Vinstri græn þurrkuðust út í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Eru aðeins sjöundi stærsti flokkurinn í Reykjavík nú.
Fréttir
Kosningapróf Stundarinnar opnað
Stundin býður kjósendum í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins upp á að taka kosningapróf. Hvaða framboð eða frambjóðandi hefur mestan samhljóm með þínum áherslum?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Þegar Bragi brást börnum
Eitt það mikilvægasta sem samfélag getur gert er að vernda börn í viðkvæmri stöðu. Það er algjörlega óásættanlegt að maður sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þessara barna, forstjóri Barnaverndarstofu, þrýsti á um samskipti barna við föður sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart þeim. Með viðbrögðum sínum sendir ráðherra síðan vítaverð skilaboð til barna sem búa við ofbeldi, þau sömu og börnin hafa fengið heima hjá sér, að þau séu ekki þess verð að mál þeirra séu tekin alvarlega.
Fréttir
Sendur heim í hefndarhug
Erna Marín Baldursdóttir vill að yfirvöld axli ábyrgð á hrottalegri líkamsárás sonar síns. Í fjölmörg ár hefur hún barist fyrir viðeigandi þjónustu fyrir son sinn, sem á við fjölþættan vanda að stríða og ræður illa við félagslegar aðstæður.
Viðtal
Safnar fyrir sjúka
Örvar Þór Guðmundsson byrjaði fyrir fimm árum að safna pening handa veiku fólki í gegnum Facebook-síðu sína og í fyrra voru samtökin Samferða stofnuð. Á þessu fyrsta ári er búið að gefa 36 fjölskyldum peningagjöf. Fram undan eru tónleikar víða um land þar sem allur ágóði rennur til þeirra sem minna mega sín.
Fréttir
Margvísleg brot á starfsleyfi í matreiðslu ISS fyrir skólabörn
Ræstinga- og veitingafyrirtækið ISS Ísland hefur undanfarið tekið yfir matreiðslu máltíða fyrir leikskóla- og grunnskólabörn á höfuðborgarsvæðinu. Margvíslegar athugasemdir hafa verið gerðar af heilbrigðiseftirlitinu vegna hreinlætis, rekjanleika og innra eftirlits í eldhúsi ISS, meðal annars vegna myglu. Nýlegt útboð vegna matar fyrir grunnskóla í Kópavogi, þar sem ISS átti næstlægsta tilboðið, hefur verið kært.
Fréttir
Aðstoðarmenn fatlaðra rukkaðir í líkamsræktarstöð
Tveir fatlaðir einstaklingar geta ekki stundað líkamsrækt í Reebok Fitness nema aðstoðarmenn þeirra séu sjálfir með áskrift að stöðinni. Málamiðlun um eitt árskort, sem kostar rúmlega 70 þúsund, fyrir níu starfsmenn sambýlisins var hafnað. Tölvukerfið býður ekki upp á það, segir framkvæmdastjórinn.
Viðtal
Endaði barnshafandi á geðdeild
Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, segir frá því hvernig hvert áfallið á fætur öðru varð til þess að hún missti geðheilsuna og metnaðinn og festist í hlutverki sjúklings, sem átti ekki að rugga bátnum, ekki ögra sjálfum sér eða umhverfinu, eða gera neitt sem gæti orðið til þess að hann fengi kast eða yrði leiður. Hún segir frá því hvernig henni tókst að rjúfa þennan vítahring, finna sína styrkleika og fara að lifa á ný.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Annar skipverjanna sagðist hafa séð tvær stelpur í aftursætinu
Annar skipverjanna af grænlenska togaranum Polar Nanoq, hringdi í kærustuna sína í Grænlandi og lýsti fyrir henni það sem hann man um aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, nóttina sem Birna hvarf.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Birnu var ráðinn bani: Rannsaka samskipti við Íslendinga
Austurrískur réttarmeinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Blóð í bílnum: Annar þeirra handteknu með sakaferil í Grænlandi
Annar þeirra tveggja skipverja á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem handtekinn var og situr nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur, hefur áður verið dæmdur fyrir fíkniefnamisferli í Grænlandi. Blóð fannst í rauðri Kia Rio-bílaleigubifreið sem þessi sami maður hafði til umráða.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Lögreglan óskar eftir því að ná tali af þessum ökumanni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.