Svæði

Norðurland

Greinar

Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins
Fréttir

Vara við „veru­lega nei­kvæð­um“ um­hverf­isáhrif­um af Svar­tár­virkj­un við jað­ar há­lend­is­ins

„Mik­il nátt­úru­verð­mæti rask­ast veru­lega“, seg­ir í mati Skipu­lags­stofn­un­ar á fyr­ir­hug­aðri Svar­tár­virkj­un á mörk­um Bárð­ar­dals og há­lend­is­ins fyr­ir norð­an. Stofn­un­in var­ar við rösk­un á „ein­um líf­rík­ustu og vatns­mestu lindám lands­ins“ og sér­stæðu lands­lagi með upp­lif­un­ar­gildi. Sam­kvæmt lög­um hefði ekki þurft að gera um­hverf­is­mat. Stofn­un­in seg­ir mats­skýrslu fram­kvæmda­að­il­anna skorta trú­verð­ug­leika.
„Hann heilaþvoði mig algjörlega“
FréttirMeðhöndlari kærður

„Hann heila­þvoði mig al­gjör­lega“

Frænka Jó­hann­es­ar Tryggva Svein­björns­son­ar kærði hann ár­ið 2018 fyr­ir ít­rek­uð kyn­ferðs­brot gegn sér, frá 15 ára aldri og þar til hún var orð­in 19 ára. Í skýrslu­tök­um lýs­ir hún því hvernig Jó­hann­es hafi brot­ið margoft á henni í fé­lagi við fjölda annarra karl­manna og hvernig hann hafi átt frum­kvæði að þeim brot­um. Þá ber hún að Jó­hann­es hafi einnig brot­ið á henni þeg­ar hann veitti henni hnykk­með­ferð líkt og á ann­an tug kvenna kærði hann fyr­ir.
Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn Már og Helga voru sekt­uð fyr­ir brot upp á 1,3 millj­arða

Þor­steinn Már Bald­vins­son og Helga S. Guð­munds­dótt­ir voru sekt­uð fyr­ir brot á skila­skyldu laga um gjald­eyr­is­mál sem tóku gildi eft­ir banka­hrun­ið. Sekt­irn­ar voru end­ur­greidd­ar fyrr á þessu ári vegna mistaka sem gerð voru við brot á setn­ingu laga um gjald­eyr­is­mál. Gögn­in í Sam­herja­mál­inu sýna frek­ari milli­færsl­ur til þeirra frá fé­lagi Sam­herja á Kýp­ur.
Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Mútu­greiðsl­ur Sam­herja nema meira en helm­ingi af þró­un­ar­að­stoð Ís­lands til Namib­íu

Ís­lend­ing­ar styrktu Namib­íu um 1,6 millj­arða króna með þró­un­ar­að­stoð í gegn­um Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un Ís­lands á ár­un­um 1990 til 2010. Tæp­lega helm­ing­ur fjár­ins, 672 millj­ón­ir, fór í upp­bygg­ingu á sjó­manna­skóla til að hjálpa Namib­íu­mönn­um að stunda út­gerð. Að­stoð Ís­lend­inga í sjáv­ar­út­vegi var sögð „krafta­verk“, en í kjöl­far­ið kom Sam­herji og greiddi hærri upp­hæð í mút­ur í land­inu.

Mest lesið undanfarið ár