Sagan af húsinu í Aþenu sem listamenn lífguðu við
Viðtal

Sag­an af hús­inu í Aþenu sem lista­menn lífg­uðu við

Sögu­frægt hús í Ex­archia-hverf­inu í Aþenu hafði ver­ið autt og yf­ir­gef­ið í meira en fimm ár þeg­ar fjór­ir al­þjóð­leg­ir lista­menn tóku sig til og gerðu það upp. A-Dash hóp­ur­inn hef­ur hýst á þriðja tug lista­manna og hald­ið fjölda sýn­inga síð­an þá. Jón Bjarki Magnús­son ræddi við þær Zoe Hatziy­annaki og Evu ís­leifs­dótt­ur um verk­efn­ið sem mun senn ljúka í nú­ver­andi mynd. (Ljós­mynd: Ang­elous Giotopou­los)
„Úr persónulegu helvíti yfir í stórkostleg ævintýri“
Viðtal

„Úr per­sónu­legu hel­víti yf­ir í stór­kost­leg æv­in­týri“

Lista­mað­ur­inn Jakob Veig­ar Sig­urðs­son var kom­inn í gjald­þrot, and­lega og fjár­hags­lega, og allt sem áð­ur skipti máli var far­ið. Hann varð fyr­ir áhrifa­mik­illi reynslu þeg­ar hann rank­aði við sér eft­ir þriggja daga óminnis­ástand, sem varð upp­haf­ið að því að líf hans breytt­ist úr per­sónu­legu hel­víti yf­ir í stór­kost­legt æv­in­týri. Nú ferð­ast hann um heim­inn með pensla á lofti og kær­leik að vopni.
Úr 60 kílóum af rusli á mánuði í 140 grömm
Viðtal

Úr 60 kíló­um af rusli á mán­uði í 140 grömm

Þóru Mar­grét­ar Þor­geirs­dótt­ir og fjöl­skylda henn­ar hafa fylgt fimm spor­um að sorp­laus­um lífs­stíl. Þau eru að; af­þakka, draga úr, end­ur­nýta, end­ur­vinna og jarð­gera. Tal­að er um að í heim­in­um sé hent ein­um þriðja af mat og seg­ir Þóra þessi skref eiga jafn vel við um mat og hvað ann­að þar sem þau miða öll að því að breyta neyslu­mynstri fólks í dag­legu lífi.
„Við vorum sprengikraftur“
Viðtal

„Við vor­um sprengi­kraft­ur“

Fimm­tíu ár eru í dag lið­in síð­an rót­tæk­ar bar­áttu­kon­ur á rauð­um sokk­um tóku þátt í kröfu­göng­unni á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins og stálu þar sen­unni, þótt þær gengju aft­ast. Á milli sín báru þær stærð­ar­líkn­eski af konu – Lýs­iströtustytt­una – og höfðu strengt borða um hana miðja sem á stóð: „Mann­eskja en ekki mark­aðsvara“. Gjörn­ing­ur­inn mark­aði upp­haf rauðsokka­hreyf­ing­ar­inn­ar sem átti eft­ir að hrista ræki­lega upp í fast­mót­uðu sam­fé­lagi næstu ár­in. Hér ræða fimm kon­ur að­drag­anda gjörn­ings­ins, áhrif­um hreyf­ing­ar­inn­ar og rauðsokkustimp­il­inn, sem þær bera enn í dag með stolti.
„Stundum er ég svöng og það er enginn matur til“
ViðtalFátæk börn

„Stund­um er ég svöng og það er eng­inn mat­ur til“

„Mér finnst ég ekk­ert þurfa að eiga mik­ið,“ seg­ir 16 ára stúlka í Reykja­vík. Hún er ein þriggja systkina á heim­ili þar sem einu tekj­urn­ar eru bæt­ur ein­stæðr­ar móð­ur þeirra sem sam­an­lagt nema 322.000 krón­um á mán­uði. Fjöl­skyld­an hef­ur um 30.000 krón­ur til ráð­stöf­un­ar eft­ir að föst út­gjöld hafa ver­ið greidd og reið­ir sig að miklu leyti á að­stoð hjálp­ar­sam­taka.
Hætti að halda upp á afmælið sitt tíu ára: „Ég veit að við erum fátækar“
ViðtalFátæk börn

Hætti að halda upp á af­mæl­ið sitt tíu ára: „Ég veit að við er­um fá­tæk­ar“

„Ég veit að við er­um fá­tæk­ar, en ég hugsa ekk­ert mik­ið um það. Nema þeg­ar það er ekk­ert til að borða heima,“ seg­ir 16 ára ung­lings­stúlka í Grafar­vogi. Hún hætti að halda upp á af­mæl­ið sitt tíu ára göm­ul, lok­ar sig af fé­lags­lega og læt­ur sig dreyma um ferða­lög, en ætl­ar samt að nýta pen­ing­ana sem hún hef­ur safn­að fyr­ir út­skrift­ar­ferð í eitt­hvað hag­nýt­ara.
„Stundum lítill matur til í ísskápnum“
ViðtalFátæk börn

„Stund­um lít­ill mat­ur til í ís­skápn­um“

Heið­ar Hild­ar­son, 18 ára fram­halds­skóla­nemi, ólst upp við fá­tækt hjá ein­stæðri móð­ur sem er ör­yrki og hef­ur þurft að reiða sig á að­stoð hjálp­ar­stofn­ana til að sjá fyr­ir börn­un­um. Hann lýs­ir að­stæð­um sín­um og seg­ir skrít­ið að fólk geti ekki séð fjöl­skyld­unni far­boða í ís­lensku sam­fé­lagi, en fólk eins og móð­ir hans, sem hafi leit­að allra leiða til að búa börn­un­um betra líf, eigi að­dá­un skilda.
„Styrkur stéttarinnar hefur komið í ljós“
Viðtal

„Styrk­ur stétt­ar­inn­ar hef­ur kom­ið í ljós“

Fjór­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja frá reynsl­unni af störf­um á COVID-göngu­deild Land­spít­al­ans en all­ar starfa þær við allt ann­ars kon­ar hjúkr­un en þær hafa sinnt að und­an­förnu. Þær segja það standa upp úr að bákn­ið Land­spít­al­inn geti ver­ið sveigj­an­legt og tek­ið skjót­um breyt­ing­um, sé þörf á því. Lyk­ill­inn að því hafi ver­ið sam­vinna heil­brigð­is­starfs­fólks úr ólík­um stétt­um, sem hafi snú­ið sam­an bök­um og unn­ið eins og einn mað­ur und­an­farn­ar vik­ur.
Fór með hjartað í buxunum á fund átrúnaðargoðsins
Viðtal

Fór með hjart­að í bux­un­um á fund átrún­að­ar­goðs­ins

Fyr­ir nokkr­um mán­uð­um, þeg­ar Þóri Snæ Sig­urð­ar­syni áskotn­að­ist allra fyrsta hljóm­plat­an sem Ragn­ar Bjarna­son söng inn á, lét hann slag standa og hringdi í átrún­að­ar­goð sitt í þeirri von að fá árit­un. Raggi tók vel á móti Þóri á heim­ili sínu, árit­aði plöt­una, sagði hon­um bransa­sög­ur og kvaddi að lok­um með orð­un­um: „Gangi þér vel, elsk­an!“

Mest lesið undanfarið ár