
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
Halla Signý Kristjánsdóttir, fyrrum þingmaður, segir baðstað við Holtsfjöru munu hafa áhrif á fuglalíf og friðsæld svæðisins. Baðlón séu falleg en dýr: „Er það sem okkur vantar, alls staðar?“ Framkvæmdaraðili segir að baðstaðurinn verði lítill og að tillit hafi verið tekið til athugasemda í umsagnarferli.










