp.
Birgir segir að hann hefði átt að kæra Macchiarini
FréttirPlastbarkamálið

Birg­ir seg­ir að hann hefði átt að kæra Macchi­ar­ini

Birg­ir Jak­obs­son, land­lækn­ir og fyrr­ver­andi for­stjóri Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi, skrif­aði und­ir ráðn­ingu Pau­lo Macchi­ar­in­is til Karol­inska-sjúkra­húss­ins ár­ið 2010. Hann neit­aði hins veg­ar að end­ur­ráða Macchi­ar­ini þar sem plast­barka­að­gerð­ir hans höfðu ekki virk­að vel og hann sinnti ekki sjúk­ling­um sín­um. Hann seg­ir stærsta lær­dóm­inn í mál­inu að há­skól­ar megi ekki ákveða klín­ísk­ar með­ferð­ir á sjúk­ling­um.
Læknadeild HÍ ákveður að óþarfi sé að rannsaka plastbarkamálið
FréttirPlastbarkamálið

Lækna­deild HÍ ákveð­ur að óþarfi sé að rann­saka plast­barka­mál­ið

Fund­aði um mál­ið í síð­ustu viku þar sem skipt­ar skoð­an­ir komu fram. Sum­ir af kenn­ur­um lækna­deild­ar vildu rann­saka plast­barka­mál­ið. Deild­ar­for­seti lækna­deild­ar, Magnús Karl Magnús­son flutti er­indi um stofn­frum­ur á mál­þingi um að­gerð­ina og studdi hann það mat að rann­sókn væri óþarf. Há­skóli Ís­lands, tveir ís­lensk­ir lækn­ar og Land­spít­al­inn tengj­ast mál­inu sem sæt­ir mörg­um rann­sókn­um í Sví­þjóð.
Aðgerðin á Andemariam ákveðin áður en hann var sendur til Stokkhólms
FréttirPlastbarkamálið

Að­gerð­in á And­emariam ákveð­in áð­ur en hann var send­ur til Stokk­hólms

Tölvu­póst­ur frá Rich­ard Kuy­lenstierna, lækni á Karol­inska-sjúkra­hús­inu, til Pau­lo Macchi­ar­in­is sýn­ir að byrj­að var að skipu­leggja að græða plast­barka í And­emariam Beyene áð­ur en hann var send­ur til Sví­þjóð­ar frá Ís­landi. Flug­miði And­emariams sýn­ir hins veg­ar að hann vissi ekk­ert um það þar sem hann ætl­aði bara að vera í Sví­þjóð í fjóra daga. Macchi­ar­ini-mál­ið er orð­ið að al­þjóð­legu hneykslis­máli sem teng­ist Ís­landi ná­ið í gegn­um And­emariam og lækni hans Tóm­as Guð­bjarts­son.

Mest lesið undanfarið ár