Svæði

Ísland

Greinar

Kristján Þór auglýsir starf  forstjóra Hafró: Sigurður á útleið
Fréttir

Kristján Þór aug­lýs­ir starf for­stjóra Hafró: Sig­urð­ur á út­leið

Sig­urð­ur Guð­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, er lík­lega á út­leið úr stofn­un­inni þar sem Kristján Þór Júlí­us­son hef­ur til­kynnt hon­um að til standi að aug­lýsa starf­ið á næsta ári. Styr hef­ur stað­ið um Hafró vegna lax­eld­is og út­gáfu loðnu­kvóta. Sig­urð­ur ætl­ar að sækja aft­ur um starf­ið.
Veitingamenn skoða málsókn á hendur ríkinu
FréttirCovid-19

Veit­inga­menn skoða mál­sókn á hend­ur rík­inu

Sam­tök fyr­ir­tækja á veit­inga­mark­aði hafa feng­ið lög­menn til að kanna mögu­leika á að sækja bæt­ur á hend­ur hinu op­in­bera vegna tak­mark­ana á rekstri þeirra í tengsl­um við sótt­varn­ir. Þær tak­mark­an­ir segja veit­inga­menn að séu ígildi lok­un­ar en án þess að bæt­ur komi fyr­ir. „Grein­inni er í raun bara að blæða út,“ seg­ir Jó­hann Örn Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Gleðip­inna.
Félag Þorsteins Más lánaði börnum hans 29 milljarða til að kaupa hlut þess í Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Fé­lag Þor­steins Más lán­aði börn­um hans 29 millj­arða til að kaupa hlut þess í Sam­herja

Eign­ar­halds­fé­lag­ið Steinn, í eigu Þor­steins Má Bald­vins­son­ar og Helgu S. Guð­munds­dótt­ir, lán­aði fé­lagi í eigu barna þeirra, Bald­vins og Kötlu, 29 millj­arða króna til að kaupa hluta­bréf í Sam­herja af þeim í fyrra. Fé­lag Bald­vins og Kötlu greið­ir rúm­ar 1100 millj­ón­ir króna á ári í af­borg­an­ir af lán­inu.
Samsærið í málsvörnum eiginkvenna Jóns Baldvins og Jean-Claude Arnault
MenningMeToo sögur um Jón Baldvin

Sam­sær­ið í málsvörn­um eig­in­kvenna Jóns Bald­vins og Je­an-Clau­de Arnault

Bryn­dís Schram og sænska skáld­kon­an Kat­ar­ina Frosten­son eru gift­ar mönn­um sem urðu að and­lit­um Met­oo-um­ræð­unn­ar í heima­lönd­um sín­um, Ís­landi og Sví­þjóð. Í til­fell­um Jóns Bald­vins Hanni­bals­sons­ar og Je­an Clau­de Arnault stigu marg­ar kon­ur fram og ásök­uðu þá um kyn­ferð­is­lega áreitni. Mál þeirra beggja hafa að hluta til far­ið sinn veg í dóms­kerf­inu á Ís­landi og í Sví­þjóð. Báð­ar hafa eig­in­kon­ur þeirra skrif­að bæk­ur til að verja eig­in­menn sína þar sem þær reyna að sýna fram á að menn þeirra hafi ver­ið beitt­ir órétti og séu fórn­ar­lömb út­hugs­aðra sam­særa sem fjöl­miðl­ar eru hluti af.
Leita svara vegna dularfulls andláts í Mosfellsbæ
Fréttir

Leita svara vegna dul­ar­fulls and­láts í Mos­fells­bæ

Mariuszi Robak var lýst sem lífs­glöð­um og and­lega stöð­ug­um ung­um manni sem elsk­aði fjöl­skyld­una sína, vini og Ís­land. Það kom því öll­um á óvart þeg­ar hann tók svipti sig lífi síð­ast­lið­ið sum­ar. Bróð­ir hans og besti vin­ur hafa báð­ir efa­semd­ir um að Mario, eins og hann var kall­að­ur, hafi lát­ist án þess að ut­an­að­kom­andi að­il­ar hafi haft þar áhrif á. „Eina skýr­ing­in sem ég sé er að hann hafi gert það vegna þess að hann ótt­að­ist um vini sína eða fjöl­skyldu.“
Aðstandendur vilja skýringar á hvernig fór á Landakoti
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?

Að­stand­end­ur vilja skýr­ing­ar á hvernig fór á Landa­koti

Fjöl­skyld­ur þeirra sem lét­ust og veikt­ust eft­ir hópsmit­ið á Landa­koti bera starfs­fólki góða sögu, en vilja vita hvað fór úr­skeið­is. Sum­ir gátu ekki kvatt ást­vini sína, en aðr­ir fengu að heim­sækja þá í hlífð­ar­bún­ing­um. Einn að­stand­enda um­gekkst aldr­aða ætt­ingja eft­ir að hafa ver­ið til­kynnt að hann þyrfti ekki að fara í sótt­kví.
Alvarlegasta atvik sem komið hefur upp í íslenskri heilbrigðisþjónustu
GreiningHvað gerðist á Landakoti?

Al­var­leg­asta at­vik sem kom­ið hef­ur upp í ís­lenskri heil­brigð­is­þjón­ustu

COVID-19 hóp­sýk­ing­in á Landa­koti hef­ur dreg­ið tólf manns til dauða. Alma Möller land­lækn­ir og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir segja ís­lenskt heil­brigðis­kerfi veik­burða og illa í stakk bú­ið til að tak­ast á við heims­far­ald­ur, mann­skap vanti og hús­næð­is­mál séu í ólestri. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra vill ekki tjá sig um mál­ið við Stund­ina og seg­ir það ekki á sínu borði.

Mest lesið undanfarið ár