
Ótrúleg hegðun Asíufíla: Grafa dána unga með mikilli viðhöfn
Fílar á Indlandi grafa dauða unga sína. Þessi ótrúlega staðreynd hefur komið fram í dagsljósið eftir að indverskir vísindamenn birtu fyrir örfáum dægrum niðurstöður rannsóknar sem þeir gerðu á fimm hræjum fílsunga. Vísindamennirnir fylgdust með fílahjörðum draga lík sumra unganna um langan veg — lengsta ferðin tók tvo sólarhringa — þangað til fílarnir fundu nógu mjúkan jarðveg sem þeir grófu...











