Nýtt efni

Landsréttur staðfestir frávísun í máli Hreyfils gegn borginni
Hreyfill vildi ekki gefa eftir einkanot sín af biðstæðum fyrir leigubifreiðar víða um Reykjavíkurborg og fór í mál. Landsréttur hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á málinu.

Það snjóar í sjónum
Kvikmynd Davids Attenborough mun vonandi beina athygli okkar í auknum mæli að hafinu. Eins og hér kemur fram þekkjum við ótrúlega lítinn hluta af mikilvægasta hluta þess, djúpsævinu.

Ójöfnuður í menntun: Framtíðarsýn og áskoranir innflytjenda í atvinnumálum
Í þessum nýja þætti af hlaðvarpinu tekur David Reimer viðtal við Thomas Zimmermann sem er nýdoktor við félagsfræðideild háskólans í Frankfurt.

Friðarviðræður í Tyrklandi
Nú eru allir að tala um „friðarviðræður í Istanbúl“ og áróðursvélin komin með fullan tank. Ég myndi ekki undrast ef þetta verði notað næstu mánuði til að kenna Úkraínu um að hafa gengið frá borði – og að í þetta skiptið hafi Evrópa eyðilagt viðræðurnar. Allt í þágu þess að stilla Pútín upp sem friðarleitandi leiðtoga.

Erlendir fjölmiðlar fjalla um vanda Climeworks: Hópuppsagnir um miðja viku
Töluverð umræða hefur skapast í kringum fregnir Heimildarinnar um stöðu Climeworks, sem sér nú fram á hópuppsagnir. Þeir segja uppsagnirnar ótengdar fréttum Heimildarinnar í yfirlýsingu til The Guardian.

Bakar kleinur fyrir bágstadda á Gaza – „Getum öll hjálpað“
Að horfa upp á stríð getur verið yfirþyrmandi og haft í för með sér mikla vanmáttarkennd. Þrátt fyrir það finnur fólk leiðir til að gefa af sér með óvenjulegum hætti. Sigríður Rósa Sigurðardóttir er ein þeirra og styður við og styrkir fólk á Gaza með því að selja kleinur. Hún segist forðast það að horfa á fréttir af ástandinu og skilur ekki hvers vegna ekki sé gripið til aðgerða til að stöðva stríðið – en hún imprar á því að allir geti lagt hönd á plóg til að hjálpa.

Við drukkum vatn úr salernum í tíu daga til að lifa af
Frásögn Nour Al-Batsh, 28 ára móður í Gaza, af umsátri, sprengjum og örvæntingu.

Lifi leikskáldið!
Leikskáld tala beint til samtíma okkar, en til að þau geti vaxið og blómstrað þurfa þau fjárstuðning og tíma. Hér hefur viðvarandi skortur á því skapað vanda fyrir leikhúsin. Þrátt fyrir það hófst hér gósentíð í apríl.

Atlaga gegn mannlegri sköpun
Rithöfundasambandið skorar á opinberar stofnanir sem og einkafyrirtæki að nýta ekki gervigreind við lausn verkefna sem áður hafa verið á verksviði listamanna og höfunda. Þá fordæmir RSÍ þá ákvörðun Meta að nýta hugverk án heimildar, þar á meðal eftir íslenska höfunda, til þróunar á gervigreindarforriti.

Rapyd á Íslandi segist vera íslenskt fyrirtæki: „Djúpar rætur í íslensku samfélagi“
Rapyd á Íslandi segist vera íslenskt fyrirtæki í eigu alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd, sem sé með starfsemi víða um heim.

Þoka og sólskin við sjávarsíðuna
Margir upplifðu í morgun að vakna í sólskini en fyrr en varði voru þeir komnir inn í þokubakka. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir alvanalegt að þegar jafn hlýtt erí lofti og undanfarið að einhverjir landshlutar lendi í þoku við sjávarsíðuna

Dagbók með röddum Gaza: Búin á líkama og sál
Í heila viku skrásetti Guðný Gústafsdóttir samtöl sín við fólk á Gaza til að geta deilt veruleika þeirra með lesendum Heimildarinnar. Hér segir frá fótboltastrák sem missti fótinn, fjölskyldu sem lifði af þegar árás var gerð á blokkina þeirra og blóðugum slagsmálum við matarstöðvar.
Athugasemdir