Aðalsteinn Kjartansson

Blaðamaður

Fyrrverandi Samherjaforstjóri tilnefndur í stjórn Festar með vísan til „sterkr­ar sam­fé­lags­vit­und­ar“
Fréttir

Fyrr­ver­andi Sam­herja­for­stjóri til­nefnd­ur í stjórn Fest­ar með vís­an til „sterkr­ar sam­fé­lags­vit­und­ar“

Björgólf­ur Jó­hanns­son, sem leysti Þor­stein Má Bald­vins­son af hólmi eft­ir upp­ljóstrun Sam­herja­skjal­anna, er einn þeirra sem er til­nefnd­ur til að sitja í stjórn Fest­ar. Vís­að er til „sterkr­ar sam­fé­lags­vit­und­ar“ hans í um­sögn til­nefn­ing­ar­nefnd­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Nefnd­in tel­ur sið­ferði og sam­fé­lags­vit­und sér­stak­lega mik­il­væg nú.
Botnlaust tap af hvalveiðum sem óttast er að skaði ímynd landsins
Greining

Botn­laust tap af hval­veið­um sem ótt­ast er að skaði ímynd lands­ins

Tólf hundruð millj­óna tap hef­ur ver­ið af hval­veið­um einu ís­lensku út­gerð­ar­inn­ar sem stund­ar lang­reyða­veið­ar á Ís­landi. Veið­arn­ar eru nið­ur­greidd­ar með hagn­aði af eign út­gerð­ar­inn­ar í öðr­um fyr­ir­tækj­um. Erfitt er að flytja af­urð­irn­ar út og hef­ur hrefnu­kjöt ver­ið flutt inn til lands­ins síð­ustu ár til að gefa ferða­mönn­um að smakka. Þar sem þeir sátu áð­ur í hlíð­inni of­an hval­stöðv­ar­inn­ar og fylgd­ust með er nú einna helst að finna að­gerð­arsinna sem vilja sýna heim­in­um hvernig far­ið er með ís­lenska hvali.
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
Fréttir

Bjarni furð­ar sig á dómur­um og seg­ir þá eiga að skila því sem of­greitt var

„Fólk­ið í land­inu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flók­ið fyr­ir efsta lag rík­is­ins, æðstu emb­ætt­is­menn­ina, að skila því sem of­greitt var úr op­in­ber­um sjóð­um,“ skrif­ar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um mót­mæli dóm­ara við því að þurfa að end­ur­greiða of­greidd laun.
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Fréttir

Dóm­ar­ar mót­mæla end­ur­greiðslu­kröfu vegna of­greiddra launa

Ákvörð­un fjár­mála­ráð­herra um að krefja 260 ein­stak­linga um end­ur­greiðslu á of­greidd­um laun­um síð­ast­lið­inna þriggja ára er harð­lega mót­mælt af dómur­um. „Að­gerð­irn­ar fela í sér at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu,“ seg­ir í álykt­un Dóm­ara­fé­lags Ís­lands.
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Fréttir

Rík­ið hef­ur of­greitt kjörn­um full­trú­um og emb­ætt­is­mönn­um sam­tals 105 millj­ón­ir

Vel á þriðja hundrað kjör­inna full­trúa, ráð­herra og emb­ætt­is­manna hafa á síð­ustu ár­um feng­ið greidd of há laun frá Fjár­sýslu rík­is­ins, sem studd­ist við rangt við­mið við launa­hækk­an­ir. Sam­tals nem­ur of­greiðsl­an 105 millj­ón­um króna. 45 þess­ara ein­stak­linga eru ekki leng­ur á launa­skrá rík­is­ins. Tólf mán­aða end­ur­greiðslu­áætlun hef­ur ver­ið sam­þykkt.
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Hvað kom fyrir Kidda?
Rannsókn

Hvað kom fyr­ir Kidda?

Hálfri öld eft­ir að til­kynnt var um bíl­slys í Óshlíð á milli Bol­ung­ar­vík­ur og Ísa­fjarð­ar er lög­regl­an loks að rann­saka hvað átti sér stað. Lík Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar, sem lést í slys­inu, var graf­ið upp og bein hans rann­sök­uð. Son­ur og hálf­bróð­ir Krist­ins urðu til þess yf­ir­völd skoða loks­ins, marg­saga vitni og mynd­ir af vett­vangi sem urðu til þess að mál­ið var tek­ið upp að nýju.
Nafn fasteignafélags ráðherra vísaði alltaf til lóðarinnar
FréttirFasteignaveðmál dómsmálaráðherra

Nafn fast­eigna­fé­lags ráð­herra vís­aði alltaf til lóð­ar­inn­ar

Fé­lag­ið sem Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra stofn­aði ásamt eig­in­konu sinni fékk strax nafn sem vís­ar til stað­setn­ing­ar lóð­ar sem síð­ar var keypt. Í svör­um ráð­herr­ans og nýs stjórn­ar­for­manns fé­lags­ins var gef­ið í skyn að fé­lag­ið hafi ekki ver­ið stofn­að í þeim til­gangi að kaupa lóð­ina. Öll gögn um starf­semi fé­lags­ins gefa ann­að til kynna.
300 milljóna veðmál fjölskyldu dómsmálaráðherra
Afhjúpun

300 millj­óna veð­mál fjöl­skyldu dóms­mála­ráð­herra

Einka­hluta­fé­lag sem stofn­að var af Jóni Gunn­ars­syni dóms­málaráherra og eig­in­konu hans í mars keypti ein­býl­is­hús og 3,2 hekt­ara lóð í Garða­bæ á 300 millj­ón­ir mán­uði síð­ar. Dag­inn áð­ur komu ný­ir eig­end­ur inn í fé­lag­ið og Jón fór úr eig­enda­hópn­um. Kon­an hans er með­al eig­enda og sit­ur hún í stjórn fé­lags­ins ásamt syni þeirra og tengda­dótt­ur. Stefnt er að bygg­ingu 30-40 íbúða byggð. Fyrri eig­andi reyndi margít­rek­að að fá að ráð­ast í sam­bæri­lega upp­bygg­ingu en var alltaf hafn­að af bæn­um.

Mest lesið undanfarið ár