Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Fréttir

Ótt­að­ist fyrr­ver­andi kær­asta í tæp­an ára­tug

Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.
Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Létt­ir að heil­brigð­is­ráð­herra ætl­ar að skoða rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur varð meyr við að lesa frétt­ar­til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu þess efn­is að heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að taka til skoð­un­ar rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks í tengsl­um við til­kynn­ing­ar og rann­sókn al­var­legra at­vika í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ásta er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur feng­ið rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna starfs síns.
Rússneskur rithöfundur: Af hverju láta Rússar Pútin yfir sig ganga?
Flækjusagan

Rúss­nesk­ur rit­höf­und­ur: Af hverju láta Rúss­ar Pút­in yf­ir sig ganga?

Liza Al­ex­andra-Zor­ina er rúss­nesk­ur rit­höf­und­ur sem nú býr er­lend­is, enda and­stæð­ing­ur Pút­ins. Ár­ið 2017 skrif­aði hún merki­lega grein um sál­ar­ástand þjóð­ar sinn­ar og sú grein er enn í fullu gildi. Hún er merki­legt dæmi um að and­stæð­ing­ar Pút­ins í Rússlandi leita aldrei skýr­inga á hörm­ung­um lands­ins, sem nú hafa brot­ist út með stríð­inu í Úkraínu, í „út­þenslu NATO til aust­urs“ eða „ein­angr­un Rúss­lands“ eða „ör­ygg­is­þörf rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar“. Hinir hug­rökku stjórn­ar­and­stæð­ing­ar í Rússlandi sjá skýr­ing­una ein­göngu í alltumlykj­andi al­ræði stjórn­ar Pút­ins. Og þetta fólk veit öllu meira um ástand­ið en stjórn­mála­skýrend­ur á Vest­ur­lönd­um.
Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
,,Íslendingar fastir í kerfi sem veldur loftslagsbreytingum“
Fréttir

,,Ís­lend­ing­ar fast­ir í kerfi sem veld­ur lofts­lags­breyt­ing­um“

Ragna Bene­dikta Garð­ars­dótt­ir, pró­fess­or í sál­fræði, seg­ir erfitt að breyta neyslu­hegð­un fólks sem búi við kerfi sem stöð­ugt hvetji það til að kaupa meira en ástæða sé til. ,,Ef þú grill­ar þér ham­borg­ara ertu ekki endi­lega að tengja það við það að barna­barn­ið þitt eigi eft­ir að lifa í erf­ið­ari heimi,“ seg­ir hún. Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Neyt­enda­sam­tak­anna, seg­ir að fólk van­meti enn þá vá sem mann­kyn­ið standi frammi fyr­ir.
Íslendingar losa mest allra Norðurlandaþjóða af CO2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar losa mest allra Norð­ur­landa­þjóða af CO2

Óbirt­ar nið­ur­stöð­ur viða­mik­ill­ar rann­sókn­ar á kol­efn­is­fót­spori íbúa Norð­ur­landa sýna að Ís­lend­ing­ar eru neyslu­frek­asta þjóð­in og fót­spor ís­lensku þjóð­ar­inn­ar því stærst. Á al­þjóða­vísu er neysla Ís­lend­inga tvisvar til þrisvar sinn­um meiri en annarra þjóða. Pró­fess­or í um­hverf­is - og bygg­inga­verk­fræði seg­ir lífs­stíl rík­ustu þjóða heims dýru verði keypt­ur.
Umboðsmaður snuprar Áslaugu Örnu fyrir skipun Ásdísar Höllu
Fréttir

Um­boðs­mað­ur snupr­ar Áslaugu Örnu fyr­ir skip­un Ás­dís­ar Höllu

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vís­inda-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, var ekki heim­ilt að setja Ás­dísi Höllu Braga­dótt­ur í embætti ráðu­neyt­is­stjóra í nýju ráðu­neyti. Skip­un­in var til þriggja mán­aða á með­an embætt­ið var aug­lýst en sett­ur ráðu­neyt­is­stjóri, Ás­dís Halla, er með­al um­sækj­enda.
Undirbúningur viðbragða vegna loftslagsvár á Íslandi hafinn
Fréttir

Und­ir­bún­ing­ur við­bragða vegna lofts­lags­vár á Ís­landi haf­inn

Manns­líf geta ver­ið í hættu á Ís­landi vegna skriðu­falla, tíð­ari gróð­ur- og skógar­elda af völd­um lofts­lags­breyt­inga. Þá get­ur smit­sjúk­dóma­hætta auk­ist við hlýn­andi veð­ur­far. Sig­urð­ur Loft­ur Thorlacius um­hverf­is­verk­fræð­ing­ur seg­ir lít­ið sem ekk­ert hafa ver­ið rætt um við­brögð við lofts­lags­vá á Ís­landi fyrr en ný­lega. Vinna við stórt áhættu­grein­ing­ar­verk­efni er haf­ið hjá Al­manna­vörn­um.
Ein milljón íbúa Úkraínu flúið landið á sjö dögum
FréttirÚkraínustríðið

Ein millj­ón íbúa Úkraínu flú­ið land­ið á sjö dög­um

Ótt­ast er að um fjór­ar millj­ón­ir íbúa Úkraínu muni neyð­ast til að flýja land­ið á næst­unni. Á þeirri viku sem lið­in er frá inn­rás Rússa hef­ur rúm millj­ón manna flú­ið land­ið. Ut­an­rík­is­ráð­herra Rúss­lands sagði í dag að ráða­menn á Vest­ur­lönd­um væru að íhuga að skipu­leggja stríð gegn Rúss­um og að þeir ættu að hugsa sig vel um áð­ur en þeir geri það.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu