HamingjanStór hluti hamingjunnar er að gleðja aðra og sjálfan sig Örn Árnason leikari finnur hamingjuna í því að smíða grindverk, elda góðan mat fyrir frúna og handleika frímerkjasafnið sitt.
HamingjanHamingjan er flæði Vilborg Halldórsdóttir leikkona segir að hamingjan sé ferðalag. „Ef maður er sorgmæddur er það að fara út það besta sem maður gerir. Bara til að ganga, það þarf ekkert að vera hratt.“
HamingjanHvað er hamingjan í huga þínum? Hamingjan er ekki bara einn hlutur eða ein tilfinning. Hamingjan er hjá manni sjálfum og það er enginn annar sem býr til hamingjuna fyrir mann.
HamingjanÍ hverju felst hamingjan? Fólk á förnum vegi skilgreinir hamingjuna, eins og það upplifir hana.
HamingjanFann sköpunargleði og tilgang í COVID Ingunn Embla Axelsdóttir fann sig í COVID, eftir að hafa verið sett á hlutabótaleiðina. Hún segir heimveruna hafa veitt henni ómældan innblástur á tíma sem hún þurfti hann mest. Útkoman var litasprengja í formi Glingurs, en hún byrjaði að hanna skartgripi úr gulli, perlum og náttúrulegum steinum.
HamingjanÍ hverju felst hamingjan? Fólk á förnum vegi svarar því hvað felst í hamingjunni. Það getur verið ákvörðun, viðhorf, tengsl eða starf, lækjarniður og lóusöngur.
Hamingjan„Hamingjan er myndavél í höndunum mínum“ Ljósmyndarinn Owen Fiene segist oft eiga erfitt með að koma orðum að hlutunum. Myndavélin hjálpar honum að segja sögur og lifa í augnablikinu.
HamingjanHamingjan er að vera í tengslum við sjálfan sig Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir hefur haft áhuga á samspili heilsu og streitu um árabil. Hún segir að lykillinn að hamingjunni sé vellíðan. Hún notar ákveðin hugtök, H-in til heilla, til að hjálpa fólki að takast á við lífið.
HamingjanÍ hverju felst hamingjan? Katrín Eydís Hjörleifsdóttir Fyrir mér er hamingjan ákvörðun og hún verður til innra með manni sjálfum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að aðrir beri ábyrgð á manns eigin hamingju. Það er líka þannig að það sem veldur hamingjutilfinningunni er mismunandi milli einstaklinga í tíma og rúmi. Ég sjálf horfi á litlu hlutina í lífinu, það sem er...
HamingjanHeilbrigt ástand að vera hamingjusamur Hrefna Guðmundsdóttir vinnusálfræðingur hjá Vinnumálastofnun lærði margt um hamingjuna af rannsóknum og líka af afa sínum, sem sagði að besta ráðið við vanlíðan væri að vera góður við einhvern og taldi göngutúra allra meina bót.
HamingjanAð vera hamingjusamur er ákvörðun Fólk þarf að leyfa sér að þora að taka á móti hamingjunni en óttast ekki í sífellu að á morgun muni allt fara í vaskinn, segir Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls.
HamingjanGóð vinátta veitir hamingju Lykillinn að lífshamingjunni, að mati Hauks Inga Jónassonar, er að leyfa sér að vera forvitinn um allt það sem lífið býður manni upp á, bæði það góða og fallega og líka það erfiða. Hann hefur heitið sjálfum sér að vera sérstaklega forvitinn á dauðastundinni um hvað dauðinn felur í sér.
Þín áskrift hefur áhrif Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku. Gerast áskrifandi Nei, takk Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.