KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans
Endurskoðendafyrirtækið KPMG breytti skýrslu sinni um stjórnendastrúktúr Samherjasamstæðunnar eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson lýsti yfir óánægju með drög að skýrslunni. Embætti héraðssaksóknara hefur yfirheyrt starfsmann KPMG, sem sá um skýrslugerðina, sem vitni og er ljóst að ákæruvaldið hefur mikinn áhuga á valdsviði Þorsteins Más innan Samherja.
AfhjúpunNý Samherjaskjöl
Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
Eitt af því sem Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja, gerði ítrekað fyrir útgerðarfélagið var að reyna að stuðla að því að mútugreiðslurnar til ráðamannanna í Namibíu færu leynt. Jón Óttar sagðist ekki bera skylda til að fela þessar greiðslur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eftir að hann hóf störf hjá Samherja í Namibíu.
FréttirNý Samherjaskjöl
Fjármálastjóri Samherja í Namibíu: „Það sleppir enginn gullskeiðunum!“
Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, er kominn með réttarstöðu sakbornings í rannsókn málsins. Samskipti hans og bókara hjá Samherja sýna þá vitneskju sem var um mútugreiðslurnar í Namibíu á meðal starfsmanna Samherja sem komu að starfseminni í Namibíu.
FréttirSamherjaskjölin
Jón Óttar yfirheyrður í Samherjamálinu í Namibíu og er kominn með réttarstöðu sakbornings
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaðurinn, Jón Óttar Ólafsson, var sendur til Namibíu, að sögn Samherja, til að skoða rekstur fyrirtækisins þar í landi. Hann átti í samskiptum við mennina sem þáðu mútur frá Samherja í skiptum fyrir fiskveiðikvóta í Namibíu. Upplýsingafulltrúi Samherja segir að hann starfi ekki hjá félaginu í dag.
Fréttir
Félag Róberts Wessman í Svíþjóð fjármagnaði 1.380 milljóna greiðsluna til Matthíasar Johannessen
Sænskt félag í eigu Róberts Wessman í gegnum sjóð á Jersey greiddi rúmlega 1.380 milljónir króna til íslensks félags sem svo greiddi peningana til fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Upplýsingafulltrúi fjárfestingarfélags Róberts Wessman segir að um lán hafi verið að ræða.
FréttirSamherjaskjölin
Ríkissaksóknarinn rekur hvernig 323 milljónir frá Samherja runnu til namibísks ráðamanns og meðreiðarsveina hans
Ríkissaksóknarinn í Namibíu, Martha Imalwa, hefur lagt fram gögn fyrir dómstólum þar sem sýna hvernig peningar runnu frá Samherja til namibískra ráðamanna í gegnum hina svokölluðu Namgomar-fléttu.
FréttirSamherjaskjölin
Fjármálastjóri Samherja í Namibíu vissi ekkert um mútugreiðslurnar
Adéll Pay, fjármálastjóri Samherja í Namibíu á árunum 2016 til 2020, vissi að eigin sögn ekki um mútugreiðslur félagsins til ráðamanna í landinu. Pay gerðist uppljóstrari hjá ákæruvaldinu í Namibíu í málinu, með sams konar hætti og Jóhannes Stefánsson'. Fjármálastjóri Samherja á Spáni, Ingvar Júlíusson, segir Pay hafa vitað af greiðslunum.
FréttirSamherjaskjölin
Opinberanir í tölvupóstum: Samherjamaður lagði á ráðin með Namibíumanni um að fela greiðslurnar
Jón Óttar Ólafsson, starfsmaður Samherja, ræddi við einn af Namibíumönnunum sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að þiggja mútur frá útgerðinni um hvernig hægt væri að fela millifærslurnar til þeirra. Namibíumaðurinn vildi að Samherji millifærði peninga úr öðrum namibískum banka þar sem upplýsingar virtust leka úr bankanum sem íslenska útgerðin notaði.
Fréttir
Upplifði þriggja ára meiðyrðamál sem fjárkúgun
Hildur Arnar hvetur fólk til að semja ekki fái það stefnu frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni fyrir meiðyrði. Eftir þriggja ára málaferli var hún sýknuð í Hæstarétti fyrir að lýsa kynferðisofbeldi fjölskyldumeðlims og skólafélaga í lokuðum Facebook-hóp. Vilhjálmur segir málið hafa verið rekið hratt og örugglega og í samræmi við lög og reglur.
Viðtal
Hremmingar fjölskyldu Assange
Stella Moris, unnusta Julian Assange, stofnanda Wikileaks, er stödd á landinu og biðlar til Íslendinga að berjast fyrir frelsun hans. Hún vill að Katrín Jakobsdóttir hafi persónuleg afskipti af málinu.
FréttirMeðhöndlari kærður
Vill fá að mæta brotlega nuddaranum í opnu þinghaldi
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari hefur verið ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn Ragnhildi Eik Árnadóttur. Jóhannes var í janúar dæmdur fyrir að nauðga fjórum konum sem leituðu til hans í meðferð. Hann býður enn upp á meðhöndlun við stoðkerfisvandamálum.
Fréttir
Kyn og aldur dómara hefur áhrif á niðurstöðu dómsmála
Gæta þyrfti að kyni og aldri við skipan dómara samkvæmt bráðabirgðarniðurstöðum rannsóknar Dr. Valgerðar Sólnes í lögfræði.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.