Aðili

Gígja Skúladóttir

Greinar

Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu
FréttirLaugaland/Varpholt

Fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið brýt­ur upp­lýs­inga­lög í Lauga­lands­mál­inu

Fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið svar­ar ekki bréf­um kvenna sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi né held­ur er­indi lög­manns kvenn­anna. Lög­bund­inn frest­ur til að svara er­ind­un­um er út­runn­inn. Þrátt fyr­ir lof­orð þar um hef­ur Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra ekki boð­ið kon­un­um til fund­ar að nýju.
Ítrekaðar upplýsingar bárust um illa meðferð á Laugalandi en Barnaverndarstofa brást ekki við
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Ít­rek­að­ar upp­lýs­ing­ar bár­ust um illa með­ferð á Laugalandi en Barna­vernd­ar­stofa brást ekki við

Gögn frá um­boðs­manni barna sýna að þang­að bár­ust ít­rek­að­ar til­kynn­ing­ar á ár­un­um 2000 til 2010 um slæm­ar að­stæð­ur barna á vistheim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi, sem rek­ið var af sömu að­il­um. Var Barna­vernd­ar­stofu gert við­vart vegna þess. Fleiri kvart­an­ir bár­ust beint til Barna­vernd­ar­stofu, en þá­ver­andi for­stjóri, Bragi Guð­brands­son, kann­að­ist ekk­ert við mál­ið þeg­ar leit­að var svara við því af hverju ekki var brugð­ist við og starf­sem­in aldrei rann­sök­uð.
Þriðja hvert barn á meðferðaheimilum sagði starfsmann hafa beitt sig ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Þriðja hvert barn á með­ferða­heim­il­um sagði starfs­mann hafa beitt sig of­beldi

Í skýrslu fyr­ir Barna­vernd­ar­stofu kem­ur fram að tæp­lega þriðj­ung­ur barna sagð­ist hafa orð­ið fyr­ir of­beldi af hálfu starfs­manna á með­ferð­ar­heim­il­um á veg­um barna­vernd­ar ár­in 2000 til 2007. Samt seg­ir að lít­ið of­beldi hafi ver­ið á með­ferð­ar­heim­il­un­um og að sum til­felli til­kynnts of­beld­is hafi ver­ið „hluti af því að stoppa óæski­lega hegð­un barns“.

Mest lesið undanfarið ár