Nýtt efni

Trump segir „dögun nýrra Mið-Austurlanda“ komna
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði ísraelska þingið í dag. „Þetta mun verða gullöld Ísraels og gullöld Mið-Austurlanda sem munu vinna saman,“ sagði forsetinn sem uppskar mikið lófatak frá þingmönnum. Þingmanni var vísað á dyr vegna miða sem hann hélt uppi og á stóð: „Viðurkenndu Palestínu."

Palestínskur blaðamaður drepinn í átökum á Gaza
Palestínski blaðamaðurinn Saleh Aljafarawi var skotinn til bana á Gaza einungis dögum eftir að Ísrael og Hamas náðu samkomulagi um vopnahlé. Um helgina kom til átaka á milli Hamas og Dughmush-klansins í Gaza-borg.

Þakkar Íslendingum fyrir að hafa bjargað súpueldhúsi á Gaza
„Jafnvel úr þúsunda kílómetra fjarlægð stigu þeir inn þegar heimurinn þagði,“ skrifar Hani Almadhoun, yfirmaður mannúðarmála hjá Bandaríkjadeild Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, um stuðning Íslendinga.

Ísraelsku gíslarnir lausir úr haldi Hamas
Hamas hefur látið tuttugu eftirlifandi ísraelska gísla lausa í samræmi við vopnahléssamkomulagi sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði milligöngu um. Ísrael mun sleppa nær 2.000 föngum í skiptum. Trump kom til Ísraels og Egyptalands til að efla friðarviðræður um Gaza.

Landsþing Miðflokksins: „Er þetta nokkuð að fara að vera hit piece?“
Blaðamaður Heimildarinnar var viðstaddur fimmta landsþing Miðflokksins um helgina. Þar komu meðal annars við sögu varaformannskosningar, derhúfusala og lekt þak.

Fjárfestingafélag Jóns Péturs hagnaðist um 48 milljónir
Jöká, fjárfestingafélag þingmannsins Jóns Péturs Zimsen og fjölskyldu, hagnaðist um 48 milljónir króna á síðasta ári. Félagið á hlutabréf í fjölda fyrirtækja, meðal annars í sjávarútvegi og skyr útrás.

Eftirlegukindur Árneshrepps
Á Ströndum hjálpast allir að við smalamennskuna. Fé er enn á fjórum bæjum. Þótt kindum hafi fækkað er leitarsvæðið enn jafnstórt. Þangað flykkist því fólk alls staðar að í leitir. Þeirra á meðal er fyrrverandi Íslandsmethafi í 100 kílómetra hlaupi.

Snorri kjörinn varaformaður Miðflokksins
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, var kjörinn varaformaður á landsþingi flokksins í dag.

Ólga vegna útboðs skólamáltíða í Hafnarfirði
Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði vill óháða úttekt á útboði bæjarins varðandi skólamáltíðir.

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
Egill Heiðar Anton Pálsson á rætur að rekja til Spánar, þar sem móðir hans fæddist inn í miðja borgarastyrjöld. Tólf ára gamall kynntist hann sorginni þegar bróðir hans svipti sig lífi. Áður en einhver gat sagt honum það vissi Egill hvað hefði gerst og hvernig. Fyrir vikið glímdi hann við sjálfsásakanir og sektarkennd. Egill hefur dökkt yfirbragð móður sinnar og lengi var dökkt yfir, en honum tókst að rata rétta leið og á að baki farsælan feril sem leikstjóri. Nú stýrir hann Borgarleikhúsinu.

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
Systkini í Mosfellsbæ fóru í hefðbundinn grunnskóla í haust eftir að hafa verið í heimaskóla síðustu ár. Sólveig Svavarsdóttir, móðir þeirra, sem sinnti heimakennslunni, segir þetta hafa verið dýrmæta reynslu fyrir alla fjölskylduna. Ekkert sveitarfélag hefur veitt heimild til heimakennslu á yfirstandandi skólaári, samkvæmt upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

„Vart hefur orðið við algjöran viðskilnað við raunveruleikann“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, varaði við óheftu flæði hælisleitenda til Íslands í ræðu sinni á landsþingi Miðflokksins fyrr í dag. Hann talar afdráttarlaust gegn inngöngu í Evrópusambandið og vill að skynsemi verði tekin fram yfir kreddur.

Kínverjar hæðast að Bandaríkjaforseta
Trump er súr yfir gagnaðgerðum Kína og hótar 100% tollum ofan á 30%. Almennir borgarar taka hann hæfilega alvarlega. „Á hans aldri ætti hann að vera aðeins yfirvegaðri,“ segir kona í Peking.

Hefur ekki enn fengið dót sonarins sem lést í brunanum á Stuðlum
Jón K. Jacobsen, sem missti son sinn, Geir Örn Jacobsen, í eldsvoða á Stuðlum 19. október í fyrra, veit ekki hvar hlutirnir sem sonurinn hafði með sér þegar hann lést eru niðurkomnir. Hann segist ekki álasa starfsfólkinu sem hefur réttarstöðu sakbornings, heldur liggi sökin hjá yfirmönnum Stuðla.
Athugasemdir