Erla Hlynsdóttir

Veffréttastjóri

„Allt of langt gengið“
Fréttir

„Allt of langt geng­ið“

Lög­menn Eddu Sig­urð­ar­dótt­ur og Sesselju Maríu Morten­sen segja al­var­legt að Lands­rétt­ur haldi því fram að um­mæli séu ekki leng­ur sönn eða hægt sé að setja þau fram í góðri trú eft­ir að sá sem um var rætt skipti um skoð­un varð­andi upp­lif­un sína, hvort um nauðg­un var að ræða eða ekki. Þá sé veg­ið að tján­ing­ar­frelsi að­stand­enda brota­þola ef þeir mega ekki tjá sig um reynslu sinna nán­ustu.
Meintur brotaþoli sýknaður en náinn aðstandandi dæmdur
Fréttir

Meint­ur brota­þoli sýkn­að­ur en ná­inn að­stand­andi dæmd­ur

Í 28 manna lok­uð­um Face­book-hópi, sem sner­ist um að vara við vafa­söm­um ein­stak­ling­um, sagði Edda Sig­urð­ar­dótt­ir frá því að nafn­greind­ur mað­ur hefði nauðg­að sér. Síð­ar sagði Sesselja María Morten­sen frá því, í sama hópi, að þessi mað­ur hefði nauðg­að konu sem væri sér mjög kær og vís­aði þar til Eddu. Edda kærði nauðg­un­ina en mál­ið var fellt nið­ur. Í fram­hald­inu fór mað­ur­inn í meið­yrða­mál við þær báð­ar þar sem Edda var sýkn­uð en Sesselja á end­an­um dæmd. Edda þarf þó að greiða millj­ón­ir í máls­kostn­að.
„Það eina sem getur læknað meinið er samúð, samkennd, kærleikur“
ViðtalÓpíóíðafaraldur

„Það eina sem get­ur lækn­að mein­ið er sam­úð, sam­kennd, kær­leik­ur“

„Þetta er neyð­ar­ástand,“ seg­ir Bubbi Mort­hens, sem hef­ur sung­ið í fimmtán jarð­ar­för­um tengd­um fíkni­efna­neyslu á und­an­förnu ári. Hann seg­ir allt of lít­ið gert vegna ópíóíðafar­ald­urs­ins sem hér geis­ar, og allt of seint. Þá gagn­rýn­ir hann refs­i­stefnu í mál­efn­um fólks með fíkni­vanda og kall­ar eft­ir meiri kær­leika.
Lögmaðurinn staðfesti kynferðislegt samneyti við eiginkonu skjólstæðings
Fréttir

Lög­mað­ur­inn stað­festi kyn­ferð­is­legt sam­neyti við eig­in­konu skjól­stæð­ings

Lög­mað­ur sem hef­ur ver­ið kærð­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn eig­in­konu skjól­stæð­ings var vin­ur hjón­anna og mætti í brúð­kaup­ið þeirra. Hann hafn­ar því að hafa brot­ið á kon­unni en stað­fest­ir kyn­ferð­is­legt sam­neyti á milli þeirra og held­ur því fram að hann hafi lengi átt í „dað­urs­sam­bandi“ við kon­una. „Ef ásak­an­irn­ar reyn­ast rétt­ar þá er um að ræða misneyt­ingu á því trausti sem mönn­um er feng­ið á grund­velli lög­manns­rétt­inda,“ seg­ir formað­ur Lög­manna­fé­lags Ís­lands.
Hækka framlag til aðgerða gegn ópíóðafaraldrinum upp í 225 milljónir: „Eitt dauðsfall einu of mikið“
FréttirÓpíóíðafaraldur

Hækka fram­lag til að­gerða gegn ópíóðafar­aldr­in­um upp í 225 millj­ón­ir: „Eitt dauðs­fall einu of mik­ið“

Heil­brigð­is­ráð­herra lagði í lok apríl fram minn­is­blað um að verja 170 millj­ón­um króna á árs­grund­velli í að­gerð­ir til að sporna við skaða af völd­um ópíóða. Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag var þessi upp­hæð hækk­uð um 55 millj­ón­ir og sam­þykkt að verja 225 millj­ón­um í mála­flokk­inn.
Fastur á geðdeild í þúsund daga: Mannréttindabrot og úrræðaleysi
Fréttir

Fast­ur á geð­deild í þús­und daga: Mann­rétt­inda­brot og úr­ræða­leysi

Þrír ein­stak­ling­ar eru fast­ir á geð­deild og bíða eft­ir ör­ygg­is­þjón­ustu. Sá sem hef­ur beð­ið lengst hef­ur beð­ið í tæp­lega þús­und daga. Al­gjört óvissu­ástand rík­ir þeg­ar kem­ur að fram­tíð­ar­hús­næði ör­ygg­is­þjón­ustu hér á landi. Á síð­asta ári greiddi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið ríf­lega 607 millj­ón­ir króna vegna ör­ygg­is­þjón­ustu við átta ein­stak­linga og ekk­ert fram­tíð­ar­úr­ræði í sjón­máli. Enn fleiri eru fast­ir á geð­deild­um Land­spít­al­ans vegna bið­ar eft­ir ann­ars kon­ar bú­setu­úr­ræði og langt síð­an stað­an hef­ur ver­ið jafn slæm.
Eitt barn á dag að jafnaði til bráðateymis BUGL – Sjálfsvígshætta algengasta ástæðan
Fréttir

Eitt barn á dag að jafn­aði til bráðat­eym­is BUGL – Sjálfs­vígs­hætta al­geng­asta ástæð­an

Teym­is­stjóri bráðat­eym­is BUGL seg­ir auk­inn hraða í sam­fé­lagi nú­tím­ans og skort á mót­læta­þoli stuðla að al­var­legri van­líð­an barna og ung­linga. Þá sé mik­il notk­un sam­fé­lags­miðla áhættu­þátt­ur fyr­ir sjálfs­víg­um. Bráðat­eym­ið gríp­ur inn í þar sem ör­yggi barns er ógn­að og meta þarf hættu vegna virkra sjálfs­vígs­hugs­ana eða ann­ars bráðs vanda. Álag á bráðat­eym­ið minnk­ar þeg­ar skóla­frí nálg­ast. Teym­is­stjóri seg­ir það hollt börn­um að láta sér leið­ast.
Gista í neyðarskýlum vegna stöðu húsnæðismarkaðarins
Fréttir

Gista í neyð­ar­skýl­um vegna stöðu hús­næð­is­mark­að­ar­ins

Bor­ið hef­ur á því að fólk sem ekki glím­ir við flók­inn vímu­efna­vanda eða al­var­leg­ar geðrask­an­ir leiti í gisti­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa því það á ekki í önn­ur hús að venda. Vanda­mál­ið er hátt leigu­verð og lít­ið fram­boð af hús­næði. Þetta eru í meiri­hluta karl­menn sem jafn­vel tala hvorki ensku né ís­lensku og þarf starfs­fólk skýl­anna að nota Google Translate til að eiga fyrstu sam­skipti við fólk­ið.
„Óumbeðnar kyrkingar í kynlífi er eitthvað sem við erum að sjá gerast allt of oft“
Fréttir

„Óum­beðn­ar kyrk­ing­ar í kyn­lífi er eitt­hvað sem við er­um að sjá ger­ast allt of oft“

Gagn­kyn­hneigð­ar kon­ur voru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem leit­uðu sér að­stoð­ar hjá Bjark­ar­hlíð, mið­stöðv­ar fyr­ir þo­lend­ur of­beld­is, á síð­asta ári. Al­geng­ast var að ger­andi væri fyrr­ver­andi maki og að­eins 13% sögð­ust hafa kært of­beld­ið til lög­reglu. Þeg­ar þjón­ustu­þeg­ar áttu að nefna eina ástæðu komu nefndu flest­ir heim­il­isof­beldi. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu Bjark­ar­hlíð­ar sem kynnt var í dag.
„Ég er föst á heimilinu“
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

„Ég er föst á heim­il­inu“

Kona sem beitt er fjár­hags­legu, and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um er föst með hon­um á sam­eig­in­legu heim­ili þeirra. Þar sem þau eiga íbúð á hún ekki rétt á fjár­hags­leg­um stuðn­ingi til að flýja út af heim­il­inu. Mað­ur­inn neit­ar að skrifa und­ir skiln­að­ar­papp­íra og neit­ar að selja íbúð­ina. Hann skamm­ar hana ef hún kaup­ir sér peysu án þess að fá leyfi.
Loksins frjáls úr helvíti
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

Loks­ins frjáls úr hel­víti

Kona sem er að losna úr ára­tuga hjóna­bandi átt­aði sig ekki á því fyrr en fyr­ir þrem­ur ár­um að hún væri beitt and­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um, og enn síð­ar að of­beld­ið væri einnig bæði kyn­ferð­is­legt og fjár­hags­legt. Hún seg­ir hann iðu­lega koma með nýj­ar af­sak­an­ir fyr­ir því að skrifa ekki fjár­skipta­samn­ing og draga þannig að klára skiln­að­inn. Hún seg­ist stund­um hafa ósk­að þess að hann myndi lenda í bíl­slysi og deyja. Að­eins þannig yrði hún frjáls.
Fjárhagslegt ofbeldi rígheldur konum í ofbeldissamböndum
FréttirFjárhagslegt ofbeldi

Fjár­hags­legt of­beldi ríg­held­ur kon­um í of­beld­is­sam­bönd­um

Fjár­hags­legt of­beldi er not­að til að stjórna mann­eskju gegn­um fjár­mál. Þetta er sú teg­und of­beld­is sem lengst held­ur kon­um föst­um í of­beld­is­sam­bönd­um þar sem þær eru fjár­hags­lega háð­ar ger­and­an­um. Kon­ur jafn­vel taka á sig fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar til að minnka spennu­stig­ið á heim­il­inu og hætt­una á að verða fyr­ir ann­ars kon­ar of­beldi. Tæp­ur helm­ing­ur þeirra sem leit­uðu til Bjark­ar­hlíð­ar á síð­asta ári nefndu fjár­hags­legt of­beldi sem eina af ástæð­um komu sinn­ar.
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Fréttir

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.
Umdeildar öryggismyndavélar í notkun hjá Reykjavíkurborg
Fréttir

Um­deild­ar ör­ygg­is­mynda­vél­ar í notk­un hjá Reykja­vík­ur­borg

Ör­ygg­is­mynda­vél­ar frá um­deild­um kín­versk­um fyr­ir­tækj­um eru í notk­un hjá Reykja­vík­ur­borg sem og við op­in­ber­ar bygg­ing­ar á Ís­landi. Vél­ar frá þess­um fyr­ir­tækj­um eru bann­að­ar víða um lönd, ým­ist vegna mögu­legra ör­ygg­is­bresta eða þátt­töku í mann­rétt­inda­brot­um í Kína. Sér­fræð­ing­ur í tækniör­yggi seg­ir eng­an hug­bún­að full­kom­lega ör­ugg­an.

Mest lesið undanfarið ár