Flokkur

Fólk

Greinar

Tíu mest lesnu viðtöl Stundarinnar á árinu
Listi

Tíu mest lesnu við­töl Stund­ar­inn­ar á ár­inu

Dótt­ir barn­aníð­ings, Guð­rún Kjart­ans­dótt­ir, seg­ir frá því hvernig hún reyndi að verja syst­ur sín­ar fyr­ir föð­ur sín­um, Em­il Thor­ar­ins­sen lýs­ir því hvernig kon­an hans hvarf inn í djúpt þung­lyndi sem dró hana að lok­um til dauða og Lilja Al­freðs­dótt­ir veit­ir inn­sýn í líf henn­ar og störf í Seðla­bank­an­um og á vett­vangi stjórn­mál­anna. Þetta eru mest lesnu við­töl árs­ins.
Aktívistinn sem varð verkalýðsforingi
Viðtal

Aktív­ist­inn sem varð verka­lýðs­for­ingi

Per­sónu­legt áfall varð til þess að Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, hellti sér á kaf í rétt­læt­is­bar­áttu fyr­ir sann­gjarn­ara sam­fé­lagi. Hann hef­ur ver­ið kall­að­ur lýðskrumari og po­púlisti og seg­ir ör­uggt mál að reynt verði að steypa hon­um af stóli. Á nýju ári hyggst hann kynna nýj­ar lausn­ir í hús­næð­is­mál­um en seg­ir mik­il­væg­ast af öllu að af­nema skerð­ing­ar í al­manna­trygg­inga­kerf­inu. Bar­átt­unni er því hvergi nærri lok­ið.
Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum
Myndir

Reykja­vík 104,5: Ís­lenska flótta­fólk­ið í Laug­ar­daln­um

Tjald­bú­arn­ir í Laug­ar­dal standa sam­an í bar­átt­unni fyr­ir mann­sæm­andi lífi. Einn flutti í tjald eft­ir hjarta­áfall, ann­ar skildi við kon­una, þriðji valdi hund­inn fram yf­ir her­berg­ið og flutti í jepp­ann sinn, fjórði lenti í slysi og missti hús­ið á nauð­ung­ar­upp­boði, enn önn­ur vék fyr­ir fjöl­skyldu úr íbúð og loks eru það þeir sem hríf­ast ein­fald­lega af þessu nýja sam­fé­lagi ís­lenskra flótta­manna í hjarta höf­uð­borg­ar­inn­ar.
Óttast ekki lengur dauðann
Viðtal

Ótt­ast ekki leng­ur dauð­ann

Skömmu eft­ir skiln­að greind­ist Guð­rún Fjóla Guð­björns­dótt­ir með frumu­breyt­ing­ar í legi. Eft­ir legnám greind­ist hún með brjóstakrabba­mein og ári eft­ir að með­ferð­inni lauk greind­ist hún með krabba­mein í hrygg. Veik­ind­in hafa ekki að­eins dreg­ið úr henni mátt held­ur hef­ur hún þurft að berj­ast í bökk­um, í kerfi sem styð­ur illa við sjúk­linga. Fé­lags­leg­ur stuðn­ing­ur er ómet­an­leg­ur en hún þekk­ir þessa þrauta­göngu, lyfja­með­ferð, geislameð­ferð og ótt­ann sem fylg­ir. Eft­ir að hafa geng­ið í gegn­um djúp­an dal hræð­ist hún ekki leng­ur dauð­ann. „Kannski út af eld­móð­in­um sem er að koma aft­ur.“

Mest lesið undanfarið ár