Hamfarahiti í Evrópu
Fréttir

Ham­fara­hiti í Evr­ópu

Gróð­ureld­ar geisa nú víða um Evr­ópu vegna hita­bylgj­unn­ar og er ástand­ið einna verst í vest­an­verðri álf­unni. Fjöl­mennt slökkvi­lið berst nú við skógar­elda í London og ná­grenni borg­ar­inn­ar en síð­ast­liðna klukku­stund hef­ur neyð­ar­lín­unni þar borist um fjög­ur­hundruð sím­töl þar sem beð­ið er um að­stoð vegna hit­ans. Borg­ar­stjóri London seg­ir að við sé­um á þess­ari stundu að horfa á af­leið­ing­ar lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um.
Stjórn Úrvinnslusjóðs og sendinefndin verði kölluð fyrir þingnefnd
FréttirPlastið fundið

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs og sendi­nefnd­in verði köll­uð fyr­ir þing­nefnd

„Mér finnst, enn sem kom­ið er, þetta ekki líta vel út,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, formað­ur um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Al­þing­is um ís­lenska plast­ið sem fannst í miklu magni í vöru­skemmu í Sví­þjóð í fyrra og við­brögð sendi­nefnd­ar og stjórn­ar Úr­vinnslu­sjóðs við frétt­um Stund­ar­inn­ar af því. Vil­hjálm­ur hyggst óska eft­ir því að stjórn Úr­vinnslu­sjóðs og nefnd­in sem fór í vett­vangs­ferð í vöru­skemm­una og skil­aði að því loknu skýrslu, komi fyr­ir nefnd­ina.
Heilsugæslan á „hálfu gasi“ fram á haust
Fréttir

Heilsu­gæsl­an á „hálfu gasi“ fram á haust

Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í þrjá mán­uði eft­ir að fá tíma hjá heim­il­is­lækni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ragn­heið­ur Ósk Er­lends­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins seg­ir ástand­ið í öllu heil­brigðis­kerf­inu ill­við­ráð­an­legt yf­ir sum­ar­tím­ann og heilsu­gæsl­an sé því á „hálfu gasi“. Allri bráða­þjón­ustu sé sinnt. „Ef það eru vanda­mál sem geta beð­ið þá bíða þau,“ seg­ir Ragn­heið­ur sem tel­ur að þetta ástand geti var­að fram á haust, hið minnsta.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu