
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
Jóhanna Magnúsdóttir, prestur í Víkurkirkju, segir dæmi um að erlendir ferðamenn reyni að komast inn í kirkjuna til að taka myndir skömmu áður en kistulagning fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyravörð íklæddan hempu til að ýta þeim ágengustu út úr kirkjunni. Björgunarsveitin í Vík hefur um þriggja ára skeið séð um að loka veginum upp að kirkjunni meðan útfarir fara þar fram.