Forstjóri Barnaverndarstofu styður rannsókn á Laugalandi
Heiða Björg Pálmadóttir fundaði í gær með fulltrúum kvenna sem lýst hafa ofbeldi á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu í Varpholti og Laugalandi. Konurnar segja að þeim hafi verið vel tekið og að Heiða Björg hafi sagst styðja að opinber rannsókn færi fram.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ársskýrslur Laugalands í hróplegu ósamræmi við lýsingar kvennanna
Lýst er léttu andrúmslofti og ánægju stúlkna með dvöl á meðferðarheimilinu í Varpholti og Laugalandi í ársskýrslum. Fjöldi kvenna hefur hins vegar lýst óttastjórnun og endurteknu ofbeldi á meðan á vistun þeirra stóð.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Vilja skýringar frá Barnaverndarstofu
Konur sem lýst hafa ofbeldi og illri meðferð á meðan þær voru vistaðar sem börn á meðferðarheimilinu á Laugalandi vilja fá skýringar á hvernig stóð á því að Barnaverndarstofa brást eftirlitshlutverki sínu.
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ákvörðun um rannsókn á Laugalandi ræðst af mati Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur greint ríkisstjórninni frá því að hann sé með málefni Laugalands til skoðunar. Hann hyggst funda með hópi kvenna sem þar dvöldu 12. febrúar næstkomandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það muni ráðast af mati Ásmundar hvort sérstök rannsókn fari fram.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
Í skýrslu fyrir Barnaverndarstofu kemur fram að tæplega þriðjungur barna sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna á meðferðarheimilum á vegum barnaverndar árin 2000 til 2007. Samt segir að lítið ofbeldi hafi verið á meðferðarheimilunum og að sum tilfelli tilkynnts ofbeldis hafi verið „hluti af því að stoppa óæskilega hegðun barns“.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Vilja að Ásmundur Einar skipi rannsóknarnefnd um starfsemi Laugalands
Ellefu nafngreindar konur sem lýsa ofbeldi sem þær urðu fyrir á Laugalandi hafa skrifað Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra bréf þar sem þær fara fram á rannsókn á starfseminni á Laugalandi. „Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir ofbeldið sem viðgekkst á Laugalandi“.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Konurnar sem lýstu ofbeldi styðja núverandi starfsemi Laugalands
Sjö konur sem lýst hafa því að þær hafi orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi segja að þær styðji starfsemina þar í dag, undir öðrum forstöðumanni. Hins vegar verði að gera upp við fortíðina og tryggja virkt eftirlit til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Bragi segist ekki muna eftir fundi um Laugaland
Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að sig reki ekki minni til þess að hafa heyrt lýsingar af ofbeldi í Varpholti og Laugalandi. Hann vill ekki tjá sig um tuttugu ára gömul mál.
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
Ingjaldur Arnþórsson, fyrrverandi forstöðumaður Varpholts og Laugalands, segist orðlaus yfir lýsingum hóps kvenna á ofbeldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann segist aldrei hafa beitt ofbeldi eða ofríki í störfum sínum. Augljóst sé að einhver sem sé verulega illa við sig standi að baki lýsingunum.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Barnaverndarstofa fer yfir mál kvennana sem dvöldu á Laugalandi
Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að farið verði yfir málefni meðferðarheimilisins að Laugalandi, áður í Varpholti, hjá stofnuninni í ljósi umfjöllunar Stundarinnar um meint harðræði og ofbeldi gegn stúlkum sem þar voru vistaðar á árunum 1997 til 2007. Heiða Björg segir einnig að hún sé boðin og búin að funda með þeim konum sem lýst hafa ofbeldinu sem þær hafi orðið fyrir á heimilinu, standi vilji þeirra til þess.
ÚttektVarnarlaus börn á vistheimili
Ábendingar um harðræði og ofbeldi þegar komnar fram árið 2000
Kvartað var undan framgöngu Ingjalds Arnþórssonar sem forstöðumanns Varpholts og Laugalands strax árið 2000 til Barnaverndarstofu. Umboðsmaður barna fékk fjölda ábendinga um ofbeldi og illa meðferð á meðferðarheimilunum árið 2001, bæði frá stúlkum sem þar dvöldu eða höfðu dvalið og frá foreldrum. Svo virðist sem ásakanirnar sem voru settar fram hafi lítt eða ekki verið rannsakaðar af hálfu Barnaverndarstofu. Ingjaldur starfaði sem forstöðumaður Laugalands allt til ársins 2007 og hafnar ásökunum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.