Ritstjórn

Hrósa sigri yfir að hafa fundið „konuna sem lýgur“
Viðtal

Hrósa sigri yf­ir að hafa fund­ið „kon­una sem lýg­ur“

Rétt­ar­höld­in í máli Johnny Depp á hend­ur Am­ber Heard færðu hópi fólks upp í hend­urn­ar dæmi um þol­anda of­beld­is sem ekki pass­ar inn í hina full­komnu stað­al­mynd. Að þeim þol­anda, „kon­unni sem lýg­ur“, hef­ur ver­ið leit­að log­andi ljósi frá því að MeT­oo-hreyf­ing­in varð til seg­ir Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir. Hug­mynd­in um hinn full­komna þol­anda er hins veg­ar tál­sýn, ekki eru til nein „rétt“ við­brögð við of­beldi.
„Ég þurfti bara að klára mig“
Viðtal

„Ég þurfti bara að klára mig“

Helga Lilja Ósk­ars­dótt­ir flúði í neyslu til að deyfa van­líð­an sína en einnig til að finna fé­lags­skap fólks sem var utangátta eins og hún. Það var ekki fyrr en hún átt­aði sig á því hversu al­gjör­lega neysl­an tók af henni stjórn­ina að hún varð hrædd og fann hjá sér eig­in vilja til að verða edrú. Áð­ur hafði hún hins veg­ar misst stjórn­ina al­gjör­lega og far­ið á bólakaf.
„Nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra“
Fréttir

„Nak­ið fólk út um allt og það er ver­ið að góla og öskra“

Sú starf­semi sem rek­in er af and­leg­um söfn­uði sem kall­ar sig Sól­setr­ið, und­ir Esjurót­um, er barna­vernd­ar­mál seg­ir Tanya Pollock í nýj­um þætti af Eig­in kon­ur. Hún seg­ir að mik­ið marka­leysi sé í við­burð­um safn­að­ar­ins og fólk sé sett und­ir mik­inn þrýst­ing til að taka þátt í at­höfn­um sem það síð­an upp­lif­ir sem brot gegn sér. Sjálf hef­ur hún upp­lif­að það sem hún tel­ur hót­an­ir frá fólki sem teng­ist söfn­uð­in­um eft­ir að hafa vak­ið at­hygli á því sem hún tel­ur óeðli­legt og jafn­vel hættu­legt í starf­semi safn­að­ar­ins, sem hún lík­ir við költ.
Blaðamenn tilnefndir fyrir umfjöllun sem gerði þá að sakborningum
Fréttir

Blaða­menn til­nefnd­ir fyr­ir um­fjöll­un sem gerði þá að sak­born­ing­um

Stund­in hlýt­ur þrjár af tólf til­nefn­ing­um til blaða­manna­verð­launa í ár. Freyr Rögn­valds­son og Mar­grét Marteins­dótt­ir eru til­nefnd fyr­ir um­fjöll­un árs­ins og Ingi Freyr Vil­hjálms­son fyr­ir við­tal árs­ins, en Að­al­steinn Kjart­ans­son er til­nefnd­ur sem blaða­mað­ur árs­ins, með­al ann­ars fyr­ir um­fjöll­un sem lög­regl­an á Norð­ur­landi eystra gerði að til­efni til að veita hon­um og fleiri blaða­mönn­um stöðu sak­born­ings.

Mest lesið undanfarið ár