Svæði

Ísland

Greinar

Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin
Fréttir

Komst að því tíu mán­uð­um síð­ar að hún væri ekki lögskil­in

Embætti sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lét fyr­ir far­ast að til­kynna konu um að lögskiln­að­ar­papp­ír­ar henn­ar hefðu ekki ver­ið af­greidd­ir. Töf­in á mál­inu er skýrð með þeim hætti að ekki hafi ver­ið greitt gjald fyr­ir lögskiln­að­ar­leyfi. Greiðslu­áskor­an­ir voru ekki send­ar á að­ila máls­ins. Kon­an taldi sig vera lögskil­in en komst að því fyr­ir til­vilj­un að svo var ekki.
Sálarsystur
Myndir

Sál­ar­syst­ur

Inn­an um ilm­andi birki­trén í litl­um kofa í Kjós­inni dvelja tvær kon­ur, Ág­ústa Kol­brún og Sara María Júlíu­dótt­ir. Þær er bestu vin­kon­ur og hafa bú­ið sam­an í um eitt ár, lengst af í bú­stað uppi í Heið­mörk, þar sem þær þurftu að sækja sér vatn í læk­inn á hverj­um degi. Þeim lík­ar vel við að búa í tengsl­um við nátt­úr­una og fá mik­inn inn­blást­ur það­an í líf sitt. Þær eru nán­ar vin­kon­ur, nán­ari en geng­ur og ger­ist, en þær lýsa sam­bandi sínu sem ástar­sam­bandi án þess að vera neitt kyn­ferð­is­legt, þær séu sál­ar­fé­lag­ar á ná­inn hátt. Hægt er að tengj­ast þeim á Face­book eða gegn­um: For­ynja á In­sta­gram.
„Af hverju á ég að beygja mig undir þá sem eru í gröfinni?“
Viðtal

„Af hverju á ég að beygja mig und­ir þá sem eru í gröf­inni?“

Ragn­ar Að­al­steins­son gjör­breytti af­stöðu sinni til stjórn­mála þeg­ar hann sá hvernig nöktu valdi var beitt gegn mót­mæl­end­um, en ferð­að­ist um heim­inn og ílengd­ist á Spáni á tím­um ein­ræð­is­herr­ans Franco áð­ur en hann lagði lög­fræði fyr­ir sig. Hann er sjö barna fað­ir, fað­ir tveggja ung­linga, sem berst fyr­ir fé­lags­legu rétt­læti og mann­rétt­ind­um. Eft­ir 56 ára fer­il seg­ir hann póli­tík ráða för inn­an dóm­stól­anna, Hæstirétt­ur hafi beygt sig fyr­ir lög­gjaf­ar­vald­inu og brugð­ist skyldu sinni. Því sé óumflýj­an­legt að taka upp nýja stjórn­ar­skrá, en meiri­hluti Al­þing­is hunsi vilja fólks­ins og gæti frek­ar hags­muna hinna efna­meiri, þeirra sem hafa völd­in í þjóð­fé­lag­inu.

Mest lesið undanfarið ár