Íslenska ríkið má ekki banna heimsóknir til flóttafólks
FréttirFjölmiðlabann Útlendingastofnunar

Ís­lenska rík­ið má ekki banna heim­sókn­ir til flótta­fólks

Út­lend­inga­stofn­un lagði ár­ið 2016 blátt bann við heim­sókn­um fjöl­miðla­manna á heim­ili flótta­fólks og hæl­is­leit­enda. Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið lagði bless­un sína yf­ir verklag­ið og sagði það stuðla að mann­úð. Ung­verska rík­ið hlaut ný­lega dóm fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu vegna sam­bæri­legr­ar fjöl­miðlatálm­un­ar.
Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
FréttirEinkavæðing bankanna

Finn­ur Ing­ólfs­son „skamm­ast“ sín út af blekk­ing­um í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans

Finn­ur Ing­ólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann skammist sín fyr­ir að hafa ekki séð í gegn­um þann blekk­ing­ar­leik sem einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans var á sín­um tíma. Með orð­um sín­um á Finn­ur við meinta að­komu þýska bank­ans Hauck & Auf­hausers að við­skipt­un­um sem reynd­ust vera fals.
Svandís ávítti lækna fyrir gífuryrði um bráðamóttökuna: „Töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala“
Fréttir

Svandís ávítti lækna fyr­ir gíf­ur­yrði um bráða­mót­tök­una: „Tölu­verð áskor­un fyr­ir ráð­herra að standa með Land­spít­ala“

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra sagði lækna Land­spít­al­ans „tala spít­al­ann nið­ur“ með yf­ir­lýs­ing­um um neyð­ar­ástand á bráða­mót­töku. Þetta sagði hún á lok­uð­um fundi með lækna­ráði. Þá sagð­ist hún vilja fleiri „hauka í horni“ úr röð­um lækna.
Matthías getur fengið yfirmannsstöðu hjá stofnun sem lýtur ráðherra Framsóknar
Fréttir

Matth­ías get­ur feng­ið yf­ir­manns­stöðu hjá stofn­un sem lýt­ur ráð­herra Fram­sókn­ar

Fyrrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur tveggja ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, Matth­ías Ims­land, er einn af eft­ir­standi 12 um­sækj­end­um um yf­ir­manns­starf hjá Vinnu­mála­stofn­un. Stjórn sjóðs­ins er skip­uð af Ásmundi Ein­ari Daða­syni fé­lags­mála­ráð­herra og er stjórn­ar­formað­ur­inn fyrr­ver­andi fram­bjóð­andi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík.
Málið fer fyrir dóm og fjölskyldan verður ekki send úr landi á næstunni
Fréttir

Mál­ið fer fyr­ir dóm og fjöl­skyld­an verð­ur ekki send úr landi á næst­unni

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur sam­þykkt um­sókn um frest­un réttaráhrifa í máli Razia Abassi og Ali Ahma­di, átján og nítj­án ára nýbak­aðra for­eldra frá Af­gan­ist­an sem hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Í frest­un­inni felst að þeim er heim­ilt að dvelja hér á landi þar til að mál þeirra fer fyr­ir dóm. Verj­andi hjón­anna seg­ir að mál verði höfð­að á næstu dög­um.
Gestafyrirlesarar um foreldraútilokun gagnrýndir fyrir „forneskjulegar hugmyndir“
FréttirRéttindi feðra

Gesta­fyr­ir­les­ar­ar um for­eldra­úti­lok­un gagn­rýnd­ir fyr­ir „forneskju­leg­ar hug­mynd­ir“

Stíga­mót vara við fyr­ir­hug­uðu nám­skeiði fyr­ir fag­fólk á veg­um Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti. Fyr­ir­les­ar­arn­ir eru bresk hjón sem hafa skrif­að um hefð­bund­in kynja­hlut­verk og gagn­rýnt femín­isma og kvenna­sam­tök. Skipu­leggj­andi seg­ir hópa hafa hag af því að berj­ast gegn um­ræð­unni.

Mest lesið undanfarið ár