Jón Trausti Reynisson

Blaðamaður og framkvæmdastjóri

Bjarni Benediktsson telur Stjórnarráðið ekki nægilega öruggan fundarstað
Fréttir

Bjarni Bene­dikts­son tel­ur Stjórn­ar­ráð­ið ekki nægi­lega ör­ugg­an fund­ar­stað

Bú­ast má við vopn­uð­um sér­sveit­ar­mönn­um á fjöl­menn­um manna­mót­um út sumar­ið vegna ótta yf­ir­valda við hryðju­verk á Ís­landi. Engu að síð­ur hef­ur hættumat vegna hryðju­verka ekki hækk­að. Ný­stofn­að Þjóðarör­ygg­is­ráð Ís­lands, sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra stýr­ir, fund­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli vegna ótta við hryðju­verk.
Stjórnmálamenn hækka laun sín langt umfram almenning
ÚttektKjaramál

Stjórn­mála­menn hækka laun sín langt um­fram al­menn­ing

Á sama tíma og þing­menn hafa hækk­að langt um­fram al­menn­ing í laun­um fara þeir fram á að al­menn­ing­ur stilli kröf­um sín­um um kjara­bæt­ur í hóf. Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra sagði að laun þing­manna hefðu ver­ið „leið­rétt“ með gríð­ar­legri hækk­un þeirra, en þeir hafa hækk­að um 26,7 pró­sentu­stig­um meira en al­menn­ing­ur á tíu ár­um. Sátt á vinnu­mark­aði er eitt af fjór­um meg­in hag­stjórn­ar­mark­mið­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
Hjúkrunarfræðingur getur ekki séð fyrir barni án aukavinnu
FréttirKjaramál

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur get­ur ekki séð fyr­ir barni án auka­vinnu

Grunn­laun hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­al­an­um duga ekki fyr­ir lág­marks­neyslu ein­stæð­ings með barn sam­kvæmt form­leg­um við­mið­um vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Eft­ir fjög­urra ára há­skóla­nám þurfa hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar að vinna auka­lega á kvöld­in, næt­urn­ar og um helg­ar til að lifa á lág­marks­neyslu.
Bjarni vill ekki rannsaka einkavæðingu bankanna
FréttirEinkavæðing bankanna

Bjarni vill ekki rann­saka einka­væð­ingu bank­anna

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill draga lær­dóm af blekk­ing­um við einka­væð­ingu bank­anna en ekki rann­saka hana nán­ar. Með­lim­ur einka­væð­ing­ar­nefnd­ar sagði af sér vegna óá­sætt­an­legra vinnu­bragða við sölu rík­is­ins á Lands­bank­an­um og taldi for­menn flokk­anna hafa hand­val­ið kaup­end­ur bank­anna. Ólaf­ur Ólafs­son af­sal­aði Fram­sókn­ar­flokkn­um húsi mán­uði áð­ur en hann keypti Bún­að­ar­bank­ann af rík­inu á fölsk­um for­send­um.
Einkavæðing bankans byggði á blekkingarvef hóps fólks undir forystu Ólafs Ólafssonar
AfhjúpunEinkavæðing bankanna

Einka­væð­ing bank­ans byggði á blekk­ing­ar­vef hóps fólks und­ir for­ystu Ól­afs Ólafs­son­ar

Lyk­il­at­rið­ið í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans var blekk­ing sem hóp­ur fólks tók þátt í eða var með­vit­að­ur um. Menn á veg­um fjár­fest­is­ins Ól­afs Ólafs­son­ar nýttu skatt­skjól til að fela raun­veru­lega slóð eign­ar­halds­ins og láta líta út fyr­ir að þýsk­ur banki væri að­ili að kaup­un­um. Ólaf­ur var síð­ar dæmd­ur fyr­ir að taka þátt í sýnd­ar­við­skipt­um til að auka trú­verð­ug­leika bank­ans þeg­ar hann stefndi í þrot. Bank­inn varð gjald­þrota fimm ár­um eft­ir einka­væð­ingu. En Ólaf­ur er nú í millj­arða­fjár­fest­ing­um með lóð­ir í Reykja­vík.
Konur hættu eftirmeðferð við krabbameini vegna læknaskorts
Fréttir

Kon­ur hættu eft­ir­með­ferð við krabba­meini vegna lækna­skorts

Þær kon­ur sem hafa und­ir­geng­ist með­ferð við brjóstakrabba­meini hafa þurft að fresta lækni­svið­tali í allt að ár vegna skorts á lækn­um. Land­spít­al­inn hef­ur nú skert þjón­ust­una og til­kynnt kon­un­um að þær fái sím­tal við hjúk­un­ar­fræð­ing í stað lækni­svið­tals. Aldrei hafa ver­ið færri krabba­meins­lækn­ar starf­andi á Ís­landi frá því að krabba­meins­lækn­ing­ar urðu til sem sér­grein upp úr 1980.

Mest lesið undanfarið ár