Jón Sigurður Eyjólfsson

Framtíð íslenskunnar er björt
Menning

Fram­tíð ís­lensk­unn­ar er björt

Nú á dög­um þeg­ar ekki er tal­að um okk­ar yl­hýra öðru­vísi en með and­varpi, áhyggj­um og dóma­dags­spám þá er upp­lífg­andi að tala við Rafa­el García Perez, þýð­anda og pró­fess­or við Há­skól­ann Car­los III í Madríd. Hann tal­ar ekki að­eins þá fal­leg­ustu ís­lensku sem heyra má nú á dög­um held­ur heyrði und­ir­rit­að­ur að eft­ir klukku­stunda spjall varð hon­um ekki á að missa út úr sér eina ein­ustu slettu.

Mest lesið undanfarið ár