Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna
Það er dapurlegt að fólk reyni að blekkja lækna til að fá vottorð svo það sleppi undan grímuskyldu segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Úttekt
Faraldurinn stóreykur hættu á sjálfsvígum
Ljóst er að kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa alvarleg áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar. Tölur lögreglu benda til að sjálfsvíg séu umtalsvert fleiri nú en vant er. Fagfólk greinir aukningu í innlögnum á geðdeild eftir því sem liðið hefur á faraldurinn og verulega mikið fleiri lýsa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsunum.
Fréttir
Landlæknir, ljósmæður og Barnaheill gagnrýna nýtt frumvarp um fæðingarorlof
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um fæðingarorlof er gagnrýnt fyrir að taka fremur mið af rétti foreldra en barna. Gagnrýnt er í umsögnum um frumvarpið að það hafi verið unnið af aðilum sem tengjast vinnumarkaði en engin með sérþekkingu á þörfum barna hafi komið þar að.
Fréttir
Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst undanfarinn áratug og markmið stjórnvalda um biðtíma hafa ekki náðst. Opnun nýrra hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu hefur létt á stöðunni.
FréttirCovid-19
Rakningarappið virkjað í dag
Til stendur að appið Rakning C-19, sem geymir upplýsingar um staðsetningu fólks og nýtist við rakningu á COVID-19 smitum, verði virkjað í dag. Um er að ræða fyrstu útgáfu appsins og nú er beðið samþykkis frá app-búðum.
FréttirCovid-19
Þjóðir heims slást um grímur, hanska og hlífðarsloppa
Nægar birgðir eru til í landinu af hlífðarbúnaði á borð við grímur, hlífðarsloppa og ýmsum sóttvarnabúnaði og unnið er að því, undir forystu Almannavarna, að koma meiri búnaði til landsins. Staðan er önnur víða um heim, þar sem vöntun er á slíkum búnaði.
ÚttektAndleg málefni
Ayahuasca-athafnir æ vinsælli á Íslandi: „Þetta brýtur á þér heilann“
Stundin ræddi við fólk sem sótt hefur athafnir á Íslandi þar sem hugvíkkandi efnis frá Suður-Ameríku er neytt. Tugir manns koma saman undir handleiðslu erlends „shaman“ sem leiðir þau í gegnum reynsluna sem er líkamlega og andlega krefjandi. Viðmælendur lýsa upplifuninni sem dauða og endurfæðingu sem gjörbreyti raunveruleikanum, en varað er við því að þau geti verið hættuleg.
Fréttir
Landlæknir lítur brottflutning óléttrar konu „alvarlegum augum“
Landlæknisembættið skoðar mál konu sem var handtekin og flutt úr landi, komin 36 vikur á leið.
Fréttir
Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum
Úttekt Embættis landlæknis leiddi í ljós að bið eftir tíma hjá gigtarlækni er frá tveimur mánuðum upp í ár. Áhyggjur komu fram um stöðu barna með vefjagigt.
Fréttir
Vara við brjóstapúðum eftir undarleg veikindi og þjáningu
Fjöldi íslenskra kvenna lýsir sams konar líkamlegum einkennum sem komu fram eftir að þær létu græða í sig brjóstapúða. Í viðtali við Stundina segja þrjár þeirra einkennin hafa minnkað verulega eða horfið eftir að brjóstapúðarnir voru fjarlægðir. Lýtalæknir segir umræðuna mikið til ófaglega. Eftirliti með ígræðslum er ábótavant hérlendis.
FréttirHeilbrigðismál
Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg
Íbúum á Grandavegi 47 barst nýlega orðsending frá sóttvarnarlækni og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur þess efnis að mikið magn hermannaveikisbakteríunnar hefði fundist í einni íbúð blokkarinnar. Dóttir níræðrar konu í blokkinni hefur verulegar áhyggjur af móður sinni en hermannaveiki er bráðdrepandi fyrir fólk sem er veikt fyrir.
FréttirKlausturmálið
Önnur rangfærsla í ferilskránni: Félag sérkennara segir ekki rétt að Anna Kolbrún hafi verið ritstjóri Glæða
Í gær sendi Félag þroskaþjálfa á Íslandi út yfirlýsingu þar sem fram kom að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði hvorki hlotið tilskylda menntun né fengið starfsleyfi frá landlækni þótt hún titlaði sig þroskaþjálfa í ferilskrá. Nú staðfestir Félag sérkennara á Íslandi að Anna Kolbrún hafi aldrei verið ritstjóri Glæða þrátt fyrir að titla sig þannig.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.