Svæði

Ísland

Greinar

Hagsmunaðilar kaupa útsendingartíma á Hringbraut til að fjalla um meinta andstæðinga sína
FréttirFjölmiðlamál

Hags­mun­að­il­ar kaupa út­send­ing­ar­tíma á Hring­braut til að fjalla um meinta and­stæð­inga sína

Þætt­irn­ir um Sam­herja­mál­ið og Sig­urplasts­mál­ið á Hring­braut voru kostað­ir af hags­mun­að­il­um í gegn­um milli­lið. Í þátt­un­um, sem eru skil­greind­ir sem kynn­ing­ar­efni, er hörð gagn­rýni á Seðla­banka Ís­lands, Má Guð­munds­son, lög­mann­inn Grím Sig­urðs­son og Ari­on banka. Fram­leið­andi þátt­anna lík­ir efn­is­vinnsl­unni við hver önn­ur við­skipti eins og sölu á bíl, íbúð eða greiðslu launa. Hring­braut tel­ur birt­ingu þátt­anna stand­ast fjöl­miðla­lög.
Kostar minnst þrettán milljarða að flytja olíutankana frá Örfirisey
Fréttir

Kost­ar minnst þrett­án millj­arða að flytja ol­íu­tank­ana frá Örfiris­ey

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, hef­ur tal­að fyr­ir íbúa­byggð í stað olíu­birgða­stöðv­ar­inn­ar í Örfiris­ey. Verk­efn­is­stjórn taldi ár­ið 2007 Örfiris­ey vera besta kost­inn fyr­ir olíu­birgð­ar­stöð hvað varð­ar kostn­að og áhættu. Kostn­að­ur við að flytja stöð­ina er minnst 13-16 millj­arð­ar króna að nú­virði.
Einhliða, persónuleg ákvörðun Steingríms að birta tölur um hæstu akstursgjöld þingmanna
FréttirAkstursgjöld

Ein­hliða, per­sónu­leg ákvörð­un Stein­gríms að birta töl­ur um hæstu akst­urs­gjöld þing­manna

Stein­grími J. Sig­fús­syni fannst rétt að veita upp­lýs­ing­ar um hæstu akst­urs­gjöld þing­manna án þess að nöfn þeirra kæmu fram. Fyr­ir rúm­um mán­uði síð­an var skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, Helgi Bernód­us­son, á ann­arri skoð­un og vildi ekki veita Stund­inni þess­ar upp­lýs­ing­ar. Mál­ið sýn­ir hversu ein­kenni­legt það er að upp­lýs­inga­gjöf þjóð­þings sé háð duttl­ung­um og per­sónu­legu mati ein­stakra starfs­manna þess.
Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta
Fréttir

Ferða­þjón­ustu­bænd­ur í máli við Ís­hesta

Hjalti Gunn­ars­son og Ása Vikt­oría Dal­karls eru í mála­ferl­um við fyr­ir­tæk­ið Ís­hesta vegna hesta­ferða sem þau fóru sumar­ið 2016 en hafa enn ekki feng­ið greitt fyr­ir. Skarp­héð­inn Berg Stein­ars­son ferða­mála­stjóri var fram­kvæmda­stóri á þeim tíma. Ís­hest­ar fóru í þrot nokkr­um ár­um eft­ir að Fann­ar Ólafs­son keypti fé­lag­ið, en hann seg­ist hafa stór­tap­að á við­skipt­un­um og greitt verk­tök­um úr eig­in vasa.
ASÍ varar við óábyrgri hagstjórn og gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hunsa ábendingar sérfræðinga
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

ASÍ var­ar við óá­byrgri hag­stjórn og gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hunsa ábend­ing­ar sér­fræð­inga

ASÍ furð­ar sig á stað­hæf­ing­um fjár­mála­ráð­herra um að minni sam­keppn­is­hæfni sé að­al­lega vegna launa­þró­un­ar: „Minni sam­keppn­is­hæfni út­flutn­ings­greina má fyrst og fremst rekja til styrk­ing­ar á nafn­gengi krón­unn­ar. Hlut­deild launa­fólks í hag­vext­in­um er síst of stór.“
Þarf að hækka leiguna hjá stærsta leigufélagi Íslands?: Vaxtagjöldin 330 milljónum hærri en rekstrarhagnaðurinn
FréttirLeigumarkaðurinn

Þarf að hækka leig­una hjá stærsta leigu­fé­lagi Ís­lands?: Vaxta­gjöld­in 330 millj­ón­um hærri en rekstr­ar­hagn­að­ur­inn

Heima­vell­ir skil­uðu 2,7 millj­arða króna hagn­aði í fyrra en sá hagn­að­ur er til­kom­inn af bók­færðri hækk­un á um 2000 íbúð­um fyr­ir­tæk­is­ins en ekki af sterk­um rekstri. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir vaxta­kostn­að­inn vera há­an og að mark­mið­ið með skrán­ingu Heima­valla á mark­að sé að lækka vaxta­kostn­að­inn.

Mest lesið undanfarið ár