Þingmenn umgangast endurgreiðslukerfið frjálslega þrátt fyrir afdráttarlaus fyrirmæli siðareglna
Fréttir

Þing­menn um­gang­ast end­ur­greiðslu­kerf­ið frjáls­lega þrátt fyr­ir af­drátt­ar­laus fyr­ir­mæli siða­reglna

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, rukk­ar Al­þingi fyr­ir akst­urs­kostn­að vegna próf­kjörs­bar­áttu og þátta­gerð­ar á ÍNN. „Þing­menn skulu sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld þeirra sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur sem sett­ar eru um slík mál,“ seg­ir í siða­regl­um þing­manna.
Ásgeir mælir gegn opinberu eignarhaldi  leigufélaga: „Hef ekki komið nálægt GAMMA síðan 2014“
Fréttir

Ás­geir mæl­ir gegn op­in­beru eign­ar­haldi leigu­fé­laga: „Hef ekki kom­ið ná­lægt GAMMA síð­an 2014“

Ás­geir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði, hélt fyr­ir­lest­ur um leigu­fé­lög og hús­næð­is­mark­að­inn fyr­ir stærsta leigu­fé­lag lands­ins fyrr í dag. Hann var áð­ur efna­hags­ráð­gjafi GAMMA sem á eitt stærsta leigu­fé­lag lands­ins. Ás­geir seg­ist ekki hafa kom­ið ná­lægt GAMMA frá 2014 og að hann vinni ekki fast fyr­ir neina hags­mun­að­ila á leigu­mark­aðn­um í dag.
Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota
FréttirLögregla og valdstjórn

Stjórn­un kyn­ferð­is­brota­deild­ar ábóta­vant – Sig­ríð­ur skipti yf­ir­manni út fyr­ir stjórn­anda með minni reynslu af rann­sókn kyn­ferð­is­brota

Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag við stjórn­un kyn­ferð­is­brot­a­rann­sókna má að miklu leyti rekja til skipu­lags­breyt­inga sem gerð­ar voru eft­ir að Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir tók við sem lög­reglu­stjóri. At­hygli vakti þeg­ar Árni Þór Sig­munds­son var gerð­ur að yf­ir­manni kyn­ferð­is­brot­a­rann­sókna í stað Kristjáns Inga Kristjáns­son­ar, þótt Kristján Ingi hefði miklu meiri reynslu af slík­um rann­sókn­um.
Hagsmunaðilar kaupa útsendingartíma á Hringbraut til að fjalla um meinta andstæðinga sína
FréttirFjölmiðlamál

Hags­mun­að­il­ar kaupa út­send­ing­ar­tíma á Hring­braut til að fjalla um meinta and­stæð­inga sína

Þætt­irn­ir um Sam­herja­mál­ið og Sig­urplasts­mál­ið á Hring­braut voru kostað­ir af hags­mun­að­il­um í gegn­um milli­lið. Í þátt­un­um, sem eru skil­greind­ir sem kynn­ing­ar­efni, er hörð gagn­rýni á Seðla­banka Ís­lands, Má Guð­munds­son, lög­mann­inn Grím Sig­urðs­son og Ari­on banka. Fram­leið­andi þátt­anna lík­ir efn­is­vinnsl­unni við hver önn­ur við­skipti eins og sölu á bíl, íbúð eða greiðslu launa. Hring­braut tel­ur birt­ingu þátt­anna stand­ast fjöl­miðla­lög.
Kostar minnst þrettán milljarða að flytja olíutankana frá Örfirisey
Fréttir

Kost­ar minnst þrett­án millj­arða að flytja ol­íu­tank­ana frá Örfiris­ey

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, hef­ur tal­að fyr­ir íbúa­byggð í stað olíu­birgða­stöðv­ar­inn­ar í Örfiris­ey. Verk­efn­is­stjórn taldi ár­ið 2007 Örfiris­ey vera besta kost­inn fyr­ir olíu­birgð­ar­stöð hvað varð­ar kostn­að og áhættu. Kostn­að­ur við að flytja stöð­ina er minnst 13-16 millj­arð­ar króna að nú­virði.

Mest lesið undanfarið ár