Náin samskipti auka hamingjuna
Náin samskipti við fjölskyldu og vini, sálfræðitímar, trúin, útivera og það að hlæja og taka sjálfan sig ekki of alvarlega eru þættir sem Árelía Eydís Guðmundsóttir, dósent í stjórnun og leiðtogafræðum, notar til að viðhalda og finna hamingjuna – stundum eftir áföll eins og dauðsföll og skilnaði. „Þá er mikilvægt að vera ánægður með það sem maður hefur en ekki óánægður með það sem maður hefur ekki.“