Fréttamál

Blóðmerahald

Greinar

MAST hyggst rannsaka nýtt myndefni um blóðmerahald
FréttirBlóðmerahald

MAST hyggst rann­saka nýtt mynd­efni um blóð­mera­hald

Sig­ríð­ur Björns­dótt­ir, sér­greina­dýra­lækn­ir hrossa hjá Mat­væla­stofn­un, vill ekki leggja mat á mynd­efni frá dýra­vernd­ar­sam­tök­um, sem sýn­ir með­al ann­ars þeg­ar starfs­mað­ur slær og spark­ar í blóð­mer­ar, fyrr en óklippt mynd­efni hef­ur ver­ið rann­sak­að. Hún seg­ir að­stæð­ur blóð­mera al­mennt góð­ar á Ís­landi.
​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.
Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
ViðtalBlóðmerahald

Ísteka: Reynslu­leysi dýra­lækna lík­leg­asta skýr­ing­in

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.
Átta fylfullar hryssur drápust í tengslum við blóðtöku
FréttirBlóðmerahald

Átta fylfull­ar hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku

Sér­greina­dýra­lækn­ir hrossa hjá MAST seg­ir það „enga kat­ast­rófu“ þótt átta fylfull­ar hryss­ur hafi dá­ið eft­ir blóð­töku á veg­um Ísteka síð­asta sum­ar. Stað­fest þyk­ir að að minnsta kosti ein hryssa dó vegna stung­unn­ar og blæddi út og telja bæði MAST og Ísteka reynslu­leysi dýra­lækn­is­ins mögu­lega um að kenna. Hinar fund­ust dauð­ar 2–3 dög­um eft­ir blóð­tök­una.
Lögregla segi ósatt um blóðmerarannsókn
FréttirBlóðmerahald

Lög­regla segi ósatt um blóð­mer­a­rann­sókn

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök neit­uðu aldrei að af­henda lög­reglu á Ís­landi mynd­bönd af meintu dýr­aníði í blóð­mer­ar­haldi á Ís­landi. Stað­hæf­ing­ar lög­reglu um að þess vegna hafi rann­sókn á blóð­mera­haldi ver­ið hætt, eru rang­ar. Þetta seg­ir tals­mað­ur þýskra dýra­vernd­ar­sam­taka og gögn um sam­skipti sam­tak­anna við ís­lensk yf­ir­völd styðja sög­una. Sam­tök­un íhuga að kvarta und­an sleif­ar­lagi lög­reglu í mál­inu.
Starfshópur skoðar íslenskt blóðmerahald
FréttirBlóðmerahald

Starfs­hóp­ur skoð­ar ís­lenskt blóð­mera­hald

Svandís Svavars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, ætl­ar að fá full­trúa Sið­fræði­stofn­un­ar og Mat­væla­stofn­un­ar til að skoða ýmsa anga blóð­mera­halds á Ís­landi. Bann við slíkri starf­semi er til um­ræðu í þing­inu. Fram­kvæmda­stjóri Ísteka er ósátt­ur og seg­ir grein­ar­gerð frum­varps ekki svara­verða.

Mest lesið undanfarið ár