
Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
„Þetta er náttúrlega bara fyrir ákveðinn hóp og skemmir í leiðinni upplifun hinna sem vildu njóta náttúrunnar,“ segir Svanhvít Helga Jóhannsdóttir um fyrirhugaðar framkvæmdir við Hoffellslón. Breytingar við lónið, Skaftafell og Vonarskarð hafa vakið upp sterk viðbrögð og spurningar um náttúruvernd í og við UNESCO-svæði.










