Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Áhrif Samherjamálsins í Namibíu: 92 prósent Íslendinga telja Samherja hafa greitt mútur
FréttirSamherjaskjölin

Áhrif Sam­herja­máls­ins í Namib­íu: 92 pró­sent Ís­lend­inga telja Sam­herja hafa greitt mút­ur

Mark­tæk­ur mun­ur er á af­stöðu fólks til út­gerð­ar­fé­lags­ins Sam­herja eft­ir því hvort það býr í Eyja­firði eða ann­ars stað­ar á land­inu. Í Eyja­firði starfa rúm­lega 500 manns hjá Sam­herja sem er stærsti einka­rekni at­vinnu­rek­and­inn í byggð­ar­lag­inu. Þetta kem­ur fram í út­tekt Stund­ar­inn­ar á stöðu Sam­herja á Ak­ur­eyri og á Dal­vík.
Ragnar Þór segir Fréttablaðið í herferð vegna verkalýðsbaráttu og gagnrýni á eigandann
Fréttir

Ragn­ar Þór seg­ir Frétta­blað­ið í her­ferð vegna verka­lýðs­bar­áttu og gagn­rýni á eig­and­ann

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, var gest­kom­andi á bæ á Suð­ur­landi þar sem ætt­ingj­ar hans höfðu lagt net í sjó­birt­ingsá á Suð­ur­landi. Hann seg­ir að um­fjöll­un Frétta­blaðs­ins um mál­ið und­ir­striki þá her­ferð sem blað­ið er í. Helgi Magnús­son, fjár­fest­ir og eig­andi Frétta­blaðs­ins**, vill ekki svara spurn­ing­um um mál­ið.
Sjávarútvegsráðherra hefur ekki svarað hvort hann hafi verið í laxveiði í boði Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hef­ur ekki svar­að hvort hann hafi ver­ið í lax­veiði í boði Sam­herja

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji hef­ur stund­að það um ára­bil að bjóða starfs­mönn­um sín­um og velunn­ur­um í lax­veiði. Eitt slíkt holl hef­ur Sam­herji ver­ið með í Rangá í ág­úst og hef­ur Stund­in und­ir hönd­um ljós­mynd­ir úr einni ferð þang­að. Stund­in hef­ur heim­ild­ir fyr­ir að Kristján Þór Júlí­us­son hafi ver­ið í boðs­ferð í veiði á veg­um Sam­herja.
Ríkissaksóknari Namibíu bjartsýn á aðstoð íslenskra stjórnvalda við að saksækja Samherjamenn
FréttirSamherjaskjölin

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu bjart­sýn á að­stoð ís­lenskra stjórn­valda við að sak­sækja Sam­herja­menn

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, Martha Imalwa, er bjart­sýn á sam­vinnu við Ís­land við sak­sókn gegn þrem­ur Sam­herja­mönn­um. Helgi Magnús Gunn­ars­son að­stoð­ar­rík­is­sak­sókn­ari seg­ir sam­starf við Namib­íu hafa átt sér á grund­velli rétt­ar­beiðna en að Ís­land fram­selji ekki rík­is­borg­ara sína til Namib­íu.
Sakborningur í Samherjamálinu tæmdi bankareikninga sína fyrir handtöku
FréttirSamherjaskjölin

Sak­born­ing­ur í Sam­herja­mál­inu tæmdi banka­reikn­inga sína fyr­ir hand­töku

Mike Ng­hip­unya, fyrr­ver­andi for­stjóri rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor, er sagð­ur hafa feng­ið greidd­ar rúm­ar 90 millj­ón­ir ís­lenskra króna fyr­ir að­komu sína að Sam­herja­mál­inu í Namib­íu. Hann lifði hátt og hratt og varði há­um fjár­hæð­um í hem­sókn­ir á næt­ur­klúbba í Wind­hoek sam­kvæmt namib­ísk­um fjöl­miðl­um.
Sakborningur í Samherjamálinu í Namibíu vill að ríkið greiði lögmannskostnað hans
FréttirSamherjaskjölin

Sak­born­ing­ur í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu vill að rík­ið greiði lög­manns­kostn­að hans

Sacky Shangala, fyrr­ver­andi rík­is­sak­sókn­ari og dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, vill að rík­ið út­vegi hon­um lög­mann eða greiði lög­manns­kostn­að hans. Upp­lýs­ing­ar hafa kom­ið fram sem bendla for­seta Namib­íu við Sam­herja­mál­ið og gæti krafa Shangala byggt á því að hann hafi ver­ið að fylgja skip­un­um.
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
FréttirSamherjamálið

Namib­íski lög­mað­ur­inn í Sam­herja­mál­inu: Til­raun „til að ráða mig af dög­um“

Namib­íski lög­mað­ur­inn Marén de Klerk býr að sögn yf­ir upp­lýs­ing­um sem sýna að for­seti Namib­íu hafi skipu­lagt greiðsl­ur frá fyr­ir­tækj­um eins og Sam­herja til Swapo-flokks­ins til að flokk­ur­inn gæti hald­ið völd­um. Hann seg­ir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rann­sókn Sam­herja­máls­ins.
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
ErlentSamherjaskjölin

Namib­ísk­ur lög­mað­ur seg­ir for­set­ann að­al­mann­inn í Sam­herja­mál­inu

Namib­íski lög­mað­ur­inn Mar­en de Klerk seg­ir að for­seti Namib­íu Hage Geingob hafi ver­ið aðal­mað­ur­inn í spill­ing­ar­mál­inu sem kall­að er Sam­herja­mál­ið á ís­lensku. Ef de Klerk seg­ir rétt frá er mál­ið, sem hófst með því að sagt var frá mútu­greiðsl­um Sam­herja í land­inu, dýpra og stærra en áð­ur hef­ur ver­ið tal­ið og snýst með­al ann­ars um æðsta ráða­mann þjóð­ar­inn­ar.
Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í  þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“
Greining

Rit­stjór­inn sem líkti búsáhalda­bylt­ing­unni við inn­rás­ina í þing­hús Banda­ríkj­anna var for­stjóri „versta banka sög­unn­ar“

Jón Þór­is­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, líkti búsáhalda­bylt­ing­unni á Ís­landi ár­in 2008 og 2009 sam­an, við inn­rás­ina í þing­hús­ið í Washingt­on í síð­ustu viku. Hann stýrði fjár­fest­ing­ar­bank­an­um VBS sem skil­ur eft­ir sig 50 millj­arða skuld­ir, með­al ann­ars við ís­lenska rík­ið.
Þrjátíu ára stuðningur Kristjáns Þórs við hagsmuni Samherja
Nærmynd

Þrjá­tíu ára stuðn­ing­ur Kristjáns Þórs við hags­muni Sam­herja

Kristján Þór Júlí­us­son, nú­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Dal­vík, Ísa­firði og Ak­ur­eyri, hef­ur í 30 ár ver­ið sagð­ur hygla út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja. Á síð­ast­liðn­um ára­tug­um hef­ur Kristján Þór ver­ið stjórn­ar­formað­ur Sam­herja, unn­ið fyr­ir út­gerð­ina sem sjómað­ur, um­geng­ist Þor­stein Má Bald­vins­son við mý­mörg til­felli, ver­ið við­stadd­ur sam­kom­ur hjá út­gerð­inni, auk þess sem eig­in­kona hans hann­aði merki fyr­ir­tæk­is­ins.

Mest lesið undanfarið ár