Gunnar Hrafn Jónsson

Þeirri þjóð er vorkunn
Greining

Þeirri þjóð er vorkunn

Líb­anska þjóð­in stend­ur á kross­göt­um en á litla von um að bjart­ari fram­tíð sé á næsta leiti að mati frétta­skýrenda. Hörm­ung­arn­ar í Beirút á dög­un­um und­ir­strika getu­leysi yf­ir­valda, sem hafa af veik­um mætti reynt að halda þjóð­inni sam­an eft­ir að borg­ara­styrj­öld­inni lauk. Mót­mæl­end­ur tak­ast nu á við óeirð­ar­lög­reglu í höf­uð­borg­inni eft­ir spreng­ing­una og krefjast rót­tækra breyt­inga á stjórn­kerf­inu.
Huawei, „Kínaveiran“ og gula ógnin
Úttekt

Huawei, „Kína­veir­an“ og gula ógn­in

Banda­rísk­ir fjöl­miðl­ar á borð við New York Times tala um að nýtt kalt stríð sé haf­ið, í þetta sinn á milli Banda­ríkj­anna og Kína. Í því stríði sé bar­ist með há­tækni, í net­heim­um og með áróðri og við­skipta­höft­um. Eft­ir að hafa snú­ið baki sínu við al­þjóða­sam­fé­lag­inu í fjög­ur ár seg­ist Trump Banda­ríkja­for­seti nú reiðu­bú­inn að leiða Vest­ur­lönd í bar­átt­unni gegn heims­yf­ir­ráð­um Kín­verja en efa­semd­ir eru um að hann hafi til þess burði.
Enginn vill kannast við rasisma
Úttekt

Eng­inn vill kann­ast við ras­isma

Ras­ismi er mik­ið í um­ræð­unni þessa dag­ana en jafn­vel hörð­ustu kyn­þátta­hat­ar­ar vilja oft­ast ekki kann­ast við ras­ista-stimp­il­inn og segja hug­tak­ið ekki eiga við sig. Orð­ið sjálft er þó tölu­vert yngra en marg­ir kynnu að halda og hef­ur skil­grein­ing­in tek­ið breyt­ing­um. Við skoð­um bæði sögu orðs­ins og sögu þeirr­ar kyn­þátta­hyggju sem það lýs­ir.
„Hold the press!“
Úttekt

„Hold the press!“

Blaða­menn sem fylgj­ast með mót­mæl­um í Banda­ríkj­un­um hafa orð­ið fyr­ir hörð­um árás­um lög­reglu. Meira en sex­tíu hafa ver­ið hand­tekn­ir við störf sín og tug­ir feng­ið að finna fyr­ir gúmmí­kúl­um, tára­gasi og kylf­um þar sem þeir reyna að flytja frétt­ir af vett­vangi mót­mæl­anna. For­seti lands­ins er í stríði við fjöl­miðla, sem hann sak­ar um að grafa und­an sér, en tvö ár eru síð­an Banda­rík­in komust fyrst á lista yf­ir hættu­leg­ustu ríki heims fyr­ir blaða­menn.
Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Erlent#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Covid-samsærið mikla
Erlent

Covid-sam­sær­ið mikla

Sam­særis­kenn­ing­ar um kór­óna­veiruna hafa náð fót­festu í um­ræðu á net­inu og breið­ast hratt út. Án allra vís­inda­legra sann­ana er því með­al ann­ars hald­ið fram að farsíma­möst­ur valdi sjúk­dómn­um, Bill Gates hafi hann­að veiruna á til­rauna­stofu eða jafn­vel að fjöl­miðl­ar hafi skáld­að far­ald­ur­inn upp og eng­inn sé í raun lát­inn af völd­um Covid. Ís­lensk­ur lækn­ir seg­ir al­gengt að sjúk­ling­ar fái rang­hug­mynd­ir um sjúk­dóma á net­inu og þær geti þvælst fyr­ir og gert lækn­um erfitt um vik.
Hvers á WHO að gjalda?
Erlent

Hvers á WHO að gjalda?

Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in (WHO) sæt­ir harðri gagn­rýni af hálfu banda­rískra stjórn­valda sem saka stjórn­end­ur henn­ar um að ganga er­inda Kín­verja og sýna slaka frammi­stöðu í bar­átt­unni við Covid. Aðr­ir segja far­ald­ur­inn hafa leitt í ljós alla helstu veik­leika stofn­un­ar­inn­ar og van­mátt henn­ar til að hafa raun­veru­leg áhrif á sótt­varna­stefnu að­ild­ar­ríkj­anna. Þrátt fyr­ir mikla ábyrgð hef­ur WHO eng­in raun­veru­leg völd og er háð fjár­veit­ing­um og duttl­ung­um nokk­urra stórra ríkja.
#metoo (en ekki þú)
Erlent

#met­oo (en ekki þú)

Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna og fram­bjóð­andi Demó­krata í kom­andi for­seta­kosn­ing­um í nóv­em­ber, er sak­að­ur um kyn­ferð­is­brot. Lít­ið hef­ur far­ið fyr­ir um­ræðu um þess­ar ásak­an­ir en Biden neit­ar þeim stað­fast­lega, auk þess sem sam­flokks­menn hans hafa sleg­ið um hann skjald­borg. Þrátt fyr­ir að Biden hafi lengi þótt hegða sér á óvið­eig­andi hátt í nær­veru kvenna, og Demó­krat­ar hafi gagn­rýnt Don­ald Trump harð­lega fyr­ir svip­aða fram­komu, er nú gef­ið skot­leyfi á trú­verð­ug­leika kon­unn­ar sem steig fram til að segja sögu sína.
Upprisa Kims og fæðing falsfréttar
Greining

Upprisa Kims og fæð­ing fals­frétt­ar

Fjöl­miðl­ar um all­an heim hafa greint frá því und­an­far­ið að leið­togi Norð­ur-Kór­eu væri al­var­lega veik­ur og hefði jafn­vel lát­ist eft­ir mis­heppn­aða hjartaskurð­að­gerð. Sú frétt virð­ist hafa ver­ið upp­spuni frá rót­um og má auð­veld­lega rekja hana til áróð­ursmiðla á veg­um banda­rískra yf­ir­valda. Sú er einnig raun­in þeg­ar kem­ur að fjölda annarra furðu­frétta af hinu ein­angr­aða ríki Norð­ur-Kór­eu, sem marg­ar eru skáld­að­ar í áróð­urs­skyni.
Þeir fáu sem græða í faraldrinum
ErlentCovid-19

Þeir fáu sem græða í far­aldr­in­um

Covid-19 far­ald­ur­inn hef­ur lam­að efna­hags­líf um all­an heim og út­lit er fyr­ir verri kreppu en elstu menn muna. Á sama tíma eru von­arglæt­ur inni á milli og ein­staka fyr­ir­tæki mala gull vegna skyndi­legr­ar eft­ir­spurn­ar sem eng­an ór­aði fyr­ir. Í sum­um til­vik­um gæti það þó ver­ið skamm­góð­ur verm­ir, líkt og í skemmt­ana­iðn­að­in­um þar sem gam­alt efni er hamstr­að en ekk­ert nýtt er í fram­leiðslu.
28 virkum dögum seinna
ErlentCovid-19

28 virk­um dög­um seinna

Vax­andi hóp­ur Banda­ríkja­manna tek­ur þátt í mót­mæl­um gegn sam­komu­banni og öðr­um fyr­ir­byggj­andi að­gerð­um vegna kór­óna­veirunn­ar. Þeir virð­ast njóta stuðn­ings Don­alds Trump for­seta og er hann sak­að­ur um að hvetja til upp­reisn­ar í ríkj­um þar sem Demó­krat­ar eru við völd. Trump er mik­ið í mun að koma hag­kerf­inu aft­ur í gang fyr­ir kom­andi kosn­inga­bar­áttu, þrátt fyr­ir gríð­ar­legt og hratt vax­andi mann­fall af völd­um veirunn­ar vest­an­hafs.
Aukin togstreita á milli almennings og elítu
ErlentLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Auk­in tog­streita á milli al­menn­ings og elítu

And­stæð­ing­ar hnatt­væð­ing­ar vilja meina að heims­far­ald­ur­inn, sem nú stend­ur yf­ir, sé ekki síst af­leið­ing þess að landa­mæri hafa minni þýð­ingu en áð­ur. Marg­ir sér­fræð­ing­ar á sviði al­þjóða­sam­starfs telja þvert á móti að auk­in al­þjóða­væð­ing sé eina leið­in til að tak­ast á við fjöl­þjóð­leg vanda­mál á borð við kór­óna­veiruna. Al­þjóða­væð­ing­in sé í raun mun flókn­ari og víð­tæk­ari en þorri fólks geri sér grein fyr­ir.

Mest lesið undanfarið ár