Nýja stjórnarskráin: Hverju var breytt?
GreiningStjórnarskrármálið

Nýja stjórn­ar­skrá­in: Hverju var breytt?

Tíu pró­sent kjós­enda krefjast lög­fest­ing­ar „nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar“ með und­ir­skrift­um. Aðr­ir segja óþarft að breyta miklu. Eng­ar var­an­leg­ar breyt­ing­ar hafa orð­ið á stjórn­ar­skránni frá hruni. Stund­in birt­ir frum­varp stjórn­laga­ráðs í heild sinni með skýr­ing­um á því hverju var breytt, hvers vegna og hvaða at­riði voru lát­in óhreyfð.
Sjávarútvegsráðherra Namibíu: Samherjamálið ástæðan fyrir að uppboð á kvóta frestaðist
GreiningSamherjaskjölin

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu: Sam­herja­mál­ið ástæð­an fyr­ir að upp­boð á kvóta frest­að­ist

Skip­stjóri Sam­herja, Páll Stein­gríms­son, seg­ir að Rík­is­út­varp­ið beri ábyrgð á því að vel­ferð­ar­þjón­usta í Namib­íu er fjár­svelt. Ástæð­an er um­fjöll­un um mútu­greiðsl­ur Sam­herja í land­inu sem leitt hafi til nýs fyr­ir­komu­lags í út­hlut­un afla­heim­ilda sem ekki hafi geng­ið vel. Al­bert Kaw­ana sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra seg­ir að hann vilji forð­ast spill­ingu eins og þá í Sam­herja­mál­inu í lengstu lög.
Samherji lýsir viðskiptum, þar sem grunur er um samsæri, eins og eðlilegri kvótaleigu
GreiningSamherjaskjölin

Sam­herji lýs­ir við­skipt­um, þar sem grun­ur er um sam­særi, eins og eðli­legri kvóta­leigu

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji reyn­ir nú að þvo hend­ur sín­ar af mútu­greiðsl­um í Namib­íu með því að segja í Youtu­be-mynd­bönd­um og í frétt­um að fyr­ir­tæk­ið hafi greitt mark­aðs­verð fyr­ir kvót­ann. Alls 75 pró­sent af mark­aðs­verð­inu sem Sam­herji seg­ist hafa greitt fyr­ir kvóta í Nam­gom­ar-við­skipt­un­um rann hins veg­ar til fé­lags ráð­gjafa Sam­herja í skatta­skjóli. Þessi við­skipti eru nú rann­sök­uð sem sam­særi.
Samherji stillir Namibíumálinu upp sem „ásökunum“ Jóhannesar
GreiningSamherjaskjölin

Sam­herji still­ir Namib­íu­mál­inu upp sem „ásök­un­um“ Jó­hann­es­ar

Sam­herji seg­ir í árs­reikn­ingi sín­um að Namib­íu­mál­ið byggi á „ásök­un­um“ Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar. Fjöl­þætt gögn eru hins veg­ar und­ir í mál­inu og byggja rann­sókn­ir ákæru­valds­ins í Namib­íu og á Ís­landi á þeim. Sam­herji seg­ir ekki í árs­reikn­ingi sín­um að Wik­borg Rein hafi hreins­að fé­lag­ið af þess­um „ásök­un­um“.
Kínverski listinn: Utanríkisráðuneytið segir gagnasöfnunina stangast á við siðferði og lög
GreiningKínverski leynilistinn

Kín­verski list­inn: Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir gagna­söfn­un­ina stang­ast á við sið­ferði og lög

Sænsk­ur sér­fræð­ing­ur um Kína tel­ur að nafna­list­inn með 2,5 millj­ón­um manna, þar af 4.000 Ís­lend­ing­um, sé til marks um breytta ut­an­rík­i­s­tefnu Kína og auk­inn áhuga á öðr­um ríkj­um. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir að sam­bæri­leg­um upp­lýs­ing­um um starfs­menn þess hafi ekki áð­ur ver­ið safn­að sam­an svo vit­að sé.
Aukið mannfall, minni yfirburðir
Greining

Auk­ið mann­fall, minni yf­ir­burð­ir

Banda­ríkja­her þarf á næstu ár­um að byrja að sætta sig við mann­fall á borð við það sem tíðk­að­ist í seinni heims­styrj­öld­inni. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu frá Pentagon sem mál­ar svarta mynd af þeim átök­um sem kunna að brjót­ast út á milli stór­velda 21. ald­ar­inn­ar. Kín­verj­ar fylgja Banda­ríkja­mönn­um fast á eft­ir og eru með 30 ára áætl­un um að ná hern­að­ar­leg­um yf­ir­burð­um á heimsvísu.
Djúpríkið: Samsæri eða öryggisventill?
Greining

Djúprík­ið: Sam­særi eða ör­ygg­is­ventill?

Hug­tak­ið djúpríki hef­ur skot­ið upp koll­in­um í ís­lenskri stjórn­má­laum­ræðu síð­ustu miss­eri. Marg­ar sam­særis­kenn­ing­ar ganga út á að kenna djúprík­inu um allt milli him­ins og jarð­ar en hug­tak­ið er af­ar teygj­an­legt og á sér sögu sem fæst­ir þekkja. Banda­rísk­ur stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skilj­an­legt að kjörn­ir full­trú­ar ótt­ist emb­ætt­is­manna­kerf­ið en það sé af hinu góða.
Rannsóknin á Samherja snerist um meira en viðskipti með karfa og hófst fyrir 2012
GreiningSamherjamálið

Rann­sókn­in á Sam­herja sner­ist um meira en við­skipti með karfa og hófst fyr­ir 2012

Þor­steinn Már Bald­vinss­son, for­stjóri Sam­herja, still­ir rann­sókn Seðla­bank­ans á fé­lag­inu upp sem skipu­lagðri árás RÚV og bank­ans á fé­lag­ið. Hann vill líka meina að rann­sókn­in hafi bara snú­ist um út­flutn­ing á karfa og verð­lagn­ingu hans. Rann­sókn­in var hins veg­ar stærri og víð­feð­mari en svo.
Þeirri þjóð er vorkunn
Greining

Þeirri þjóð er vorkunn

Líb­anska þjóð­in stend­ur á kross­göt­um en á litla von um að bjart­ari fram­tíð sé á næsta leiti að mati frétta­skýrenda. Hörm­ung­arn­ar í Beirút á dög­un­um und­ir­strika getu­leysi yf­ir­valda, sem hafa af veik­um mætti reynt að halda þjóð­inni sam­an eft­ir að borg­ara­styrj­öld­inni lauk. Mót­mæl­end­ur tak­ast nu á við óeirð­ar­lög­reglu í höf­uð­borg­inni eft­ir spreng­ing­una og krefjast rót­tækra breyt­inga á stjórn­kerf­inu.
Stundaði Samherji arðrán í Namibíu? Mútur og greiðslur í skattaskjól tvöfalt hærri en bókfært tap
GreiningSamherjaskjölin

Stund­aði Sam­herji arð­rán í Namib­íu? Mút­ur og greiðsl­ur í skatta­skjól tvö­falt hærri en bók­fært tap

Sam­herji og Morg­un­blað­ið full­yrða að „ekk­ert arð­án“ hafi átt sér stað í rekstri Sam­herja í Namib­íu. Þetta er nið­ur­staða þess­ara að­ila þeg­ar ein­göngu er horft á rekst­ur dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namib­íu. Þeg­ar horft er rekst­ur­inn í stærra sam­hengi flæk­ist mynd­in.
Banki sagði Samherja tengjast félagi í skattaskjóli sem útgerðin sver af sér
GreiningSamherjaskjölin

Banki sagði Sam­herja tengj­ast fé­lagi í skatta­skjóli sem út­gerð­in sver af sér

Sam­herji sver af sér tengsl við eign­ar­halds­fé­lag í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­um sem not­að var til að greiða laun starfs­manna út­gerð­ar­inn­ar í Afr­íku. Gögn frá DNB-bank­an­um sýna hins veg­ar að fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja hafði rétt­indi til að stýra banka­reikn­ingi fé­lags­ins og að bank­inn taldi fé­lag­ið lúta stjórn Sam­herja.

Mest lesið undanfarið ár