Nýtt efni


Borgþór Arngrímsson
Hafmeyjan með stóru brjóstin
Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn er þekkt víða um heim og flestir ferðamenn sem koma til borgarinnar í fyrsta sinn leggja leið sína út á Löngulínu til að sjá hana með eigin augum. Önnur og stærri stytta, Stóra hafmeyjan, hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu, brjóst hennar fara fyrir brjóstið á embættismönnum í Dragør.

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen hefur hlotið umdeilda athygli nýlega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í unglingaflokki. Sólrún Ósk Lárusdóttir sálfræðingur telur mikilvægt að ýta undir aðra þætti fólks en útlit. Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur segir fegurðarsamkeppnina mögulega birtingarmynd um bakslag í jafnréttismálum.


Sif Sigmarsdóttir
Vitlíki af holdi og blóði
Af fyrirsögnum að dæma erum við öll orðin mannfælnir skjáfíklar, ástfangin af gervigreind eins og Narkissos af eigin spegilmynd, hokin af tilgangsleysi og kyrrsetuvinnu.

Myndir: Skiptu út íslenska fánanum við utanríkisráðuneytið
Mótmælendur skiptu íslenska fánanum út fyrir þann palestínska við utanríkisráðuneytið síðdegis í dag. Tveir palestínskir fánar voru gerðir upptækir af lögreglu.

Dætur teknar af þolanda heimilisofbeldis
Tvær ungar stúlkur verða vistaðar utan heimilis í allt að tólf mánuði, samkvæmt dómsúrskurði. Móðir þeirra, flóttakona og þolandi heimilisofbeldis, mótmælti ákvörðuninni og hélt því fram að vægari úrræði hefðu ekki verið reynd.

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
Hrun veltihringrásar Atlantshafsins, AMOC-hafstraumsins, telst ekki lengur „ólíklegur atburður“. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Stefan Rahmstorf haf- og loftslagssérfræðingur og einn rannsakanda segir niðurstöðurnar „sláandi.“ Í samtali við Heimildina í fyrra sagði Rahmstorf að niðurbrot AMOC yrði „katastrófa fyrir Ísland og önnur Norðurlönd“ og hvatti íslensk stjórnvöld til aðgerða.

Húsnæðisbætur langflestra örorkulífeyristaka skerðast samt
Hækkun frítekjumarka húsnæðisbóta nær aðeins að tryggja þeim örorkulífeyristökum áfram fullar húsnæðisbætur sem fá óskertar greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi hópur er fámennur og húsnæðisbætur annarra skerðast.

Hryllingsprins fjárfestir í vellíðan
Eyþór Guðjónsson vakti fyrst heimsathygli sem Íslendingurinn Óli Eriksson í hryllingsmyndinni Hostel árið 2005. Hann hefur fyrir löngu lagt leikgrímuna á hilluna og einbeitir sér nú að því að fjárfesta í alls kyns verkefnum.

Líkja Hastings-orrustu Baltasars við Monty Python
Ný þáttasería Baltasar Kormáks, BBC og CBS fær blendnar viðtökur hjá gagnrýnendum í Bretlandi.

Læknirinn stefnir Hödd fyrir meiðyrði
Hödd Vilhjálmsdóttir greindi frá því í dag að Hörður Ólafsson, maður sem hún hafði ásakað opinberlega um nauðgun, hefði stefnt sér fyrir meiðyrði.

Vísitala neysluverðs lækkar – verðbólga 3,8%
Sé horft til síðustu tólf mánaða hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8%, sem jafngildir árlegri verðbólgu. Vísitala án húsnæðis hefur á sama tímabili hækkað um 2,8%

Tekjuhæstur í Eyjum eftir sölu í Ísfélaginu: „Ég get ekki kvartað“
Ágúst Bergsson er tekjuhæstur í Vestmannaeyjum eftir sölu hlutabréfa í Ísfélaginu. Sjómennskan hefur alltaf verið stór hluti af lífinu, hann er alinn upp af útgerðarmönnum, fór fyrst á sjó að verða fjórtán og var lengi skipstjóri.

Líklegast að vera tekjuhár á Seltjarnarnesi
Úr stærri sveitarfélögum komust hlutfallslega fæstir úr Reykjanesbæ á Hátekjulista Heimildarinnar. Hér er farið yfir tekjur þeirra tíu tekjuhæstu á Seltjarnarnesi í fyrra.

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt
Gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg hefur verið framlengt til 24. september.

Ísland nær ekki markmiðum um samdrátt í losun með núverandi loftslagsaðgerðum
Ísland nær hvorki markmiði um 41 prósent samdrátt í samfélagslosun árið 2030 né skuldbindingum um samdrátt í losun frá landnotkun með núverandi loftslagsaðgerðum. Losun gróðurhúsalofttegunda jókst milli áranna 2023 og 2024 bæði hvað varðar samfélagslosun og losun í flugi og iðnaði. Lítil breyting er á losun frá landnotkun milli ára.
Athugasemdir