Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Að sigra eða sigra ekki heiminn
Menning

Að sigra eða sigra ekki heim­inn

Í litl­um bæ, um 50 kíló­metr­um frá Berlín, er göm­ul mylla þar sem unn­ið hef­ur ver­ið hörð­um hönd­um við að ryðja út 13 tonn­um af stáli til að breyta­henni í lista­stúd­íó. Mað­ur­inn á bak við verk­efn­ið er ís­lenski mynd­list­ar­mað­ur­inn, Eg­ill Sæ­björns­son, sem hef­ur hasl­að sér völl í lista­sen­unni víða um heim. Hann seg­ir að þrátt fyr­ir langa dvöl er­lend­is þá sé teng­ing­in við Ís­land mik­il – enda séu ræt­urn­ar, þeg­ar öllu er á botn­inn hvolft, þar.
Að ljá táningsstúlkum rödd
Menning

Að ljá tán­ings­stúlk­um rödd

Sara Gunn­ars­dótt­ir var til­nefnd fyr­ir bestu stuttu teikni­mynd­ina, fyr­ir My Ye­ar of Dicks, á Ósk­ar­s­verð­laun­un­um sem af­hent voru síð­ustu helgi. Hún hlaut ekki stytt­una að þessu sinni en ætl­ar að halda áfram að ein­beita sér að því sem hún er góði í: „Mér finnst ógeðs­lega gam­an að geta ljáð tán­ings­stúlk­um rödd. Þannig að ég ætla bara að leyfa þessu að koma til mín.“
Bók einræðisherrans á íslensku kostuð af kínverska ríkinu
Menning

Bók ein­ræð­is­herr­ans á ís­lensku kost­uð af kín­verska rík­inu

Ein af óvænt­ari bók­un­um sem komu út á ís­lensku fyr­ir síð­ustu jól var áróð­urs­rit Xi Jin­ping, ein­ræð­is­herra í Kína. Bóka­for­lag Jónas­ar Sig­ur­geirs­son­ar gaf út bók­ina út en hann er þekkt­ur frjáls­hyggju­mað­ur. Jón­as seg­ir að hann sé al­hliða út­gef­andi sem gefi út bæk­ur um allt milli him­ins og jarð­ar. Hann hrós­ar Kín­verj­un­um fyr­ir sam­starf­ið við út­gáf­una og úti­lok­ar ekki fleiri bæk­ur.

Mest lesið undanfarið ár