Nýtt efni

Borghildur Sölvey Sturludóttir og Erna Hrönn Geirsdóttir
Hvað eru íbúðir og hvað eru heimili fólks?
Uppbygging íbúða þarf að verða að heimilum fólks og sérstaklega núna þegar mikil þörf er á íbúðum fyrir fólk fyrir fasta búsetu hvort sem íbúðin er til eignar eða langtímaleigu.

Heimur Asil rifnaði í sundur
Asil Al Masri, sautján ára stúlka sem slasaðist alvarlega í loftárás Ísraelshers segir í samtali við Heimildina að það sé eins og heimurinn hennar hafi rifnað í sundur. Foreldrar hennar, eldri systir, mágur og fimm ára frændi hennar dóu í árásinni. Barnungir systursynir hennar slösuðust. Asil er á spítala í Egyptalandi en Suleiman Al Masri, bróðir hennar sem býr á Íslandi, vill fá hana hingað.

Smásagan í sókn á Íslandi
Endurkoma smásögunnar er eitt af því áhugaverðasta í íslenskum samtímabókmenntum, skrifar Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur. Hún segir að innan smásögunnar megi finna merkilega nýsköpun og nýstárleg efnistök, einna helst hjá ungum höfundum.

Er markmiðið „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi“?
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvers vegna stjórnvöld beiti ekki meðalhófi í framsali á íslenskum ríkisborgurum?

Kýpurfélag Lovísu sem tók yfir Tortólaeignir fjárfesti í breskum hjúkrunarheimilum
Sama félag og tók yfir Tortólaeignir Lovísu Maríu Gunnarsdóttur, eiginkonu Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, slóst í hóp með Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, og Annie Mist Þórisdóttur Crossfit-stjörnu og keypti ráðandi hlut í breskum hjúkrunarheimilum.

Logn í vindasömum heimi
Bækur Auðar eru djúpur sjór að veiða úr. Þær eru barmafullar af tilvísunum, táknum, myndum og mennsku. Hér, líkt og í öðrum skáldsögum Auðar, er sterk tenging við náttúruna, dýr og þá sérstaklega fugla. Auður nær að lauma upplýsingum og gagnrýni til lesenda í gegnum fallegan og hversdagslegan en líka húmorískan texta.


Ole Anton Bieltvedt
Eins og flís við rass
Ole Anton Bieltvedt skrifar um skattbyrði eldri borgara og leggur til að við 75 ára aldur verði skattaskyldur við þjóðfélagið felldar niður. Fyrir alla, ef frá er talinn fjármagnstekjuskattur. „En á bak við hann stendur jafnan nokkur eða verulegur auður.“

Hefðin „er að fara úr böndunum“
Súkkulaðidagatal, snyrtivörudagatal, bjórdagatal eða jafnvel unaðstækjadagatal? Sérfræðingur hjá Landvernd segir hefðina sem myndast hefur í kringum jóladagatöl vera að fara úr böndunum. Þörf er á hugarfarsbreytingu en vel er hægt að stytta biðina eftir jólunum með nægjusamari hætti.

Ætluðu að skila hagnaði á seinni hluta ársins en rekstrartapið nú þegar orðið 47 milljarðar
Alvotech heldur áfram að tapa tugum milljarða króna og enn er beðið eftir því að félagið fái markaðsleyfi fyrir líftæknihliðstæður í Bandaríkjunum. Ísraelskt lyfjafyrirtækið er á meðal þeirra sem keyptu breytileg skuldabréf af Alvotech á þriðja ársfjórðungi.


María Rut Kristinsdóttir
Ofbeldið skilgreinir mig ekki
María Rut Kristinsdóttir var búin að sætta sig við það hlutskipti að ofbeldið sem hún varð fyrir sem barn myndi alltaf skilgreina hana. En ekki lengur. „Ég klæddi mig úr skömminni og úr þolandanum. Fyrst fannst mér það skrýtið – eins og ég stæði nakin í mannmergð. Því ég vissi ekki alveg almennilega hver ég væri – án skammar og ábyrgðar.“


Gylfi Zoëga
Hagfræðin í daglega lífinu
Flest eða ekki allt sem við tökum okkur fyrir hendur frá degi til dags hefur hagfræðilegar skýringar. Við þurfum til dæmis að ákveða á hverjum degi hvenær við göngum til náða og hvenær við vöknum á morgnana. Við fjárfestum í heilsu og menntun. Við leitum að maka á svipaðan hátt og við leitum að starfi. Allt þetta er meðal viðfanga í nýrri bók eftir Gylfa Zoega.

Formaður bæjarráðs vinnur hjá fyrirtæki námufjárfestisins
Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis Einars Sigurðssonar, námufjárfestis sem verið hefur í umræðunni vegna húss Elliða Vignissonar bæjarstjóra og umdeildrar landfyllingar í Þorlákshöfn.

„Það var augljóslega eyða á markaðnum hérna á Íslandi“
Regn er smáforrit sem skapar vettvang fyrir notendur til þess að kaupa og selja föt á umhverfisvænni hátt. Framkvæmdastjóri Regns, Ásta Kristjánsdóttir, segir um það bil 5.000 manns hafa hlaðið smáforritinu niður en það varð aðgengilegt iPhone-notendum í ágúst síðastliðnum.


Gunnlaugur Magnússon
Haldið fast í jólahefðirnar
Gunnlaugur Magnússon hefur búið í Svíþjóð í tvo áratugi. Hann og fjölskylda hans halda í íslenskar jólahefðir en hafa líka smíðað nýjar með það að markmiði að skapa minningar sem dugi tveimur ungum manneskjum heila lífstíð.

„Við erum í sífelldu samtali okkar á milli“
Nýútkomin plata Viktors Orra Árnasonar og Álfheiðar Erlu Guðmundsdóttur er samin út frá ljóðum íslenskra skálda. Þau ferðuðust um heimahaga ljóðskáldanna til að kynna sér betur líf þeirra.

Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
Tekjur ríkissjóðs vegna nýs tímabundins skatts sem lagður er á fasteignaeigendur til að fjármagna varnargarða í Svartsengi geta nýst í önnur verkefni. Í svari forsætisráðuneytisins segir að útgjöld ríkisins vegna „jarðhræringa og mögulegra eldsumbrota verða umtalsvert meiri en sem nemur kostnaði við varnargarðinn“.