Nýtt efni
Kappræðugreining: Innblásinn Sigurður Ingi, Kristrúnarplanið á xS.is og tilhugalíf Sigmundar og Bjarna
Gleðilegan kosningamánuð. Í öðrum þætti Pod blessi Ísland fara Aðalsteinn og Arnar Þór yfir kappræður gærkvöldsins. Þáttarstjórnendurnir sjálfir íhuga framboð eins lista í NV-kjördæmi í næstu kosningum til að fá vettvang til að viðra skoðanir sínar í kappræðum ríkismiðilsins. Farið yfir frammistöðu Jóhannesar Loftssonar og allra hinna leiðtoganna í íslenskri pólitík, það sem kom á óvart og það sem gerði það ekki.
Þemalag þáttarins er Grætur í Hljóði eftir Prins Póló.
Ingrid Kuhlman
Mikilvægi þess að hafa möguleika á dánaraðstoð
Dagur dánaraðstoðar er í dag, 2. nóvember. Í tilefni þess skrifar formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi, um þá alvarlegu vanlíðan sem margir sjúklingar upplifa á síðustu dögum lífs síns sem líknarmeðferð getur ekki alltaf bætt.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
Áhrifamiklir pólskir stjórnmálamenn brugðust í vikunni harkalega við fréttum af því að ólígarki frá Belarús, sem ítrekað hefur verið reynt að beita viðskiptaþvingunum, vegna tengsla hans við einræðisstjórnina í Minsk, hefði komið sér fyrir í Varsjá. Um er að ræða íslenska kjörræðismanninn í Belarús, sem fer allra sinna ferða í skjóli verndar sem sendifulltrúi Belarús. Óásættanlegt er að hann sé fulltrúi Íslands, segir sérfræðingur.
Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Miðflokkur og Píratafylgið skreppur saman
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en Miðflokkurinn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Pírata skreppur áfram saman og er nú komið niður í rúm 5 prósent. Samfylkingin mælist með mest fylgi en það minnkar milli mánaða.
Sif Sigmarsdóttir
Pólitískur svartigaldur
„Þeir frambjóðendur sem leitast nú við að segja það sem þeir telja pöpulinn vilja heyra, þeir sem tileinka sér málflutning annarra flokka í von um að hafa af þeim atkvæði, þeir sem kasta fyrir róða samherja í von um ást eins kjósanda, ættu að íhuga að kasta heldur grímunni,“ skrifar Sif Sigmarsdóttir.
Yfir 40% stuðningsmanna Miðflokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast
Könnunarfyrirtækið Maskína hefur opinberað niðurstöður sem gefa nýja innsýn í það hvernig kjörfylgið frá 2021 dreifist á flokka nú. Fylgið sem skóp kosningasigur Framsóknar árið 2021 virðist hafa tvístrast í allar áttir og helmingur kjósenda Pírata hyggst nú kjósa Samfylkingu eða Viðreisn. Einn af hverjum fjórum kjósendum Sjálfstæðisflokks árið 2021 gefur sig upp á Miðflokkinn, samkvæmt niðurstöðum Maskínu.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Öflugri stuðning við friðarstefnu og minni stuðning við öfgahægrið
„Undanfarið hefur því miður alltof margt stjórnmálafólk á Íslandi daðrað við eða upphafið útlendingaandúð í miklu meira mæli en áður,“ skrifar Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Draugahús á hæðinni
„Einar og Anna í harðspjöldum eigi fullt erindi til lesenda á öllum aldri,“ skrifar Páll Baldvin Baldvinsson um bókina Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum.
Barnabarnið er sýkt af E.coli: „Þetta er bara hryllingur“
Fjögurra ára dóttursonur Önnu Láru Pálsdóttur liggur mjög veikur inni á barnaspítala Hringsins vegna E.coli-sýkingarinnar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðasta mánuði. Anna Lára segir hrylling að horfa upp á börn sem líði svona illa.
Páll Vilhjálmsson ákærður fyrir hatursorðræðu
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði bloggarann Pál Vilhjálmsson á dögunum fyrir meinta hatursorðræðu. Ákæran er tilkomin vegna ummæla Páls um Samtökin '78 og fræðslu sem samtökin veittu í grunnskólum landsins í fyrra.
Geta haldið baráttunni við ítalska baróninn áfram
Landeigendur Drangavíkur í Árneshreppi hafa fengið leyfi til að áfrýja landamerkjamáli sem þeir höfðuðu gegn eigendum nágrannajarða til Hæstaréttar. Málið gæti haft áhrif á áformaða Hvalárvirkjun.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
Ferðamannalausir Þingvellir í rigningu og roki voru vettvangur einkafundar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Volodomír Selenski, forseta Úkraínu, síðdegis á mánudag. „Við þurfum raunverulegan stuðning,“ sagði Selenskí á leið inn á fundinn en virtist hissa þegar hann var spurður út í hvort útflutningur Íslendinga á fiski til Rússlands í gegnum belarússneskan millilið hefði borið á góma.
Hægri bylgjan til umræðu í Pressu
Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður, mætast í Pressu.
Athugasemdir