„Láttu engan troða á tilfinningum þínum“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Láttu eng­an troða á til­finn­ing­um þín­um“

Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seg­ist sleg­in yf­ir bak­slagi í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks. Bar­átt­an hafi kostað per­sónu­leg­ar fórn­ir, blóð, svita og tár. Nú verði að gera allt til að stöðva hat­urs­fulla orð­ræðu. Hún treyst­ir því að sam­staða þjóð­ar­inn­ar með hinseg­in sam­fé­lag­inu bresti ekki þótt lít­ill hóp­ur reyni að koma inn rang­hug­mynd­um hjá fólki.
Að verða ónæm fyrir hatrinu
ViðtalHinsegin bakslagið

Að verða ónæm fyr­ir hatr­inu

Arna Magnea Danks var fjög­urra ára þeg­ar hún vissi að hún væri stelpa í lík­ama stráks. Hún er stolt trans kona og vegna þess er ráð­ist á hana per­sónu­lega á sam­fé­lags­miðl­um og hún nafn­greind þar sem reynt er að nið­ur­lægja hana og henni jafn­vel ósk­að dauða. Full­trú­ar Sam­tak­anna 22 mættu á fyr­ir­lest­ur sem Arna hélt um mál­efni trans fólks og reyndu að sann­færa fund­ar­gesti um hvað trans fólk væri hættu­legt.
Marga daga að jafna sig eftir mætingu í tíma
ViðtalAðgengi að háskólanámi

Marga daga að jafna sig eft­ir mæt­ingu í tíma

Hilm­ar Smári Fin­sen lenti í al­var­legu bíl­slysi ár­ið 2016 og glím­ir við af­leið­ing­arn­ar. Hann varð að hætta námi í við­skipta­fræði við Há­skóla Ís­lands vegna þess að nám­ið reynd­ist lík­am­lega of erfitt og lít­ill vilji var til að mæta hon­um. Hann skipti yf­ir í fé­lags­fræði og lauk BA-prófi í miðj­um heims­far­aldri, þeg­ar boð­ið var upp á fjar­nám fyr­ir nem­end­ur skól­ans. Nú stund­ar hann meist­ara­nám í náms- og starfs­ráð­gjöf.
Tvær konur í möstrum á móti körlum með skutulsprengjur
ViðtalHvalveiðar

Tvær kon­ur í möstr­um á móti körl­um með skutul­sprengj­ur

El­issa Bijou hef­ur aldrei séð lif­andi lang­reyði. En hún hef­ur séð fjöl­marg­ar dauð­ar og seg­ir það mann­skemm­andi reynslu. Þeg­ar hún heyrði af því að leyfa ætti veið­ar á þeim að nýju hér á landi var hún ákveð­in í að gera eitt­hvað í mál­inu. Ör­fá­um dög­um seinna var hún stödd í mast­urstunnu ís­lensks hval­veiði­skips. Nokkr­um metr­um frá henni var kona sem hún hafði að­eins þekkt í tæpa þrjá sól­ar­hringa. Ana­hita Baba­ei. Þær ræða reynsl­una við Heim­ild­ina í ít­ar­legu mynd­bandsvið­tali.
Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
Hafnar því að Vinabyggð hafi fengið að vera í bílstjórasætinu
ViðtalReitur 13

Hafn­ar því að Vina­byggð hafi feng­ið að vera í bíl­stjóra­sæt­inu

Ann­ar eig­enda Vina­byggð­ar ræð­ir skipu­lags­ferl­ið á reit 13 í sam­tali við Heim­ild­ina. Þór­ir Kjart­ans­son seg­ir alrangt að skipu­lags­yf­ir­völd í Kópa­vogi hafi leg­ið flöt fyr­ir vilja fjár­festa, í and­stöðu við hags­muni íbúa. Þvert á móti hafi sam­ráð ver­ið meira en geng­ur og ger­ist. Þór­ir seg­ir að þrjá­tíu ára vinátta hans við Ár­mann Kr. Ólafs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra, hafi ekki haft áhrif á fram­gang máls­ins.
Skortur á heildarsýn galli á Kársnesmódelinu
ViðtalReitur 13

Skort­ur á heild­ar­sýn galli á Kárs­nes­mód­el­inu

Fyrr­ver­andi for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar tel­ur að Kópa­vogs­bær hafi ekki unn­ið nægi­lega grunn­vinnu í að­drag­anda þess að reit­ir á Kárs­nesi fóru á deili­skipu­lags­stig. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir, aðjunkt í skipu­lags­fræði við HÍ, seg­ir að bær­inn hafi ekki ver­ið í stöðu til að setja skýra um­gjörð um þær for­send­ur sem gilt hafi á hverj­um og ein­um upp­bygg­ing­ar­reit. „Við vilj­um ekki að bygg­inga­geir­inn bara valsi frjáls,“ seg­ir hún við Heim­ild­ina.
Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
Missti eiginmanninn og þurfti að greiða tekjuskatt af jarðarsölu
ViðtalHátekjulistinn 2023

Missti eig­in­mann­inn og þurfti að greiða tekju­skatt af jarð­ar­sölu

„Þetta átti að verða elli­heim­il­ið okk­ar. Þeg­ar Kópa­vogs­bú­ar fóru á Sunnu­hlíð fór­um við í Þver­ár­hlíð. En svo veikt­ist mað­ur­inn og þetta fór allt á versta veg,“ seg­ir Anna J. Hall­gríms­dótt­ir, sem harm­ar það að vera á há­tekju­list­an­um fyr­ir ár­ið 2022. Vera henn­ar á list­an­um kem­ur ekki til af góðu.
„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.

Mest lesið undanfarið ár