Flokkur

Heimilisofbeldi

Greinar

„Það er alltaf erfitt að opna á að hafa beitt ofbeldi“
Greining

„Það er alltaf erfitt að opna á að hafa beitt of­beldi“

Í hverri viku leita að jafn­aði þrír gerend­ur í heim­il­isof­beld­is­mál­um sér að­stoð­ar hjá Heim­il­is­friði í fyrsta skipti. Markmið með­ferð­ar er að gerend­ur hætti að beita of­beldi og taki ábyrgð á sjálf­um sér. Sál­fræð­ing­ar hjá Heim­il­is­friði segja mik­ið tabú að gang­ast við því að hafa beitt of­beldi. Skömm­in er enn meiri hjá kon­um sem eru gerend­ur.
Yfirmenn hjá lögreglu segja að mannekla bitni á þolendum ofbeldis
Fréttir

Yf­ir­menn hjá lög­reglu segja að mann­ekla bitni á þo­lend­um of­beld­is

Yf­ir­menn hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segja að ef rann­saka eigi kyn­ferð­is- og heim­il­isof­beldi af mynd­ar­skap þurfi fleiri rann­sak­end­ur og ákær­end­ur. Fjöldi þeirra hafi stað­ið í stað þrátt fyr­ir gríð­ar­lega aukn­ingu til­kynn­inga um brot í kjöl­far Met­oo. Álag­ið sé kom­ið yf­ir þol­mörk. Þá séu dæmi um að rann­sókn­ir tefj­ist vegna álags á Land­spít­ala því áverka­vott­orð skili sér seint til lög­reglu. Yf­ir­völd hvetji fólk til að kæra of­beldi en láti ógert að styrkja inn­við­ina nægj­an­lega.
Rannsókn á um eitt þúsund heimilisofbeldismálum hætt síðustu tvö ár
Greining

Rann­sókn á um eitt þús­und heim­il­isof­beld­is­mál­um hætt síð­ustu tvö ár

Lög­regla hætti rann­sókn á rétt tæp­lega 700 af ríf­lega 1.100 heim­il­isof­beld­is­mál­um sem til­kynnt voru til lög­reglu um land allt ár­ið 2020 og fyrstu 10 mán­uði síð­asta árs hafði rann­sókn á tæp­lega 400 heim­il­isof­beld­is­mál­um ver­ið hætt. Þetta sýna gögn úr mála­skrá lög­reglu. Mik­il fjölg­un hef­ur orð­ið á til­kynn­ing­um um heim­il­isof­beldi und­an­far­in ár en lög­reglu­mönn­um ekki ver­ið fjölg­að í takt við það, seg­ir lög­regla.
Heimilisofbeldi eykst í faraldrinum – tvær látnar
FréttirCovid-19

Heim­il­isof­beldi eykst í far­aldr­in­um – tvær látn­ar

Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um hef­ur ósk­að eft­ir fram­leng­ingu á gæslu­varð­haldi yf­ir sam­býl­is­manni konu sem fannst lát­in í heima­húsi í Sand­gerði að kvöldi 28. mars. Fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, dóms­mála­ráð­herra og rík­is­lög­reglu­stjóri lýsa all­ar yf­ir áhyggj­um af auknu heim­il­isof­beldi. Flest bend­ir til þess að tvær kon­ur hafi ver­ið myrt­ar í heima­hús­um á Ís­landi eft­ir að kór­óna­veirufar­ald­ur­inn braust út.

Mest lesið undanfarið ár